Enski boltinn

Antonio Conte sá fyrsti sem nær tvennunni á móti Guardiola

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Pep Guardiola og Antonio Conte í gær.
Pep Guardiola og Antonio Conte í gær. Vísir/Getty
Pep Guardiola kynntist í gærkvöldi tvennu sem hann hafði aldrei áður upplifað á knattspyrnustjóraferlinum sínum. Bæði tímamótin segja samt kannski meira um frábæran árangur hans sem stjóra frekar en annað.

Það er allavega ljóst að tímabilið með Manchester City hefur verið enginn dans á rósum fyrir spænska stjórann sem hefur hingað til unnið 21 titil með stórliðum Barcelona og Bayern München.

Pep Guardiola horfði í gærkvöldi upp á sína menn í Manchester City tapa 2-1 á móti toppliði Chelsea. Með því varð Antonio Conte, knattspyrnustjóri Chelsea, fyrstur til að vinna báða leikina á móti liði Guardiola á einu tímabili.

Þetta er áttunda tímabil Guardiola sem knattspyrnustjóra og hann hafði alltaf náð í stig á móti öllum liðum deildarinnar. Chelsea vann hinsvegar báða leikina þar af fyrri leikinn 3-1 á heimavelli Manchester City.

Guardiola varð ennfremur að sætta sig við sjötta deildartap sinna manna á tímabilinu og það hefur heldur aldrei gerst áður á hans stjóraferli með Barcelona, Bayern München og nú Manchester City.

Guardiola hafði mest áður tapað fimm deildarleikjum á einu tímabili en það gerðist á fyrsta tímabili hans með Barcelona 2008-09 og á öðru tímabili hans með Bayern München 2014-15.

Hér fyrir neðan má sjá tapleiki liða undir stjórn Pep Guardiola í deildarkeppninni og eins og sjá má þá er þetta nú ekki mjög langur listi.



Stjóraferill Pep Guardiola og tapleikirnir í deildinni

Barcelona 2008-09 - 5

1-0 á útivelli á móti Numancia     

1-2 á heimavelli á móti Espanyol

4-3 á útivelli á móti Atlético Madrid

2-1 á útivelli á móti Mallorca     

1-0 á heimavelli á móti Osasuna

Barcelona 2009-10 - 1

2-1 á útivelli á móti Atlético Madrid

Barcelona 2010-11 - 2

2-0 á heimavelli á móti Hércules

2-1 á útivelli á móti Real Sociedad

Barcelona 2011-12 - 3

1-0 á útivelli á móti Getafe

3-2 á útivelli á móti Osasuna

2-1 á heimavelli á móti Real Madrid

Bayern München 2013-14 - 2

1-0 á útivelli á móti Augsburg

3-0 á heimavelli á móti Borussia Dortmund

Bayern München 2014-15 - 5

4-1 á útivelli á móti Wolfsburg

2-0 á heimavelli á móti Borussia Mönchengladbach

2-0 á útivelli á móti Bayer Leverkusen

1-0 á heimavelli á móti Augsburg

2-1 á útivelli á móti Freiburg

Bayern München 2015-16 - 2

3-1 á útivelli á móti Borussia Mönchengladbach

2-1 á heimavelli á móti Mainz 05

Manchester City 2016-17 - 6

2-0 á útivelli á móti Tottenham

3-1 á heimavelli á móti Chelsea

4-2 á útivelli á móti Leicester

1-0 á útivelli á móti Liverpool

4-0 á útivelli á móti Everton

2-1 á útivelli á móti Chelsea




Fleiri fréttir

Sjá meira


×