Bandamenn Bashar al-Assad sýrlandsforseta sögðu í dag að árás Bandaríkjahers á herflugvöll sýrlenska stjórnarhersins á föstudag hafi farið yfir „rauðar línur“ og að þeir muni bregðast við öllum árásum á Sýrland af fullum krafti.
Yfirlýsingin kemur frá sameiginlegri stjórnstöð Rússa, Írana og annarra bandamanna sýrlensku ríkisstjórnarinnar.
„Með árásinni á Sýrland fóru Bandaríkin yfir allar rauðar línur. Héðan í frá munum við bregðast við öllum árásum og öllum yfirgangi þvert á rauðar línur og Bandaríkin vita vel hver viðbragðsgeta okkar er,“ segir í yfirlýsingunni.
Bandaríkjastjórn upplýsti meðal annars stjórnvöld í Rússlandi, Bretlandi, Frakklandi og Kína um árásina á föstudag fyrirfram. Að mestu leyti tókst að rýma herstöðina fyrir árásina. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, var einnig kunnugt um árásina fyrirfram.
Bandamenn Assad hóta hefndum

Tengdar fréttir

Rússar senda freigátu að Sýrlandsströndum
Fyrir eru sex herskip rússneska flotans.

Árásin reynir á samband Bandaríkjanna við Rússa
Bandaríkjaher réðst á sýrlenskan herflugvöll. Sex hermenn féllu. Gengið er út frá því að ráðist hafi verið á bæinn Khan Sheikhoun frá flugvellinum og efnavopnum beitt. Rússar bregðast illa við árásinni.

Segir enga pólitíska lausn í boði í Sýrlandi með Assad við völd
Sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, Nikki Haley, telur að Assad verði að fara frá völdum.

Þetta vitum við um árás Bandaríkjanna á Sýrland
Að minnsta kosti sex eru látnir eftir eldflaugaárás Bandaríkjahers á herflugvöll sýlenska stjórnarhersins í Homs í nótt.

Tillerson segir afstöðu Rússa vera mikil vonbrigði
Utanríkisráðherra Bandaríkjanna gagnrýnir Rússa fyrir viðbrögð þeirra í kjölfar árásar Bandaríkjahers á herflugvöll í Sýrlandi.