Vara við hatursorðræðu Guðsteinn Bjarnason skrifar 23. febrúar 2017 07:00 Flóttafólk á landamærum Serbíu og Makedóníu snemma á síðasta ári. vísir/epa Mannréttindasamtökin Amnesty International vara við því sem þau kalla eitraðan áróður og hatursorðræðu í stjórnmálum víða um heim. Stjórnmálamenn á borð við Donald Trump í Bandaríkjunum, Viktor Orban í Ungverjalandi, Narendra Modi á Indlandi, Recep Tayyip Erdogan í Tyrklandi og Rodrigo Duterte á Filippseyjum máli skrattann á vegginn til að ofsækja heilu hópana af fólki. Þetta sé gert í nafni andófs gegn stofnanabákni en þjóni samt einkum þeim tilgangi að veiða atkvæði heimafyrir. Afleiðingarnar geti orðið skelfilegar. „Óttastjórnmál eru orðin hættulegt afl í alþjóðastjórnmálum. Hvort sem í hlut eiga Trump, Orban, Erdogan eða Duterte ryðja æ fleiri stjórnmálamenn sér til rúms í nafni baráttu gegn kerfinu með eitraða stefnuskrá að vopni þar sem stórir hópar fólks eru gerðir að blórabögglum og mennska þeirra vanvirt,“ segir í skýrslunni.Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur magnað upp óttastjórnmál þar sem „okkur“ er stillt upp gegn „hinum“.Nordicphotos/AFP„Ýmsir stjórnmálamenn samtímans halda þeirri hættulegu hugmynd blygðunarlaust fram að sumt fólk sé minni mannverur en annað. Ef sú hugmynd nær brautargengi er hætta á að leyst verði úr læðingi ýmis myrkustu öfl manneðlisins.“ Í nýrri ársskýrslu samtakanna er ítarlegt yfirlit yfir mannréttindaástandið í heiminum. Gerð er grein fyrir stöðunni í 159 löndum og er það ófögur lesning. Milljónir manna bjuggu við skelfilega eymd og stanslausan ótta. Bæði stjórnvöld og vopnaðir hópar hafi brotið gegn fólki með margvíslegum hætti. Fyrirlitningin á mannréttinda- og mannúðarhugsjónum hafi verið blygðunarlaus, eins og dæmin sanna: Vísvitandi sprengjuárásir á sjúkrahús hafi orðið daglegur viðburður í Sýrlandi og Jemen; flóttafólk var ítrekað hrakið til baka inn á átakasvæði; nánast algert aðgerðarleysi umheimsins í Aleppo hafi sterklega minnt á voðaverkin í Rúanda og Srebrenica árin 1994 og 1995; auk þess sem stjórnvöld í nánast öllum heimshornum hafi gripið til harkalegra aðgerða til að þagga niður í andófi og gagnrýni: Þar eru nefnd til sögunnar lönd á borð við Barein, Egyptaland, Eþíópíu, Filippseyjar og Tyrkland. Víða snerust stjórnvöld gegn flóttafólki af mikilli hörku. Alls brutu stjórnvöld í 36 löndum gegn alþjóðalögum með því að senda flóttafólk aftur til landa þar sem hætta er á að brotið sé gegn þeim. Þá hefur Donald Trump Bandaríkjaforseti sýnt að honum var alvara með hótanir sínar í aðdraganda kosninga þegar hann skrifaði undir forsetatilskipun um að meina flóttafólki frá ýmsum stríðshrjáðum ríkjum að leita hælis í Bandaríkjunum. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sjá meira
Mannréttindasamtökin Amnesty International vara við því sem þau kalla eitraðan áróður og hatursorðræðu í stjórnmálum víða um heim. Stjórnmálamenn á borð við Donald Trump í Bandaríkjunum, Viktor Orban í Ungverjalandi, Narendra Modi á Indlandi, Recep Tayyip Erdogan í Tyrklandi og Rodrigo Duterte á Filippseyjum máli skrattann á vegginn til að ofsækja heilu hópana af fólki. Þetta sé gert í nafni andófs gegn stofnanabákni en þjóni samt einkum þeim tilgangi að veiða atkvæði heimafyrir. Afleiðingarnar geti orðið skelfilegar. „Óttastjórnmál eru orðin hættulegt afl í alþjóðastjórnmálum. Hvort sem í hlut eiga Trump, Orban, Erdogan eða Duterte ryðja æ fleiri stjórnmálamenn sér til rúms í nafni baráttu gegn kerfinu með eitraða stefnuskrá að vopni þar sem stórir hópar fólks eru gerðir að blórabögglum og mennska þeirra vanvirt,“ segir í skýrslunni.Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur magnað upp óttastjórnmál þar sem „okkur“ er stillt upp gegn „hinum“.Nordicphotos/AFP„Ýmsir stjórnmálamenn samtímans halda þeirri hættulegu hugmynd blygðunarlaust fram að sumt fólk sé minni mannverur en annað. Ef sú hugmynd nær brautargengi er hætta á að leyst verði úr læðingi ýmis myrkustu öfl manneðlisins.“ Í nýrri ársskýrslu samtakanna er ítarlegt yfirlit yfir mannréttindaástandið í heiminum. Gerð er grein fyrir stöðunni í 159 löndum og er það ófögur lesning. Milljónir manna bjuggu við skelfilega eymd og stanslausan ótta. Bæði stjórnvöld og vopnaðir hópar hafi brotið gegn fólki með margvíslegum hætti. Fyrirlitningin á mannréttinda- og mannúðarhugsjónum hafi verið blygðunarlaus, eins og dæmin sanna: Vísvitandi sprengjuárásir á sjúkrahús hafi orðið daglegur viðburður í Sýrlandi og Jemen; flóttafólk var ítrekað hrakið til baka inn á átakasvæði; nánast algert aðgerðarleysi umheimsins í Aleppo hafi sterklega minnt á voðaverkin í Rúanda og Srebrenica árin 1994 og 1995; auk þess sem stjórnvöld í nánast öllum heimshornum hafi gripið til harkalegra aðgerða til að þagga niður í andófi og gagnrýni: Þar eru nefnd til sögunnar lönd á borð við Barein, Egyptaland, Eþíópíu, Filippseyjar og Tyrkland. Víða snerust stjórnvöld gegn flóttafólki af mikilli hörku. Alls brutu stjórnvöld í 36 löndum gegn alþjóðalögum með því að senda flóttafólk aftur til landa þar sem hætta er á að brotið sé gegn þeim. Þá hefur Donald Trump Bandaríkjaforseti sýnt að honum var alvara með hótanir sínar í aðdraganda kosninga þegar hann skrifaði undir forsetatilskipun um að meina flóttafólki frá ýmsum stríðshrjáðum ríkjum að leita hælis í Bandaríkjunum. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sjá meira