Erlent

Senda Íran viðvörun vegna eldflaugatilrauna

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Michael Flynn, öryggisráðgjafi Donalds Trump.
Michael Flynn, öryggisráðgjafi Donalds Trump. Vísir/EPA
Bandarísk yfirvöld útiloka ekki að þau grípi til aðgerða til að bregðast við eldflaugatilraunum Írana.

Varnarmálaráðherra Íran viðurkenndi í gær að eldflaug hefði verið skotið á loft í tilraunaskyni þar í landi um helgina.

Hann neitaði því þó að tilraunaskotið hafi brotið gegn samkomulagi Íran við stórveldi heimsins um kjarnorkuvopnaáætlun þeirra, né ályktun Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, sem bannar Írönum að þróa eldflaugar sem gætu borið kjarnorkuvopn.

Michael Flynn, öryggisráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta, fordæmdi aðgerðir Íran í dag og sagði þær „ögrandi“ brot á ályktun Öryggisráðsins.

„Frá og með deginum í dag gefum við Íran viðvörun,“ sagði Flynn á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í gær.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×