Víðtæk rannsókn hafin á máli Fillons Þórgnýr einar Albertsson skrifar 3. febrúar 2017 07:00 François Fillon er sakaður um spillingu. Nordicphotos/AFP „Ég hef aðeins eitt að segja. Ég mun ekki svara spurningum ykkar. Ég kom hingað til að tala um þau vandamál sem steðja að frönsku þjóðinni,“ sagði François Fillon, forsetaframbjóðandi Repúblikana í Frakklandi, við blaðamenn á leið sinni inn á kosningafund í gær. Blaðamenn vildu spyrja Fillon um mál sem snýst um að kona hans, Penelope Fillon, hafi þegið laun fyrir að hafa verið aðstoðarmaður hans á meðan Fillon sat á þingi. Fjölmiðlar í Frakklandi hafa fjallað um málið og sagt að Penelope Fillon hafi í raun aldrei sinnt starfinu, einungis þegið laun. Frambjóðandinn sjálfur neitar sök. Saksóknarar og lögregla rannsaka nú málið og greindu fjölmiðlar frá því í gær að nú væru börn þeirra hjóna, Marie og Charles, einnig til rannsóknar. Eru þau sögð hafa þegið laun fyrir að hafa verið lögfræðingar föður síns. Hvorugt þeirra hafði hins vegar réttindi til slíkra starfa á þeim tíma. Vikublaðið Le Canard Enchaîné greindi frá því að Marie og Charles hefðu þegið laun líkt og um fullt starf væri að ræða. Áður hafði sama blað fjallað um að Penelope hefði þegið andvirði tugi milljóna króna í laun án þess að vinna. Hjónin segja hins vegar að hún hafi formlega verið ráðin aðstoðarmaður. BBC greindi frá því í gær að flokkurinn sé klofinn gagnvart áframhaldandi framboði Fillons. Er ein fylking á því að Fillon ætti að stíga til hliðar. Stuðningsmenn Fillons hafa hins vegar birt yfirlýsingu þar sem þeir segja fjölmiðla reyna að drepa framboð hans. Fillon hefur lofað að segja sig frá framboði verði hann ákærður. Skoðanakannanir benda til þess að málið hafi áhrif á fylgi Fillon. Samkvæmt nýrri könnun Les Echos fengi Fillon nítján prósent atkvæða í fyrri umferð forsetakosninganna sem fara fram þann 23. apríl næstkomandi. Marine Le Pen úr Frönsku þjóðfylkingunni fengi 26 prósent atkvæða, Emmanuel Macron, frambjóðandi En Marche!, 22 prósent og sósíalistinn Benoit Hamon sextán prósent. Því yrði kosið aftur á milli Le Pen og Macron. Kannanir benda til þess að Macron myndi vinna stórsigur í annarri umferð kosninganna sem fer fram sjöunda maí. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Börn Fillon talin tengjast spillingarmáli hans Spillingarmál François Fillon, forsetaframbjóðanda franskra Repúblikana, er nú talið ná til barna hans, sem talin eru hafa þegið þúsundir evra fyrir uppdiktuð störf. 2. febrúar 2017 18:48 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Fleiri fréttir Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Sjá meira
„Ég hef aðeins eitt að segja. Ég mun ekki svara spurningum ykkar. Ég kom hingað til að tala um þau vandamál sem steðja að frönsku þjóðinni,“ sagði François Fillon, forsetaframbjóðandi Repúblikana í Frakklandi, við blaðamenn á leið sinni inn á kosningafund í gær. Blaðamenn vildu spyrja Fillon um mál sem snýst um að kona hans, Penelope Fillon, hafi þegið laun fyrir að hafa verið aðstoðarmaður hans á meðan Fillon sat á þingi. Fjölmiðlar í Frakklandi hafa fjallað um málið og sagt að Penelope Fillon hafi í raun aldrei sinnt starfinu, einungis þegið laun. Frambjóðandinn sjálfur neitar sök. Saksóknarar og lögregla rannsaka nú málið og greindu fjölmiðlar frá því í gær að nú væru börn þeirra hjóna, Marie og Charles, einnig til rannsóknar. Eru þau sögð hafa þegið laun fyrir að hafa verið lögfræðingar föður síns. Hvorugt þeirra hafði hins vegar réttindi til slíkra starfa á þeim tíma. Vikublaðið Le Canard Enchaîné greindi frá því að Marie og Charles hefðu þegið laun líkt og um fullt starf væri að ræða. Áður hafði sama blað fjallað um að Penelope hefði þegið andvirði tugi milljóna króna í laun án þess að vinna. Hjónin segja hins vegar að hún hafi formlega verið ráðin aðstoðarmaður. BBC greindi frá því í gær að flokkurinn sé klofinn gagnvart áframhaldandi framboði Fillons. Er ein fylking á því að Fillon ætti að stíga til hliðar. Stuðningsmenn Fillons hafa hins vegar birt yfirlýsingu þar sem þeir segja fjölmiðla reyna að drepa framboð hans. Fillon hefur lofað að segja sig frá framboði verði hann ákærður. Skoðanakannanir benda til þess að málið hafi áhrif á fylgi Fillon. Samkvæmt nýrri könnun Les Echos fengi Fillon nítján prósent atkvæða í fyrri umferð forsetakosninganna sem fara fram þann 23. apríl næstkomandi. Marine Le Pen úr Frönsku þjóðfylkingunni fengi 26 prósent atkvæða, Emmanuel Macron, frambjóðandi En Marche!, 22 prósent og sósíalistinn Benoit Hamon sextán prósent. Því yrði kosið aftur á milli Le Pen og Macron. Kannanir benda til þess að Macron myndi vinna stórsigur í annarri umferð kosninganna sem fer fram sjöunda maí. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Börn Fillon talin tengjast spillingarmáli hans Spillingarmál François Fillon, forsetaframbjóðanda franskra Repúblikana, er nú talið ná til barna hans, sem talin eru hafa þegið þúsundir evra fyrir uppdiktuð störf. 2. febrúar 2017 18:48 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Fleiri fréttir Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Sjá meira
Börn Fillon talin tengjast spillingarmáli hans Spillingarmál François Fillon, forsetaframbjóðanda franskra Repúblikana, er nú talið ná til barna hans, sem talin eru hafa þegið þúsundir evra fyrir uppdiktuð störf. 2. febrúar 2017 18:48