Enginn bæklingur með þýðingu á ræðu forsetans í Amalíuborg Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. janúar 2017 07:50 Guðni ávarpar gesti hátíðarkvöldverðarins í gær. vísir/epa Í hátíðarkvöldverði í Amalíuborg í gærkvöldi ræddu þau Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Margrét Þórhildur, Danadrottning, bæði um vinsældir og mikilvægi Andrés Andar-blaðanna hjá íslenskum börnum þegar þau voru að læra í dönsku hér á árum áður. Sagði Guðni að hann hefði líklega verið einn af seinustu börnunum sem biðu spennt eftir nýju Andrés Andar-blaði en forsetinn minntist jafnframt á að það hefði ekki bara verið Andrés Önd sem var fastagestur á íslensku heimilum hér áður fyrr heldur einnig önnur dönsk tímarit og dagblöð. Drottningin sagði að það væri Andrési Önd að þakka að íslensk börn hefðu í áratugi haldið að það væri gaman að læra dönsku. Fjallað er um kvöldverðinn á vef danska ríkisútvarpsins og þar má jafnframt horfa á ræður Guðna og Margrétar Þórhildar en sýnt var beint frá upphafi kvöldverðarins á DR1 í gærkvöldi. Í frétt DR segir að venjulega þegar erlendir þjóðhöfðingjar tali í kvöldverðum á borð við þennan fái viðstaddir lítinn bækling með þýðinu á ræðu viðkomandi. Það hafi hins vegar ekki verið raunin í gær þar sem Guðni hafi ávarpað samkomuna á dönsku en líkt og með Andrésar Andar-blöðin minntust forsetinn og drottningin á dönskukennslu í íslenskum skólum. „Danska er ekki lengur fyrsta erlenda tungumálið sem Íslendingar læra í skólanum og Kaupmannahöfn er ekki lengur helsta tenging okkar við umheiminn. Tengslin eru því minni á ýmsum sviðum en ræturnar eru sterkar og áhugi okkar á Danmörku er enn ósvikinn og einlægur,“ sagði Guðni. „Danska er enn kennd í í íslenskum skólum en nú sem annað tungumál. Danskan er mikilvæg því hún opnar dyr að hinum Norðurlandamálunum og eykur þar með skilning,“ sagði Margrét Þórhildur. Opinber heimsókn Guðna og konu hans, Elizu Reid, til Danmerkur hófst í gær en henni lýkur á morgun. Á meðal þess sem er á dagskrá forsetahjónanna í dag er heimsókn í Árnasafn í Kaupmannahafnarháskóla og heimsókn í höfuðstöðvar Dansk Industri við Ráðhústorgð en þar munu fulltrúar úr íslensku atvinnulífi kynna starfsemi sína. Síðdegis býður forsetinn svo til móttöku til heiðurs Margréti Þórhildi í Nortatlantens Brygge en þar með lýkur formlegri dagskrá heimsóknarinnar. Guðni Th. Jóhannesson Margrét Þórhildur II Danadrottning Danmörk Forseti Íslands Kóngafólk Tengdar fréttir Mikið um dýrðir í Amalíuborgarhöll Opinber heimsókn Guðna Th. Jóhannessonar forseta Íslands til Danmerkur hófst í morgun þegar Þórhildur Danadrottning tók á móti forsetahjónunum í Amalíuborgarhöll. 24. janúar 2017 23:51 Guðni og Eliza funduðu með Danadrottningu í Amalíuborgarhöll Guðni Th. Jóhannesson forseti og Eliza Reid eru í sinni fyrstu opinberu heimsókn til útlanda frá því að Guðni tók við embætti í sumar. 24. janúar 2017 10:09 Mest lesið Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Fleiri fréttir Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Sjá meira
Í hátíðarkvöldverði í Amalíuborg í gærkvöldi ræddu þau Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Margrét Þórhildur, Danadrottning, bæði um vinsældir og mikilvægi Andrés Andar-blaðanna hjá íslenskum börnum þegar þau voru að læra í dönsku hér á árum áður. Sagði Guðni að hann hefði líklega verið einn af seinustu börnunum sem biðu spennt eftir nýju Andrés Andar-blaði en forsetinn minntist jafnframt á að það hefði ekki bara verið Andrés Önd sem var fastagestur á íslensku heimilum hér áður fyrr heldur einnig önnur dönsk tímarit og dagblöð. Drottningin sagði að það væri Andrési Önd að þakka að íslensk börn hefðu í áratugi haldið að það væri gaman að læra dönsku. Fjallað er um kvöldverðinn á vef danska ríkisútvarpsins og þar má jafnframt horfa á ræður Guðna og Margrétar Þórhildar en sýnt var beint frá upphafi kvöldverðarins á DR1 í gærkvöldi. Í frétt DR segir að venjulega þegar erlendir þjóðhöfðingjar tali í kvöldverðum á borð við þennan fái viðstaddir lítinn bækling með þýðinu á ræðu viðkomandi. Það hafi hins vegar ekki verið raunin í gær þar sem Guðni hafi ávarpað samkomuna á dönsku en líkt og með Andrésar Andar-blöðin minntust forsetinn og drottningin á dönskukennslu í íslenskum skólum. „Danska er ekki lengur fyrsta erlenda tungumálið sem Íslendingar læra í skólanum og Kaupmannahöfn er ekki lengur helsta tenging okkar við umheiminn. Tengslin eru því minni á ýmsum sviðum en ræturnar eru sterkar og áhugi okkar á Danmörku er enn ósvikinn og einlægur,“ sagði Guðni. „Danska er enn kennd í í íslenskum skólum en nú sem annað tungumál. Danskan er mikilvæg því hún opnar dyr að hinum Norðurlandamálunum og eykur þar með skilning,“ sagði Margrét Þórhildur. Opinber heimsókn Guðna og konu hans, Elizu Reid, til Danmerkur hófst í gær en henni lýkur á morgun. Á meðal þess sem er á dagskrá forsetahjónanna í dag er heimsókn í Árnasafn í Kaupmannahafnarháskóla og heimsókn í höfuðstöðvar Dansk Industri við Ráðhústorgð en þar munu fulltrúar úr íslensku atvinnulífi kynna starfsemi sína. Síðdegis býður forsetinn svo til móttöku til heiðurs Margréti Þórhildi í Nortatlantens Brygge en þar með lýkur formlegri dagskrá heimsóknarinnar.
Guðni Th. Jóhannesson Margrét Þórhildur II Danadrottning Danmörk Forseti Íslands Kóngafólk Tengdar fréttir Mikið um dýrðir í Amalíuborgarhöll Opinber heimsókn Guðna Th. Jóhannessonar forseta Íslands til Danmerkur hófst í morgun þegar Þórhildur Danadrottning tók á móti forsetahjónunum í Amalíuborgarhöll. 24. janúar 2017 23:51 Guðni og Eliza funduðu með Danadrottningu í Amalíuborgarhöll Guðni Th. Jóhannesson forseti og Eliza Reid eru í sinni fyrstu opinberu heimsókn til útlanda frá því að Guðni tók við embætti í sumar. 24. janúar 2017 10:09 Mest lesið Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Fleiri fréttir Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Sjá meira
Mikið um dýrðir í Amalíuborgarhöll Opinber heimsókn Guðna Th. Jóhannessonar forseta Íslands til Danmerkur hófst í morgun þegar Þórhildur Danadrottning tók á móti forsetahjónunum í Amalíuborgarhöll. 24. janúar 2017 23:51
Guðni og Eliza funduðu með Danadrottningu í Amalíuborgarhöll Guðni Th. Jóhannesson forseti og Eliza Reid eru í sinni fyrstu opinberu heimsókn til útlanda frá því að Guðni tók við embætti í sumar. 24. janúar 2017 10:09