Erlent

Funda með Jammeh til að koma í veg fyrir átök

Samúel Karl Ólason skrifar
Hermenn Senegal á ferð við landamæri Gambíu.
Hermenn Senegal á ferð við landamæri Gambíu. Vísir/AFP
Forsetar Gíneu og Máritaníu funda nú stíft með Yahya Jammeh, forseta Gambíu, sem neitar að víkja fyrir réttkjörnum forseta landsins Adama Barrow. Senegal og önnur nágrannaríki Gambíu hafa sent hermenn inn í landið til að þvinga Jammeh frá völdum, en búið er að stöðva sókn þeirra á meðan viðræður standa yfir.

Yahya Jammeh tók við völdum í landinu árið 1994 í tiltölulega friðsömu valdaráni. Andstæðingur hans, Adama Barrow, vann óvæntan sigur í forsetakosningum í desember. Jammeh hefur þo neitað að víkja en til stóð að Barrow tæki við völdum í gær. Í staðinn sór Barrow embættiseið í sendiráði Gambíu í Senegal í gær.

Samkvæmt BBC hefur yfirmaður hers Gambíu gefið út að Barrow sé réttkjörinn forseti og að herinn myndi ekki berjast gegn hermönnum Ecowas, Sambands vestur-Afríkuríkja. Hershöfðinginn Ousman Badjie ræður þó ekki yfir sterkustu herdeild Gambíu sem kallast Þjóðarvörður Gambíu.

Þeir tilheyra sama ættbálki og Jammeh og því er talið mögulegt að þær gætu barist.

Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna styður við bakið á Evowas og Barrow en ráðið gaf þó út að friðsöm lausn væri best.


Tengdar fréttir

Tveir forsetar í Gambíu

Nágrannaríki undirbúa sig nú til að styðja við Adama Barrow með herafli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×