Trump mun ekki mæta á kvöldverð með blaðamönnum: Í fyrsta sinn í 36 ár sem forseti mætir ekki Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 26. febrúar 2017 16:39 Donald Trump Bandaríkjaforseti. Nordicphotos/AFP Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur tilkynnt á Twitter síðu sinni, að hann muni ekki mæta á árlegan kvöldverð blaðamanna innan Hvíta hússins. Um er að ræða gamalgróna hefð þar sem samtök blaðamanna innan Hvíta hússins bjóða forsetanum til kvöldverðar og hefur jafnframt myndast hefð fyrir því að gert sé góðlátlegt grín að forsetanum á kvöldverðinum. Þá hefur fjöldi þekktra einstaklinga einnig látið sjá sig á þessum viðburði. „Ég mun ekki mæta á kvöldverð með Samtökum blaðamanna Hvíta hússins á þessu ári. Óska öllum alls hins besta og eigið frábært kvöld!“ Tilkynningin frá forsetanum kemur á tímum þar sem samskipti forsetans við fjölmiðla hafa náð nýjum lægðum en hann hefur sagt að fjölmiðlar séu óvinir bandarísku alþýðunnar. Þá var völdum fjölmiðlum, líkt og New York Times, CNN og Guardian ekki boðið á blaðamannafund Hvíta hússins á föstudaginn var. Er þetta í fyrsta sinn í 36 ár sem að forseti lætur ekki sjá sig á þessum viðburði en seinast gerðist það árið 1981, þegar þáverandi forseti, Ronald Reagan, mætti ekki, en þá hafði hann nýlega lent í skotárás og var enn að jafna sig. Í tilkynningu frá Samtökum blaðamanna Hvíta hússins kemur fram að eftir því sé tekið að forsetinn muni ekki mæta. Þó verði viðburðurinn haldinn með sama hætti og síðustu ár og þætti fjölmiðla í heilbrigðu lýðræðisríki fagnað. Barack Obama, fyrrverandi forseti, mætti á hvern einasta kvöldverð þegar hann var í embætti. Sló hann jafnan á létta strengi og hér að neðan má sjá ræðu hans frá kvöldverðinum árið 2011, þar sem hann gerði stólpagrín að núverandi forseta. Þá má einnig sjá ræðu grínistans Stephen Colbert frá árinu 2006, þar sem hann grillaði George Bush, þáverandi forseta.I will not be attending the White House Correspondents' Association Dinner this year. Please wish everyone well and have a great evening!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) February 25, 2017 Donald Trump Mest lesið Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Fleiri fréttir Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur tilkynnt á Twitter síðu sinni, að hann muni ekki mæta á árlegan kvöldverð blaðamanna innan Hvíta hússins. Um er að ræða gamalgróna hefð þar sem samtök blaðamanna innan Hvíta hússins bjóða forsetanum til kvöldverðar og hefur jafnframt myndast hefð fyrir því að gert sé góðlátlegt grín að forsetanum á kvöldverðinum. Þá hefur fjöldi þekktra einstaklinga einnig látið sjá sig á þessum viðburði. „Ég mun ekki mæta á kvöldverð með Samtökum blaðamanna Hvíta hússins á þessu ári. Óska öllum alls hins besta og eigið frábært kvöld!“ Tilkynningin frá forsetanum kemur á tímum þar sem samskipti forsetans við fjölmiðla hafa náð nýjum lægðum en hann hefur sagt að fjölmiðlar séu óvinir bandarísku alþýðunnar. Þá var völdum fjölmiðlum, líkt og New York Times, CNN og Guardian ekki boðið á blaðamannafund Hvíta hússins á föstudaginn var. Er þetta í fyrsta sinn í 36 ár sem að forseti lætur ekki sjá sig á þessum viðburði en seinast gerðist það árið 1981, þegar þáverandi forseti, Ronald Reagan, mætti ekki, en þá hafði hann nýlega lent í skotárás og var enn að jafna sig. Í tilkynningu frá Samtökum blaðamanna Hvíta hússins kemur fram að eftir því sé tekið að forsetinn muni ekki mæta. Þó verði viðburðurinn haldinn með sama hætti og síðustu ár og þætti fjölmiðla í heilbrigðu lýðræðisríki fagnað. Barack Obama, fyrrverandi forseti, mætti á hvern einasta kvöldverð þegar hann var í embætti. Sló hann jafnan á létta strengi og hér að neðan má sjá ræðu hans frá kvöldverðinum árið 2011, þar sem hann gerði stólpagrín að núverandi forseta. Þá má einnig sjá ræðu grínistans Stephen Colbert frá árinu 2006, þar sem hann grillaði George Bush, þáverandi forseta.I will not be attending the White House Correspondents' Association Dinner this year. Please wish everyone well and have a great evening!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) February 25, 2017
Donald Trump Mest lesið Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Fleiri fréttir Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Sjá meira