Segja tilraunaskot nýrrar eldflaugar hafa heppnast vel Samúel Karl Ólason skrifar 13. febrúar 2017 12:09 Frá eldflaugaskotinu í gær. Vísir/AFP Stjórnvöld Norður-Kóreu segja tilraunaskot nýrrar tegundar eldflauga hafa heppnast vel um helgina. Þeir segjast hafa náð miklum árangri í tilraunum sínum, sem brjóta gegn samþykktum Sameinuðu þjóðanna. Bandaríkin, Suður-Kórea og Japan hafa kallað eftir fundir hjá öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í dag. Þetta er fyrsta tilraunaskot Norður-Kóreu síðan Donald Trump varð forseti Bandaríkjanna, en hann hefur sagst ætla að taka harðari afstöðu gagnvart Norður-Kóreu en forveri sinn. Undanfarin ár hafa Norður-Kóreumenn unnið hörðum höndum að því að koma sér upp kjarnorkuvopnum og eldflaugum sem geta borið slík vopn. Yfirvöld í Japan segja mögulegt að ræða frekari viðskiptaþvinganir gegn Norður-Kóreu og kalla eftir því að Kína taki „uppbyggilega“ stöðu gagnvart nágrönnum sínum í suðri. Kína er helsta bandalagsríki Norður-Kóreu en vopnaáætlun ríkisins hefur rekið fleyg á milli ríkjanna. Þá hafna Kínverjar öllum ásökunum um að þeir gætu verið að gera meira til að draga úr eða koma í vegn fyrir vopnaáætlunina. Talsmaður utanríkisráðuneytis Kína sagði í dag að rótin að aðgerðum Norður-Kóreu væri stirt samband ríkisins við Bandaríkin og Suður-Kóreu. Þá sagði hann Kínverja hafa stutt við aðgerðir gegn Norður-Kóreu og að þeir séu sífellt að reyna að miðla til friðar á Kóreuskaganum.Samkvæmt AP fréttaveitunni hafa Kínverjar áhyggjur af því að Bandaríkin og Suður-Kórea muni flýta byggingu háþróaðs eldflaugavarnakerfis í Suður-Kóreu, sem ætlað verður að koma í veg fyrir eldflaugaárásir úr norðri. Með kerfinu væri mögulegt að fylgjast með hernaðaraðgerðum Kína og umsvifum.Ný eldflaugKCNA, opinber fréttaveita Norður-Kóreu, segir hina nýju eldflaug brenna eldsneyti í föstu formi, sem veldur því að hún getur flogið lengra og hægt er að skjóta henni á loft með minni fyrirvara en eldflaugum sem notast við hefðbundið eldsneyti í fljótandi formi. Þá er hún sögð geta borið kjarnorkuvopn. Eldflaugin sem skotið var á loft á laugardaginn hefur fengið heitið Pukguksong-2. Sérfræðingar sem BBC ræddi við segja ólíklegt að Norður-Kórea geti komið kjarnorkuvopnum fyrir í eldflaugum. Yfirvöld í Pyongyang hafa haldið því fram að þeir hafi þróað svokölluð „re-entry“ kjarnorkuvopn, sem skotið er á braut um jörðu og koma aftur til jarðarinnar til að lenda á skotmörkum sínum. Við slíkar kringumstæður þurfa kjarnorkuvopn að þola gífurlegan hita og hristing og jafnframt hitta skotmark sitt. Áðurnefndir sérfræðingar segja þó að þrátt fyrir að mjög ólíklegt sé að Norður-Kóreu hafi tekist það, sé trúanlegt að þeir hafi burði til þess að þróa slík vopn í framtíðinni. Í síðasta mánuði sagði Kim Jong-un að her sinn væri langt kominn í því að þróa eldflaug sem gæti borið kjarnorkuvopn til Bandaríkjanna. Donald Trump Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent „Það er svo mikil skömm í kringum þetta“ Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Erlent Fleiri fréttir Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Sjá meira
Stjórnvöld Norður-Kóreu segja tilraunaskot nýrrar tegundar eldflauga hafa heppnast vel um helgina. Þeir segjast hafa náð miklum árangri í tilraunum sínum, sem brjóta gegn samþykktum Sameinuðu þjóðanna. Bandaríkin, Suður-Kórea og Japan hafa kallað eftir fundir hjá öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í dag. Þetta er fyrsta tilraunaskot Norður-Kóreu síðan Donald Trump varð forseti Bandaríkjanna, en hann hefur sagst ætla að taka harðari afstöðu gagnvart Norður-Kóreu en forveri sinn. Undanfarin ár hafa Norður-Kóreumenn unnið hörðum höndum að því að koma sér upp kjarnorkuvopnum og eldflaugum sem geta borið slík vopn. Yfirvöld í Japan segja mögulegt að ræða frekari viðskiptaþvinganir gegn Norður-Kóreu og kalla eftir því að Kína taki „uppbyggilega“ stöðu gagnvart nágrönnum sínum í suðri. Kína er helsta bandalagsríki Norður-Kóreu en vopnaáætlun ríkisins hefur rekið fleyg á milli ríkjanna. Þá hafna Kínverjar öllum ásökunum um að þeir gætu verið að gera meira til að draga úr eða koma í vegn fyrir vopnaáætlunina. Talsmaður utanríkisráðuneytis Kína sagði í dag að rótin að aðgerðum Norður-Kóreu væri stirt samband ríkisins við Bandaríkin og Suður-Kóreu. Þá sagði hann Kínverja hafa stutt við aðgerðir gegn Norður-Kóreu og að þeir séu sífellt að reyna að miðla til friðar á Kóreuskaganum.Samkvæmt AP fréttaveitunni hafa Kínverjar áhyggjur af því að Bandaríkin og Suður-Kórea muni flýta byggingu háþróaðs eldflaugavarnakerfis í Suður-Kóreu, sem ætlað verður að koma í veg fyrir eldflaugaárásir úr norðri. Með kerfinu væri mögulegt að fylgjast með hernaðaraðgerðum Kína og umsvifum.Ný eldflaugKCNA, opinber fréttaveita Norður-Kóreu, segir hina nýju eldflaug brenna eldsneyti í föstu formi, sem veldur því að hún getur flogið lengra og hægt er að skjóta henni á loft með minni fyrirvara en eldflaugum sem notast við hefðbundið eldsneyti í fljótandi formi. Þá er hún sögð geta borið kjarnorkuvopn. Eldflaugin sem skotið var á loft á laugardaginn hefur fengið heitið Pukguksong-2. Sérfræðingar sem BBC ræddi við segja ólíklegt að Norður-Kórea geti komið kjarnorkuvopnum fyrir í eldflaugum. Yfirvöld í Pyongyang hafa haldið því fram að þeir hafi þróað svokölluð „re-entry“ kjarnorkuvopn, sem skotið er á braut um jörðu og koma aftur til jarðarinnar til að lenda á skotmörkum sínum. Við slíkar kringumstæður þurfa kjarnorkuvopn að þola gífurlegan hita og hristing og jafnframt hitta skotmark sitt. Áðurnefndir sérfræðingar segja þó að þrátt fyrir að mjög ólíklegt sé að Norður-Kóreu hafi tekist það, sé trúanlegt að þeir hafi burði til þess að þróa slík vopn í framtíðinni. Í síðasta mánuði sagði Kim Jong-un að her sinn væri langt kominn í því að þróa eldflaug sem gæti borið kjarnorkuvopn til Bandaríkjanna.
Donald Trump Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent „Það er svo mikil skömm í kringum þetta“ Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Erlent Fleiri fréttir Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Sjá meira