Segja Manchester United tilbúið að borga ofurlaun og metfé fyrir Neymar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. mars 2017 08:30 Neymar og Lionel Messi. Vísir/Getty Spænska blaðið Sport slær því upp í morgun að Brasilíumaðurinn Neymar sé að öllum líkindum að fara klæðast búningi Manchester United í ensku úrvalsdeildinni á næsta tímabili.Samkvæmt frétt Sport hafa fulltrúar Manchester United og umboðsmaður Neymar rætt saman og þar kom fram að United er tilbúið að borga kappanum 416 þúsund pund í vikulaun. Þetta gera 57,5 milljónir og það sem meira er að þetta er eftir skatt. 57,5 milljónir eru 8,2 milljónir á dag sjö daga vikunnar. Það fylgir líka sögunni að Manchester United er síðan tilbúið að borga þær 173 milljónir punda sem kostar að kaupa upp samning Neymar við Barcelona. Það myndi að sjálfsögðu gera hann að dýrasta knattspyrnumanni sögunnar og rúmlega það. Það er ljóst á þessu að Neymar mun hagnast mikið fjárhagslega á því að fara til Manchester United og þar þarf hann heldur ekki að vera lengur í skugganum á Lionel Messi. Við það bætist að Manchester United er þekktasta og ríkasta fótboltafélag heims sem ætti að gefa honum meiri möguleika á því að stækka nafn sitt og vörumerki á alþjóðavísu. Ensku blöðin taka líka upp þessa frétt og stuðningsmenn United spennast örugglega allir upp við það að sjá möguleikanna á því að einn besti sóknarmaður heims sé á leiðinni á Old Trafford. Neymar da Silva Santos Júnior er 25 ára gamall síðan í febrúar og hefur spilað hjá Barcelona frá árinu 2013. Hann lék áður með Santos í Brasilíu. Neymar hefur skorað mun minna á þessu tímabili (14 mörk í 35 leikjum) en tvö tímabil á undan (31 mark og 39 mörk) en hefur verið þeim mun meira í því að leggja upp mörk fyrir félaga sína. Neymar hefur skorað 51 mark í 76 landsleikjum fyrir Brasilíu og er þegar kominn upp í fjórða sætið yfir markahæstu landsliðsmenn Brassa frá upphafi. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Sjá meira
Spænska blaðið Sport slær því upp í morgun að Brasilíumaðurinn Neymar sé að öllum líkindum að fara klæðast búningi Manchester United í ensku úrvalsdeildinni á næsta tímabili.Samkvæmt frétt Sport hafa fulltrúar Manchester United og umboðsmaður Neymar rætt saman og þar kom fram að United er tilbúið að borga kappanum 416 þúsund pund í vikulaun. Þetta gera 57,5 milljónir og það sem meira er að þetta er eftir skatt. 57,5 milljónir eru 8,2 milljónir á dag sjö daga vikunnar. Það fylgir líka sögunni að Manchester United er síðan tilbúið að borga þær 173 milljónir punda sem kostar að kaupa upp samning Neymar við Barcelona. Það myndi að sjálfsögðu gera hann að dýrasta knattspyrnumanni sögunnar og rúmlega það. Það er ljóst á þessu að Neymar mun hagnast mikið fjárhagslega á því að fara til Manchester United og þar þarf hann heldur ekki að vera lengur í skugganum á Lionel Messi. Við það bætist að Manchester United er þekktasta og ríkasta fótboltafélag heims sem ætti að gefa honum meiri möguleika á því að stækka nafn sitt og vörumerki á alþjóðavísu. Ensku blöðin taka líka upp þessa frétt og stuðningsmenn United spennast örugglega allir upp við það að sjá möguleikanna á því að einn besti sóknarmaður heims sé á leiðinni á Old Trafford. Neymar da Silva Santos Júnior er 25 ára gamall síðan í febrúar og hefur spilað hjá Barcelona frá árinu 2013. Hann lék áður með Santos í Brasilíu. Neymar hefur skorað mun minna á þessu tímabili (14 mörk í 35 leikjum) en tvö tímabil á undan (31 mark og 39 mörk) en hefur verið þeim mun meira í því að leggja upp mörk fyrir félaga sína. Neymar hefur skorað 51 mark í 76 landsleikjum fyrir Brasilíu og er þegar kominn upp í fjórða sætið yfir markahæstu landsliðsmenn Brassa frá upphafi.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Sjá meira