Íslenski boltinn

Jafnt hjá Breiðablik og Grindavík

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Lærisveinar Arnars gerðu jafntefli gegn Grindavík.
Lærisveinar Arnars gerðu jafntefli gegn Grindavík. vísir/anton

Breiðablik tók á móti Grindavík í fyrsta leik dagsins í A-deild Lengjubikarsins í Fífunni í dag en leiknum lauk með 1-1 jafntefli eftir að gestirnir úr Grindavík komust yfir snemma leiks.

William Daniels kom Grindavík yfir með marki eftir skyndisókn Grindvíkinga en þeir voru fljótir að sækja upp völlinn eftir sókn Blika og kláraði William færið vel framhjá Gunnleifi Gunnleifssyni í marki Blika.

Grindavík leiddi 1-0 í hálfleik en Blikar voru fljótir að svara í seinni hálfleik en þar var að verki bakvörðurinn Davíð Kristján Ólafsson eftir hornspyrnu Olivers Sigurjónssonar.

Blikar voru meira með boltann en áttu í erfiðleikum með að finna glufur á öflugri varnarlínu Grindvíkinga sem komust nokkrum sinnum í álitlegar stöður eftir skyndisókn en náðu ekki að bæta við.

Alls fara fram þrír leikir í Lengjubikarnum í dag en Stöð 2 Sport 3 sýnir beint frá leik Víkings og FH klukkan 15:15.  

Upplýsingar um markaskorara koma frá Fotbolti.netAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.