Brexit-frumvarp afgreitt úr neðri deild breska þingsins Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. febrúar 2017 21:01 Frá breska þinginu í kvöld. Vísir/AFP Þingmenn í neðri deild breska þingsins samþykktu með yfirgæfandi meirihluta að heimila ríkisstjórn Theresu May að hefja viðræður breskra stjórnvalda við Evrópusambandið um útgöngu Bretlands. BBC greinir frá.494 þingmenn sögðu já gegn nei-atkvæðum 122 þingmanna en þriðja og síðasta umræða um frumvarpið fór fram í breska þinginu í kvöld. Líkt og í fyrri umræðum studdi forysta stærsta tjórnarandstöðuflokksins, Verkamannaflokksins, tillöguna, en forysta Skoska þjóðarflokksins og Frjálslyndra demókrata voru henni andvíg. Stuðningur Verkamannaflokksins við frumvarpið var þó ekki átakalaus. Þingmaðurinn Clive Lewis sagði sig úr forystusveit verkamannaflokksins. Jeremy Corbyn, leiðtogi flokksins, hafði krafið þingmenn sína um stuðning við frumvarp. Sagði hann að Verkamannaflokkurinn gæti ekki komið í veg fyrir útgöngu Bretlands úr ESB. Frumvarpið verður nú tekið til umræðu í Lávarðadeildinni, efri deild breska þingsins, áður en það verður að lögum. May hefur áður sagt að stjórn hennar muni virkja 50. grein Lissabonsáttmála ESB fyrir lok marsmánuðar og þannig formlega hefja útgönguferli Bretlands. Búist er við að viðræður Bretlands og ESB muni standa í um tvö ár. Hæstiréttur Bretlands dæmdi í síðasta mánuði að nauðsyn væri á aðkomu breska þingsins áður en 50. greinin yrði virkjuð. May hafði þá áður sagt að aðkoma þingsins væri óþörf eftir að meirihluti breskra kjósenda kusu með því að landið gengi úr ESB í þjóðaratkvæðagreiðslu í júní síðastliðinn. Brexit Tengdar fréttir Breska þingið samþykkir að hefja Brexit-viðræður Meirihluti breska þingsins samþykkti í kvöld að heimila ríkisstjórn Theresu May að hefja viðræður breskra stjórnvalda við ESB um útgöngu Bretlands. 1. febrúar 2017 19:52 Breska ríkisstjórnin kynnir Brexit stefnu sína Breska ríkisstjórnin hefur kynnt skjal sem kynnir stefnu hennar í komandi útgönguviðræðum við ESB. 2. febrúar 2017 19:39 May vill ekki nýja atkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands Meirihluti Skota vilja vera áfram innan Evrópusambandsins og ríkisstjórnin þar íhugar nýja atkvæðagreiðlsu vegna Brexit. 8. febrúar 2017 14:03 Ísland og Noregur vinna saman vegna Brexit sland og Noregur munu eiga náið samstarf um fyrirhugaða úrsögn Bretlands úr Evrópusambandinu. 31. janúar 2017 10:29 Mest lesið „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Sjá meira
Þingmenn í neðri deild breska þingsins samþykktu með yfirgæfandi meirihluta að heimila ríkisstjórn Theresu May að hefja viðræður breskra stjórnvalda við Evrópusambandið um útgöngu Bretlands. BBC greinir frá.494 þingmenn sögðu já gegn nei-atkvæðum 122 þingmanna en þriðja og síðasta umræða um frumvarpið fór fram í breska þinginu í kvöld. Líkt og í fyrri umræðum studdi forysta stærsta tjórnarandstöðuflokksins, Verkamannaflokksins, tillöguna, en forysta Skoska þjóðarflokksins og Frjálslyndra demókrata voru henni andvíg. Stuðningur Verkamannaflokksins við frumvarpið var þó ekki átakalaus. Þingmaðurinn Clive Lewis sagði sig úr forystusveit verkamannaflokksins. Jeremy Corbyn, leiðtogi flokksins, hafði krafið þingmenn sína um stuðning við frumvarp. Sagði hann að Verkamannaflokkurinn gæti ekki komið í veg fyrir útgöngu Bretlands úr ESB. Frumvarpið verður nú tekið til umræðu í Lávarðadeildinni, efri deild breska þingsins, áður en það verður að lögum. May hefur áður sagt að stjórn hennar muni virkja 50. grein Lissabonsáttmála ESB fyrir lok marsmánuðar og þannig formlega hefja útgönguferli Bretlands. Búist er við að viðræður Bretlands og ESB muni standa í um tvö ár. Hæstiréttur Bretlands dæmdi í síðasta mánuði að nauðsyn væri á aðkomu breska þingsins áður en 50. greinin yrði virkjuð. May hafði þá áður sagt að aðkoma þingsins væri óþörf eftir að meirihluti breskra kjósenda kusu með því að landið gengi úr ESB í þjóðaratkvæðagreiðslu í júní síðastliðinn.
Brexit Tengdar fréttir Breska þingið samþykkir að hefja Brexit-viðræður Meirihluti breska þingsins samþykkti í kvöld að heimila ríkisstjórn Theresu May að hefja viðræður breskra stjórnvalda við ESB um útgöngu Bretlands. 1. febrúar 2017 19:52 Breska ríkisstjórnin kynnir Brexit stefnu sína Breska ríkisstjórnin hefur kynnt skjal sem kynnir stefnu hennar í komandi útgönguviðræðum við ESB. 2. febrúar 2017 19:39 May vill ekki nýja atkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands Meirihluti Skota vilja vera áfram innan Evrópusambandsins og ríkisstjórnin þar íhugar nýja atkvæðagreiðlsu vegna Brexit. 8. febrúar 2017 14:03 Ísland og Noregur vinna saman vegna Brexit sland og Noregur munu eiga náið samstarf um fyrirhugaða úrsögn Bretlands úr Evrópusambandinu. 31. janúar 2017 10:29 Mest lesið „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Sjá meira
Breska þingið samþykkir að hefja Brexit-viðræður Meirihluti breska þingsins samþykkti í kvöld að heimila ríkisstjórn Theresu May að hefja viðræður breskra stjórnvalda við ESB um útgöngu Bretlands. 1. febrúar 2017 19:52
Breska ríkisstjórnin kynnir Brexit stefnu sína Breska ríkisstjórnin hefur kynnt skjal sem kynnir stefnu hennar í komandi útgönguviðræðum við ESB. 2. febrúar 2017 19:39
May vill ekki nýja atkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands Meirihluti Skota vilja vera áfram innan Evrópusambandsins og ríkisstjórnin þar íhugar nýja atkvæðagreiðlsu vegna Brexit. 8. febrúar 2017 14:03
Ísland og Noregur vinna saman vegna Brexit sland og Noregur munu eiga náið samstarf um fyrirhugaða úrsögn Bretlands úr Evrópusambandinu. 31. janúar 2017 10:29