Erlent

Sögulegur landvinningur Coca-Cola

Kóklestin er á leiðinni til Myanmar.
Kóklestin er á leiðinni til Myanmar.
Stærsti gosdrykkjaframleiðandi veraldar, Coca-Cola, mun hefja innflutning og sölu á gosdrykknum sívinsæla í Myanmar (áður Búrma) á næstu vikum.

Það er þá í fyrsta skiptið í 60 ár sem íbúar landsins geta bragðað á drykknum. Bandaríkin ákváðu fyrir skömmu að aflétta viðskiptabanni við landið eftir að lýðræðislegar umbætur áttu sér stað, en horforingjastjórn hefur farið með stjórnartaumana í landinu.

Myanmar er eitt af þremur ríkjum veraldar þar sem ekki er hægt að væta kverkarna með görótta drykknum. Hin ríkin eru Norður-Kórea og Kúba.

Talsmenn Coca-Cola segja í viðtali við AP fréttastofuna að nú sé beðið eftir formlegu leyfi frá bandarískum yfirvöldum til þess að hefja innflutninginn. Í tilefni af gosvæðingu Myanmar þá hefur Coca-Cola ákveðið að verja þremur milljónum dollara til þess að skapa störf fyrir konur í landinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×