Gerðu árás á Sýrland Samúel Karl Ólason skrifar 7. apríl 2017 01:46 Eldflaugunum var meðal annars skotið frá tundurspillinum USS Ross. Vísir/AFP Bandaríski herinn skaut í kvöld 59 Tomahawk eldflaugum að herflugvelli í Sýrlandi. Þetta er fyrsta beina og vísvitandi árás Bandaríkjanna gegn Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, og er gerð í kjölfar ásakana um að stjórnarher hans hafi beitt efnavopnum gegn almennum borgurum á þriðjudaginn. Bandaríkin gerðu fyrst árásir í Sýrlandi árið 2014 en þær hafa allar beinst gegn Íslamska ríkinu. Um er að ræða mikinn viðsnúning fyrir ríkisstjórn Donald Trump. Þegar átökin hófust í Sýrlandi lýsti Trump því yfir að hann væri verulega mótfallinn því að Bandaríkin skiptu sér af málum í Sýrlandi. Rússland og Íran hafa staðið við bakið á Assad. Eldflaugunum var skotið frá tveimur tundurspillum í Miðjarðarhafi og var skotmarkið herflugvöllur sem kallast Shayrat og er í Homs héraði. Samkvæmt Washington Post er talið að flugvélunum sem notaðar voru til efnavopnaárásarinnar hafi verið flogið þaðan. Ríkissjónvarp Sýrlands segir árásin hafi valdið mannfalli. Trump ræddi við blaðamenn þar sem hann er staddur í Flórída ásamt Xi-Jinping, forseta Kína. Hann sagði að margra ára tilraunir til að reyna að fá Assad til að breyta hegðun sinni hefðu misheppnast og það illa. Hann segist kalla eftir því að „allar siðmenntaðar þjóðir“ stöðvi „slátrunina“ í Sýrlandi. Fyrr í kvöld höfðu Rússar varað við „neikvæðum afleiðingum“ ef Bandaríkin gerðu árás á Sýrland. Vladimir Safronkov, aðstoðarsendiherra Rússlands hjá Sameinuðu þjóðunum, sagði að ábyrgðin yrði að vera á herðum þeirra sem fyrirskipuðu árásir. Hernaðaryfirvöld Bandaríkjanna segja að Rússar hafi verið látnir vita af árásinni skömmu áður en hún var gerð. Talsmenn Pentagon segja einnig að ekki hafi verið miðað á það svæði herstöðvarinnar þar sem rússneskir hermenn eru taldir hafa verið. Lesa má yfirlýsingu Trump hér að neðan. The president's statement from Florida tonight. Official WH text. @realDonaldTrump pic.twitter.com/OXiZ3MXqez— Kelly O'Donnell (@KellyO) April 7, 2017 .@JeffFlake @wolfblitzer @kshaheen @MSNBC The U.S. DOD has released flight path data showing tracking of #Assad regime aircraft that conducted the CW attack in #KhanSheikhoun: pic.twitter.com/odvQy8pHAi— Charles Lister (@Charles_Lister) April 7, 2017 .@SteveKopack @JasonLeopold @CBSNews @WestWingReport VIDEO: More from US Tomahawk launch targeting Syria - @mutludc @DeptofDefense pic.twitter.com/BHFoBfVuVg— Conflict News (@Conflicts) April 7, 2017 Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mið-Austurlönd Sýrland Tengdar fréttir Bretar og Frakkar ítreka að Assad verði að víkja Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna mun í dag funda um efnavopnaárás í Sýrlandi í gær. 5. apríl 2017 12:00 Tugir létust í efnavopnaárás í Sýrlandi Talið er að að minnsta kosti 67 manns, þar af fjöldi barna, hafi látist í efnavopnaárás á bæinn Khan Sheikhun Idlib-héraði í Norður-Sýrlandi í dag. Þá er talið að yfir 200 manns hafi særst í árásinni. 4. apríl 2017 15:40 Segja að fleiri efnavopnaárásir hafi verið gerðar í Sýrlandi Meint árás á að hafa átt sér stað tveimur dögum eftir efnavopnaárásina í Idlib þar sem sjötíu manns hið minnsta létu lífið. 6. apríl 2017 11:09 Á sjötta tug fórust í efnavopnaárásinni Talið er að saríngasi hafi verið varpað á íbúa sýrlenska bæjarins Khan Sheikhoun. Sýrlenski herinn neitar því að hafa beitt efnavopnum. Stjórnarandstaðan fer fram á tafarlausa rannsókn öryggisráðs SÞ. 5. apríl 2017 07:00 „Okkur ber að hjálpa þeim sem lifðu af“ Utanríkisráðherra ítrekaði í dag stuðning Íslands við fórnarlömb stríðsátakanna í Sýrlandi. 5. apríl 2017 18:43 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Sökk í mýri við Stokkseyri Innlent „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Innlent Fleiri fréttir Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Sjá meira
Bandaríski herinn skaut í kvöld 59 Tomahawk eldflaugum að herflugvelli í Sýrlandi. Þetta er fyrsta beina og vísvitandi árás Bandaríkjanna gegn Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, og er gerð í kjölfar ásakana um að stjórnarher hans hafi beitt efnavopnum gegn almennum borgurum á þriðjudaginn. Bandaríkin gerðu fyrst árásir í Sýrlandi árið 2014 en þær hafa allar beinst gegn Íslamska ríkinu. Um er að ræða mikinn viðsnúning fyrir ríkisstjórn Donald Trump. Þegar átökin hófust í Sýrlandi lýsti Trump því yfir að hann væri verulega mótfallinn því að Bandaríkin skiptu sér af málum í Sýrlandi. Rússland og Íran hafa staðið við bakið á Assad. Eldflaugunum var skotið frá tveimur tundurspillum í Miðjarðarhafi og var skotmarkið herflugvöllur sem kallast Shayrat og er í Homs héraði. Samkvæmt Washington Post er talið að flugvélunum sem notaðar voru til efnavopnaárásarinnar hafi verið flogið þaðan. Ríkissjónvarp Sýrlands segir árásin hafi valdið mannfalli. Trump ræddi við blaðamenn þar sem hann er staddur í Flórída ásamt Xi-Jinping, forseta Kína. Hann sagði að margra ára tilraunir til að reyna að fá Assad til að breyta hegðun sinni hefðu misheppnast og það illa. Hann segist kalla eftir því að „allar siðmenntaðar þjóðir“ stöðvi „slátrunina“ í Sýrlandi. Fyrr í kvöld höfðu Rússar varað við „neikvæðum afleiðingum“ ef Bandaríkin gerðu árás á Sýrland. Vladimir Safronkov, aðstoðarsendiherra Rússlands hjá Sameinuðu þjóðunum, sagði að ábyrgðin yrði að vera á herðum þeirra sem fyrirskipuðu árásir. Hernaðaryfirvöld Bandaríkjanna segja að Rússar hafi verið látnir vita af árásinni skömmu áður en hún var gerð. Talsmenn Pentagon segja einnig að ekki hafi verið miðað á það svæði herstöðvarinnar þar sem rússneskir hermenn eru taldir hafa verið. Lesa má yfirlýsingu Trump hér að neðan. The president's statement from Florida tonight. Official WH text. @realDonaldTrump pic.twitter.com/OXiZ3MXqez— Kelly O'Donnell (@KellyO) April 7, 2017 .@JeffFlake @wolfblitzer @kshaheen @MSNBC The U.S. DOD has released flight path data showing tracking of #Assad regime aircraft that conducted the CW attack in #KhanSheikhoun: pic.twitter.com/odvQy8pHAi— Charles Lister (@Charles_Lister) April 7, 2017 .@SteveKopack @JasonLeopold @CBSNews @WestWingReport VIDEO: More from US Tomahawk launch targeting Syria - @mutludc @DeptofDefense pic.twitter.com/BHFoBfVuVg— Conflict News (@Conflicts) April 7, 2017
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mið-Austurlönd Sýrland Tengdar fréttir Bretar og Frakkar ítreka að Assad verði að víkja Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna mun í dag funda um efnavopnaárás í Sýrlandi í gær. 5. apríl 2017 12:00 Tugir létust í efnavopnaárás í Sýrlandi Talið er að að minnsta kosti 67 manns, þar af fjöldi barna, hafi látist í efnavopnaárás á bæinn Khan Sheikhun Idlib-héraði í Norður-Sýrlandi í dag. Þá er talið að yfir 200 manns hafi særst í árásinni. 4. apríl 2017 15:40 Segja að fleiri efnavopnaárásir hafi verið gerðar í Sýrlandi Meint árás á að hafa átt sér stað tveimur dögum eftir efnavopnaárásina í Idlib þar sem sjötíu manns hið minnsta létu lífið. 6. apríl 2017 11:09 Á sjötta tug fórust í efnavopnaárásinni Talið er að saríngasi hafi verið varpað á íbúa sýrlenska bæjarins Khan Sheikhoun. Sýrlenski herinn neitar því að hafa beitt efnavopnum. Stjórnarandstaðan fer fram á tafarlausa rannsókn öryggisráðs SÞ. 5. apríl 2017 07:00 „Okkur ber að hjálpa þeim sem lifðu af“ Utanríkisráðherra ítrekaði í dag stuðning Íslands við fórnarlömb stríðsátakanna í Sýrlandi. 5. apríl 2017 18:43 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Sökk í mýri við Stokkseyri Innlent „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Innlent Fleiri fréttir Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Sjá meira
Bretar og Frakkar ítreka að Assad verði að víkja Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna mun í dag funda um efnavopnaárás í Sýrlandi í gær. 5. apríl 2017 12:00
Tugir létust í efnavopnaárás í Sýrlandi Talið er að að minnsta kosti 67 manns, þar af fjöldi barna, hafi látist í efnavopnaárás á bæinn Khan Sheikhun Idlib-héraði í Norður-Sýrlandi í dag. Þá er talið að yfir 200 manns hafi særst í árásinni. 4. apríl 2017 15:40
Segja að fleiri efnavopnaárásir hafi verið gerðar í Sýrlandi Meint árás á að hafa átt sér stað tveimur dögum eftir efnavopnaárásina í Idlib þar sem sjötíu manns hið minnsta létu lífið. 6. apríl 2017 11:09
Á sjötta tug fórust í efnavopnaárásinni Talið er að saríngasi hafi verið varpað á íbúa sýrlenska bæjarins Khan Sheikhoun. Sýrlenski herinn neitar því að hafa beitt efnavopnum. Stjórnarandstaðan fer fram á tafarlausa rannsókn öryggisráðs SÞ. 5. apríl 2017 07:00
„Okkur ber að hjálpa þeim sem lifðu af“ Utanríkisráðherra ítrekaði í dag stuðning Íslands við fórnarlömb stríðsátakanna í Sýrlandi. 5. apríl 2017 18:43