Erlent

Líkamsleifar um 500 manns fundust í fjöldagröfum í nágrenni Mósúl

Anton Egilsson skrifar
Jarðneskar leifar um 500 manns eru í fjöldagröfunum sem fundust.
Jarðneskar leifar um 500 manns eru í fjöldagröfunum sem fundust. Vísir/AFP
Fjöldagrafir með jarðneskum leifum um 500 manns fundust skammt frá borginni Mósúl í Írak. Hinir látnu voru fangar sem myrtir voru af hendi meðlima samtakanna ISIS. BBC greinir frá.

Liðsmenn írakskrar hersveitar fundu grafirnar skammt frá Badoush fangelsinu í nágrenni Mósúl.  Írakskar hersveitir náðu yfirráðum yfir fangelsinu af ISIS á miðvikudag.

Sjá einnig: Allt að 15 þúsund lík liggja í ómerktum fjöldagröfum

Meðlimir ISIS tóku yfir Badoush fangelsið í júní árið 2014 en talið er að þeir hafi allt í allt myrt um 600 fanga. Stærstur hluti þeirra er úr hópi síja múslima.  




Fleiri fréttir

Sjá meira


×