Íslenski boltinn

Blikar rúlluðu yfir Þróttara

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Höskuldur var á skotskónum gegn Þrótturum.
Höskuldur var á skotskónum gegn Þrótturum. vísir/vilhelm
Breiðablik átti ekki í miklum vandræðum með að leggja Þrótt R. að velli þegar liðin mættust í riðli 4 í Lengjubikarnum í kvöld. Lokatölur 0-4, Blikum í vil.

Martin Lund Pedersen (2), Willum Þór Willumsson og Höskuldur Gunnlaugsson skoruðu mörk Breiðabliks sem situr á toppi riðilsins.

Blikar eru með fimm stig en Þróttur er með þrjú stig í 4. sæti riðilsins.

Keflvíkingar tylltu sér á topp riðils 1 með 0-2 sigri á Víkingum.

Keflavík kláraði slaka Víkinga með tveimur mörkum í fyrri hálfleik.

Anton Freyr Hauksson kom Keflvíkingum yfir strax á 5. mínútu og hálftíma síðar jók Jeppe Hansen muninn í 0-2 eftir frábæran sprett og þar við sat.

Keflavík er með sjö stig á toppi riðilsins en Víkingur er í 4. sæti með þrjú stig.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×