Aung San Suu Kyi vísar ásökunum um þjóðernishreinsanir á bug Nína Hjördís Þorkelsdóttir skrifar 5. apríl 2017 23:54 Aung San Suu Kyi er handhafi friðarverðlauna Nóbels. Mynd:AFP Aung San Suu Kyi, leiðtogi Myanmar, hefur vísað ásökunum um kerfisbundna útrýmingu Rohingya-múslima í landinu á bug. Rohingya-múslimar eru minnihlutahópur sem hefst við í Rakhine héraði í Myanmar (áður Búrma). Greint hefur verið frá ofsóknum í þeirra garð í fjölmiðlum undanfarin misseri en samkvæmt heimildum BBC hafa 70 þúsund Rohingya-múslimar þurft að flýja yfir landamærin til Bangladesh vegna aðgerða búrmíska hersins. Þess auki hafa að minnsta kosti 86 verið myrtir. Suu Kyi viðurkenndi í einkaviðtali við BBC í dag að vandamál væru til staðar í Rakhine héraði en taldi að ekki væri um þjóðernishreinsanir að ræða. „Það er allt of djúpt tekið í árinni að kalla þetta þjóðernishreinsanir,“ sagði hún. Suu Kyi bætti því við að fjandskapur ríkti almennt í héraðinu og þá einnig meðal múslima innbyrðis. Þá taldi Suu Kyi að ekki væri óalgengt að múslimar myrtu aðra múslima ef þeir teldu að þeir væru stjórnvöldum hliðhollir. Suu Kyi hefur hingað til þagað um meintar þjóðernishreinsanir og hefur fálæti hennar verið gagnrýnt. Í viðtalinu við BBC kvaðst Suu Kiy margsinnis hafa svarað spurningum blaðamanna um þjóðernishreinsanirnar og að ekki væri satt að hún hafi þagað um þær. „Ég hef verið spurð þessara spurninga frá því að hrina af vandamálum braust út í Rakhine héraði. Þeir [blaðamennirnir] spurðu mig spurninga og ég svaraði þeim. Samt segir fólk að ég hefði þagað. Ástæðan er einfaldlega sú að yfirlýsingar mínar voru fólkinu ekki að skapi enda fólu þær ekki í sér að ég fordæmdi einn þjóðflokk eða annan,“ sagði Suu Kiy í viðtalinu. Aung San Suu Kiy hlaut friðarverðlaun Nóbels árið 1991 en sat í stofufangelsi þegar hún veitti verðlaununum viðtöku. Verðlaunin fékk hún vegna áratugalangrar baráttu gegn herforingjastjórnni í Myanmar (þá Búrma). Sameinuðu þjóðirnar tilkynntu í síðasta mánuði að málið yrði tekið til sérstakrar rannsóknar vegna meintra mannréttindabrota. Mjanmar Róhingjar Tengdar fréttir Sögulegur landvinningur Coca-Cola Stærsti gosdrykkjaframleiðandi veraldar, Coca-Cola, mun hefja innflutning og sölu á gosdrykknum sívinsæla í Myanmar (áður Búrma) á næstu vikum. 14. júní 2012 23:30 Aung San Suui Kyi hugsanlega frjáls í dag Stuðningsmenn Aung San Suui Kyi leiðtoga lýðræðissinna í Búrma, eða Myanmar, hafa safnast saman skammt frá heimili hennar eftir að fregnir bárust af því að hún kynni að verða látin laus út stofufangelsi. 13. nóvember 2010 09:47 Gylfi ávarpaði Aung San Suu Kyi Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ ávarpaði í dag friðarverðlaunahafa Nóbels, Aung San Suu Kyi fyrrum leiðtoga stjórnarandstöðunnar í Búrma (nú Myanmar). 14. júní 2012 22:00 Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Sjá meira
Aung San Suu Kyi, leiðtogi Myanmar, hefur vísað ásökunum um kerfisbundna útrýmingu Rohingya-múslima í landinu á bug. Rohingya-múslimar eru minnihlutahópur sem hefst við í Rakhine héraði í Myanmar (áður Búrma). Greint hefur verið frá ofsóknum í þeirra garð í fjölmiðlum undanfarin misseri en samkvæmt heimildum BBC hafa 70 þúsund Rohingya-múslimar þurft að flýja yfir landamærin til Bangladesh vegna aðgerða búrmíska hersins. Þess auki hafa að minnsta kosti 86 verið myrtir. Suu Kyi viðurkenndi í einkaviðtali við BBC í dag að vandamál væru til staðar í Rakhine héraði en taldi að ekki væri um þjóðernishreinsanir að ræða. „Það er allt of djúpt tekið í árinni að kalla þetta þjóðernishreinsanir,“ sagði hún. Suu Kyi bætti því við að fjandskapur ríkti almennt í héraðinu og þá einnig meðal múslima innbyrðis. Þá taldi Suu Kyi að ekki væri óalgengt að múslimar myrtu aðra múslima ef þeir teldu að þeir væru stjórnvöldum hliðhollir. Suu Kyi hefur hingað til þagað um meintar þjóðernishreinsanir og hefur fálæti hennar verið gagnrýnt. Í viðtalinu við BBC kvaðst Suu Kiy margsinnis hafa svarað spurningum blaðamanna um þjóðernishreinsanirnar og að ekki væri satt að hún hafi þagað um þær. „Ég hef verið spurð þessara spurninga frá því að hrina af vandamálum braust út í Rakhine héraði. Þeir [blaðamennirnir] spurðu mig spurninga og ég svaraði þeim. Samt segir fólk að ég hefði þagað. Ástæðan er einfaldlega sú að yfirlýsingar mínar voru fólkinu ekki að skapi enda fólu þær ekki í sér að ég fordæmdi einn þjóðflokk eða annan,“ sagði Suu Kiy í viðtalinu. Aung San Suu Kiy hlaut friðarverðlaun Nóbels árið 1991 en sat í stofufangelsi þegar hún veitti verðlaununum viðtöku. Verðlaunin fékk hún vegna áratugalangrar baráttu gegn herforingjastjórnni í Myanmar (þá Búrma). Sameinuðu þjóðirnar tilkynntu í síðasta mánuði að málið yrði tekið til sérstakrar rannsóknar vegna meintra mannréttindabrota.
Mjanmar Róhingjar Tengdar fréttir Sögulegur landvinningur Coca-Cola Stærsti gosdrykkjaframleiðandi veraldar, Coca-Cola, mun hefja innflutning og sölu á gosdrykknum sívinsæla í Myanmar (áður Búrma) á næstu vikum. 14. júní 2012 23:30 Aung San Suui Kyi hugsanlega frjáls í dag Stuðningsmenn Aung San Suui Kyi leiðtoga lýðræðissinna í Búrma, eða Myanmar, hafa safnast saman skammt frá heimili hennar eftir að fregnir bárust af því að hún kynni að verða látin laus út stofufangelsi. 13. nóvember 2010 09:47 Gylfi ávarpaði Aung San Suu Kyi Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ ávarpaði í dag friðarverðlaunahafa Nóbels, Aung San Suu Kyi fyrrum leiðtoga stjórnarandstöðunnar í Búrma (nú Myanmar). 14. júní 2012 22:00 Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Sjá meira
Sögulegur landvinningur Coca-Cola Stærsti gosdrykkjaframleiðandi veraldar, Coca-Cola, mun hefja innflutning og sölu á gosdrykknum sívinsæla í Myanmar (áður Búrma) á næstu vikum. 14. júní 2012 23:30
Aung San Suui Kyi hugsanlega frjáls í dag Stuðningsmenn Aung San Suui Kyi leiðtoga lýðræðissinna í Búrma, eða Myanmar, hafa safnast saman skammt frá heimili hennar eftir að fregnir bárust af því að hún kynni að verða látin laus út stofufangelsi. 13. nóvember 2010 09:47
Gylfi ávarpaði Aung San Suu Kyi Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ ávarpaði í dag friðarverðlaunahafa Nóbels, Aung San Suu Kyi fyrrum leiðtoga stjórnarandstöðunnar í Búrma (nú Myanmar). 14. júní 2012 22:00