Paul Pogba, dýrasti fótboltamaður allra tíma, missir af leik Manchester United og Middlesbrough á sunnudaginn.
Pogba meiddist aftan í læri í upphafi seinni hálfleiks í leik United og Rostov í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í gær og þurfti að fara af velli.
Pogba verður ekki með United gegn stjóralausu liði Boro í hádeginu á sunnudaginn. Hann missir væntanlega einnig af tveimur landsleikjum Frakklands síðar í mánuðinum.
United vann leikinn á Old Trafford í gær 1-0 og einvígið 2-1 samanlagt.
Dregið verður í 8-liða úrslit Evrópudeildarinnar í dag.
Pogba ekki með gegn Boro

Tengdar fréttir

Mourinho: Ekki Paul að kenna að hann var keyptur á metfé
Jose Mourinho er óánægður með þá gagnrýni sem Paul Pogba hefur fengið á sig.

Juan Mata tryggði Manchester United sigur og sæti í átta liða úrslitunum
Manchester United er komið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar eftir 1-0 sigur á rússneska liðinu Rostov í seinni leik liðanna á Old Trafford í kvöld.

Manchester United liðið fast í hundrað daga á sama stað
Stuðningsmenn Manchester United eru búnir að bíða lengi eftir því að liðið þeirra nái að hækka sig í töflu ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta.