Æ fleiri konur segja Trump hafa kynferðislega áreitt sig Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 21. janúar 2017 21:00 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/EPA Fjöldi kvenna sem saka Donald Trump, nýkjörinn forseta Bandaríkjanna um að hafa kynferðislega áreitt sig hleypur nú á tugum. Bandaríska fréttasíðan Vox fjallar um málið, en í fréttaskýringu miðilsins lýsa nokkrar konur því sem fór fram þegar Trump áreitti þær kynferðislega. Framkoma Trumps í garð kvenna komst í hámæli fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í október á seinasta ári þegar bandarískir fjölmiðlar komust yfir myndband af honum þar sem hann stærði sig af því að komast upp með að káfa á konum og kyssa þær, þar sem hann væri „stjarna.“„Ég dregst bara sjálfkrafa að fallegum konum. Ég byrja bara að kyssa þær, eins og segull. Bara kyssi þær. Ég bíð ekki einu sinni. Þegar þú ert stjarna leyfa þær þér það. Þú getur gert hvað sem er. Gripið í píkuna á þeim. Þú getur gert hvað sem er.“Lýsingar kvennanna á hegðun Trumps sláandi líkar hans eigin lýsingumÍ lýsingum kvennanna sem sakað hafa Trump um kynferðislega áreitni er hegðun Trumps sláandi lík þeirri hegðun Trumps í garð kvenna sem hann stærði sig af í umræddu myndbandi. Í lýsingum þeirra kemur meðal annars fram að hann hafi ekki beðið um leyfi, heldur kyssti hann þær og káfaði á þeim án viðvörunar. Til að mynda var Jessica Leeds um borð í flugvél með Trump árið 1987 þegar hann greip skyndilega um brjóst hennar og káfaði á lærum hennar. Hún yfirgaf sæti sitt í flugvélinni og sagði ekki frá málinu þar til Trump fór í framboð. Þá var Rachel Crooks í starfi móttökuritara í Trump Tower þegar Trump kyssti hana á munninn í fyrsta skiptið sem þau hittust. Nokkrum dögum síðar bað hann hana svo um númerið hennar. Summer Zervos stendur nú í málaferlum við Trump en hún var áður keppandi í þáttunum The Apprentice. Hún hefur lýst því hvernig hann kyssti hana á munninn tvisvar sinnum á vinnutíma og hvernig hann fór með hana í bústað þegar hann hafði sagst ætla að bjóða henni út að borða þar sem hann káfaði á henni og hóf að kyssa hana með opnum munni á sama tíma og hann þrýsti sér upp að henni. Þessar þrjár konur eru einungis hluti af þeim hópi kvenna sem allar hafa lýst svipaðri hegðun Trumps í sinn garð. Kemst upp með hegðun sína þar sem hann er „stjarna“Þær konur sem lýst hafa kynferðislegri áreitni Trumps hafa jafnframt sagt frá því hve erfitt hafi verið að stíga fram með sögur sínar og tala um áreiti Trumps vegna þeirrar staðreyndar að hann er valdamikil og fræg persóna. Rétt eins og Trump hafi haldið fram sjálfur, kemst hann upp með hegðun sína vegna þess að hann er „stjarna.“ Spurður um hegðun sína í garð kvenna og hvort að hann hefði kynferðislega áreitt konur í kappræðum fyrir kosningarnar í fyrra þvertók Trump fyrir að svo hefði verið. „Enginn ber meiri virðingu fyrir konum en ég“ sagði Trump þá. Neitun Trump á athæfi sínu varð til þess að fjöldi kvenna steig fram með sögur sínar og lýsti kynferðislegu áreiti Trumps í sinn garð. Talið er að um 1,5 milljónir kvenna um allan heim hafi mótmælt Trump í dag og fóru mótmæli meðal annars fram hér á Íslandi. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Margmenni á Austurvelli mótmælti Donald Trump: „Eigum að sýna börnunum okkar að hatur eigi aldrei rétt á sér“ Xárene Eskander skipulagði mótmæli í Reykjavík í dag gegn Donald Trump vegna þess að henni finnst mikilvægt að hatur í garð kvenna og annarra minnihlutahópa sé ekki talið venjulegt fyrir framtíðarkynslóðum. Fjöldi fólks mætti á mótmælin. 21. janúar 2017 16:34 Konur um allan heim mótmæla Donald Trump Konur halda mótmælagöngur víða um heim í dag gegn Donald Trump, 45. forseta Bandaríkjanna. Búist er við því að yfir hálf milljón kvenna komi saman í Washington DC, höfuðborg Bandaríkjanna þar sem Trump sór embættiseið að bandarísku stjórnarskránni er hann tók við embætti í gær. 21. janúar 2017 10:05 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Fleiri fréttir Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Sjá meira
Fjöldi kvenna sem saka Donald Trump, nýkjörinn forseta Bandaríkjanna um að hafa kynferðislega áreitt sig hleypur nú á tugum. Bandaríska fréttasíðan Vox fjallar um málið, en í fréttaskýringu miðilsins lýsa nokkrar konur því sem fór fram þegar Trump áreitti þær kynferðislega. Framkoma Trumps í garð kvenna komst í hámæli fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í október á seinasta ári þegar bandarískir fjölmiðlar komust yfir myndband af honum þar sem hann stærði sig af því að komast upp með að káfa á konum og kyssa þær, þar sem hann væri „stjarna.“„Ég dregst bara sjálfkrafa að fallegum konum. Ég byrja bara að kyssa þær, eins og segull. Bara kyssi þær. Ég bíð ekki einu sinni. Þegar þú ert stjarna leyfa þær þér það. Þú getur gert hvað sem er. Gripið í píkuna á þeim. Þú getur gert hvað sem er.“Lýsingar kvennanna á hegðun Trumps sláandi líkar hans eigin lýsingumÍ lýsingum kvennanna sem sakað hafa Trump um kynferðislega áreitni er hegðun Trumps sláandi lík þeirri hegðun Trumps í garð kvenna sem hann stærði sig af í umræddu myndbandi. Í lýsingum þeirra kemur meðal annars fram að hann hafi ekki beðið um leyfi, heldur kyssti hann þær og káfaði á þeim án viðvörunar. Til að mynda var Jessica Leeds um borð í flugvél með Trump árið 1987 þegar hann greip skyndilega um brjóst hennar og káfaði á lærum hennar. Hún yfirgaf sæti sitt í flugvélinni og sagði ekki frá málinu þar til Trump fór í framboð. Þá var Rachel Crooks í starfi móttökuritara í Trump Tower þegar Trump kyssti hana á munninn í fyrsta skiptið sem þau hittust. Nokkrum dögum síðar bað hann hana svo um númerið hennar. Summer Zervos stendur nú í málaferlum við Trump en hún var áður keppandi í þáttunum The Apprentice. Hún hefur lýst því hvernig hann kyssti hana á munninn tvisvar sinnum á vinnutíma og hvernig hann fór með hana í bústað þegar hann hafði sagst ætla að bjóða henni út að borða þar sem hann káfaði á henni og hóf að kyssa hana með opnum munni á sama tíma og hann þrýsti sér upp að henni. Þessar þrjár konur eru einungis hluti af þeim hópi kvenna sem allar hafa lýst svipaðri hegðun Trumps í sinn garð. Kemst upp með hegðun sína þar sem hann er „stjarna“Þær konur sem lýst hafa kynferðislegri áreitni Trumps hafa jafnframt sagt frá því hve erfitt hafi verið að stíga fram með sögur sínar og tala um áreiti Trumps vegna þeirrar staðreyndar að hann er valdamikil og fræg persóna. Rétt eins og Trump hafi haldið fram sjálfur, kemst hann upp með hegðun sína vegna þess að hann er „stjarna.“ Spurður um hegðun sína í garð kvenna og hvort að hann hefði kynferðislega áreitt konur í kappræðum fyrir kosningarnar í fyrra þvertók Trump fyrir að svo hefði verið. „Enginn ber meiri virðingu fyrir konum en ég“ sagði Trump þá. Neitun Trump á athæfi sínu varð til þess að fjöldi kvenna steig fram með sögur sínar og lýsti kynferðislegu áreiti Trumps í sinn garð. Talið er að um 1,5 milljónir kvenna um allan heim hafi mótmælt Trump í dag og fóru mótmæli meðal annars fram hér á Íslandi.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Margmenni á Austurvelli mótmælti Donald Trump: „Eigum að sýna börnunum okkar að hatur eigi aldrei rétt á sér“ Xárene Eskander skipulagði mótmæli í Reykjavík í dag gegn Donald Trump vegna þess að henni finnst mikilvægt að hatur í garð kvenna og annarra minnihlutahópa sé ekki talið venjulegt fyrir framtíðarkynslóðum. Fjöldi fólks mætti á mótmælin. 21. janúar 2017 16:34 Konur um allan heim mótmæla Donald Trump Konur halda mótmælagöngur víða um heim í dag gegn Donald Trump, 45. forseta Bandaríkjanna. Búist er við því að yfir hálf milljón kvenna komi saman í Washington DC, höfuðborg Bandaríkjanna þar sem Trump sór embættiseið að bandarísku stjórnarskránni er hann tók við embætti í gær. 21. janúar 2017 10:05 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Fleiri fréttir Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Sjá meira
Margmenni á Austurvelli mótmælti Donald Trump: „Eigum að sýna börnunum okkar að hatur eigi aldrei rétt á sér“ Xárene Eskander skipulagði mótmæli í Reykjavík í dag gegn Donald Trump vegna þess að henni finnst mikilvægt að hatur í garð kvenna og annarra minnihlutahópa sé ekki talið venjulegt fyrir framtíðarkynslóðum. Fjöldi fólks mætti á mótmælin. 21. janúar 2017 16:34
Konur um allan heim mótmæla Donald Trump Konur halda mótmælagöngur víða um heim í dag gegn Donald Trump, 45. forseta Bandaríkjanna. Búist er við því að yfir hálf milljón kvenna komi saman í Washington DC, höfuðborg Bandaríkjanna þar sem Trump sór embættiseið að bandarísku stjórnarskránni er hann tók við embætti í gær. 21. janúar 2017 10:05
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“