Erlent

Rússar senda freigátu að Sýrlandsströndum

Nína Hjördís Þorkelsdóttir skrifar
Rússneskt herskip á siglingu við Sýrlandsstrendur.
Rússneskt herskip á siglingu við Sýrlandsstrendur. vísir/getty
Rússar hafa sent vopnað herskip til liðs við rússneskan flota sem hefst við undan ströndum Sýrlands. Aðgerðirnar koma til vegna loftárása Bandaríkjamanna á sýrlenska flugvöllinn Shayrat aðfaranótt föstudags. The Guardian segir frá.  

Um borð í freigátu Rússa eru Kalibr-stýriflaugar en nú þegar eru að minnsta kosti sex rússnesk herskip við Sýrlandsstrendur.

Rússar hafa lýst vonbrigðum sínum með árásir Bandaríkjamanna og sögðust meðal annars telja að árásirnar brytu gegn alþjóðalögum.

Utanríkisráðuneyti Rússa hefur auk þess afturkallað sáttmála sem átti að skylda Bandaríkin og Rússland til þess að tilkynna hverju öðru um hernaðaraðgerðir. Tilgangurinn með sáttmálanum var að koma í veg fyrir flugárekstra.

„Hættan á árekstri milli Bandaríkjanna og Rússlands í Sýrlandi er ekki ánægjuleg tilhugsun. Slíkt gæti haft í för með sér slæmar afleiðingar,“ sagði Fyodor Lukyanov, sérfræðingur í greiningu alþjóðamála í Moskvu í samtali við The Guardian.


Tengdar fréttir

Tugir létust í efnavopnaárás í Sýrlandi

Talið er að að minnsta kosti 67 manns, þar af fjöldi barna, hafi látist í efnavopnaárás á bæinn Khan Sheikhun Idlib-héraði í Norður-Sýrlandi í dag. Þá er talið að yfir 200 manns hafi særst í árásinni.

Árásin reynir á samband Bandaríkjanna við Rússa

Bandaríkjaher réðst á sýrlenskan herflugvöll. Sex hermenn féllu. Gengið er út frá því að ráðist hafi verið á bæinn Khan Sheikhoun frá flugvellinum og efnavopnum beitt. Rússar bregðast illa við árásinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×