Víðtæk rannsókn hafin á máli Fillons Þórgnýr einar Albertsson skrifar 3. febrúar 2017 07:00 François Fillon er sakaður um spillingu. Nordicphotos/AFP „Ég hef aðeins eitt að segja. Ég mun ekki svara spurningum ykkar. Ég kom hingað til að tala um þau vandamál sem steðja að frönsku þjóðinni,“ sagði François Fillon, forsetaframbjóðandi Repúblikana í Frakklandi, við blaðamenn á leið sinni inn á kosningafund í gær. Blaðamenn vildu spyrja Fillon um mál sem snýst um að kona hans, Penelope Fillon, hafi þegið laun fyrir að hafa verið aðstoðarmaður hans á meðan Fillon sat á þingi. Fjölmiðlar í Frakklandi hafa fjallað um málið og sagt að Penelope Fillon hafi í raun aldrei sinnt starfinu, einungis þegið laun. Frambjóðandinn sjálfur neitar sök. Saksóknarar og lögregla rannsaka nú málið og greindu fjölmiðlar frá því í gær að nú væru börn þeirra hjóna, Marie og Charles, einnig til rannsóknar. Eru þau sögð hafa þegið laun fyrir að hafa verið lögfræðingar föður síns. Hvorugt þeirra hafði hins vegar réttindi til slíkra starfa á þeim tíma. Vikublaðið Le Canard Enchaîné greindi frá því að Marie og Charles hefðu þegið laun líkt og um fullt starf væri að ræða. Áður hafði sama blað fjallað um að Penelope hefði þegið andvirði tugi milljóna króna í laun án þess að vinna. Hjónin segja hins vegar að hún hafi formlega verið ráðin aðstoðarmaður. BBC greindi frá því í gær að flokkurinn sé klofinn gagnvart áframhaldandi framboði Fillons. Er ein fylking á því að Fillon ætti að stíga til hliðar. Stuðningsmenn Fillons hafa hins vegar birt yfirlýsingu þar sem þeir segja fjölmiðla reyna að drepa framboð hans. Fillon hefur lofað að segja sig frá framboði verði hann ákærður. Skoðanakannanir benda til þess að málið hafi áhrif á fylgi Fillon. Samkvæmt nýrri könnun Les Echos fengi Fillon nítján prósent atkvæða í fyrri umferð forsetakosninganna sem fara fram þann 23. apríl næstkomandi. Marine Le Pen úr Frönsku þjóðfylkingunni fengi 26 prósent atkvæða, Emmanuel Macron, frambjóðandi En Marche!, 22 prósent og sósíalistinn Benoit Hamon sextán prósent. Því yrði kosið aftur á milli Le Pen og Macron. Kannanir benda til þess að Macron myndi vinna stórsigur í annarri umferð kosninganna sem fer fram sjöunda maí. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Börn Fillon talin tengjast spillingarmáli hans Spillingarmál François Fillon, forsetaframbjóðanda franskra Repúblikana, er nú talið ná til barna hans, sem talin eru hafa þegið þúsundir evra fyrir uppdiktuð störf. 2. febrúar 2017 18:48 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Fleiri fréttir Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Sjá meira
„Ég hef aðeins eitt að segja. Ég mun ekki svara spurningum ykkar. Ég kom hingað til að tala um þau vandamál sem steðja að frönsku þjóðinni,“ sagði François Fillon, forsetaframbjóðandi Repúblikana í Frakklandi, við blaðamenn á leið sinni inn á kosningafund í gær. Blaðamenn vildu spyrja Fillon um mál sem snýst um að kona hans, Penelope Fillon, hafi þegið laun fyrir að hafa verið aðstoðarmaður hans á meðan Fillon sat á þingi. Fjölmiðlar í Frakklandi hafa fjallað um málið og sagt að Penelope Fillon hafi í raun aldrei sinnt starfinu, einungis þegið laun. Frambjóðandinn sjálfur neitar sök. Saksóknarar og lögregla rannsaka nú málið og greindu fjölmiðlar frá því í gær að nú væru börn þeirra hjóna, Marie og Charles, einnig til rannsóknar. Eru þau sögð hafa þegið laun fyrir að hafa verið lögfræðingar föður síns. Hvorugt þeirra hafði hins vegar réttindi til slíkra starfa á þeim tíma. Vikublaðið Le Canard Enchaîné greindi frá því að Marie og Charles hefðu þegið laun líkt og um fullt starf væri að ræða. Áður hafði sama blað fjallað um að Penelope hefði þegið andvirði tugi milljóna króna í laun án þess að vinna. Hjónin segja hins vegar að hún hafi formlega verið ráðin aðstoðarmaður. BBC greindi frá því í gær að flokkurinn sé klofinn gagnvart áframhaldandi framboði Fillons. Er ein fylking á því að Fillon ætti að stíga til hliðar. Stuðningsmenn Fillons hafa hins vegar birt yfirlýsingu þar sem þeir segja fjölmiðla reyna að drepa framboð hans. Fillon hefur lofað að segja sig frá framboði verði hann ákærður. Skoðanakannanir benda til þess að málið hafi áhrif á fylgi Fillon. Samkvæmt nýrri könnun Les Echos fengi Fillon nítján prósent atkvæða í fyrri umferð forsetakosninganna sem fara fram þann 23. apríl næstkomandi. Marine Le Pen úr Frönsku þjóðfylkingunni fengi 26 prósent atkvæða, Emmanuel Macron, frambjóðandi En Marche!, 22 prósent og sósíalistinn Benoit Hamon sextán prósent. Því yrði kosið aftur á milli Le Pen og Macron. Kannanir benda til þess að Macron myndi vinna stórsigur í annarri umferð kosninganna sem fer fram sjöunda maí. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Börn Fillon talin tengjast spillingarmáli hans Spillingarmál François Fillon, forsetaframbjóðanda franskra Repúblikana, er nú talið ná til barna hans, sem talin eru hafa þegið þúsundir evra fyrir uppdiktuð störf. 2. febrúar 2017 18:48 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Fleiri fréttir Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Sjá meira
Börn Fillon talin tengjast spillingarmáli hans Spillingarmál François Fillon, forsetaframbjóðanda franskra Repúblikana, er nú talið ná til barna hans, sem talin eru hafa þegið þúsundir evra fyrir uppdiktuð störf. 2. febrúar 2017 18:48