Mikið um dýrðir í Amalíuborgarhöll Heimir Már Pétursson skrifar 24. janúar 2017 23:51 Opinber heimsókn Guðna Th. Jóhannessonar forseta Íslands til Danmerkur hófst í morgun þegar Þórhildur Danadrottning tók á móti forsetahjónunum í Amalíuborgarhöll. Heimir Már Pétursson fréttamaður okkar er staddur í Kaupmannahöfn þar sem í kvöld var haldin hátíðarkvöldverður til heiðurs forsetahjónunum. Í dag var ströng dagskrá hjá forsetanum og svipað verður upp á teningnum á morgun. Við hittum forsetann og Elísu þegar hann var að koma frá því að gefa þjóðinni 700 eintök af Íslendingasögunum á nútímadönsku sem fara inn á skólabókasöfn víðsvegar um Danmörku. „Þetta er búið að vera mjög skemmtilegt og fróðlegt. Hennar hátign, drottningin, er mjög góður gestgjafi og hefur í einlægni áhuga á íslenskri sögu og samtíð. Það hefur verið gaman og heiður að vera í návist hennar,“ sagði Guðni Th.Hún sagði þegar við hittum hana fyrir hálfum mánuði að nýji forsetinn væri sagnfræðingur og hún væri mjög forvitin um sögu Íslands, hvað spurði hún um til dæmis?„Við vorum að spjalla saman um menningararfinn. Hún sagði að hún hefði haft mjög gaman að því í æsku að lesa íslendingasögurnar. Maður kemur ekkert að tómum kofanum hjá henni þegar þær eru annars vegar,“ sagði Guðni Th.Eliza, hvernig hefur þetta verið fyrir þig?„Þetta hefur verið alveg einstakt að upplifa þetta. Það eru mikil forréttindi að geta komið hingað og hitt Dani, okkar góðu vini. Ég hlakka til að hitta krónprinsana og halda áfram með heimsóknina,“ sagði Eliza en opinber heimsókn forsetahjónanna heldur áfram á morgun. Tengdar fréttir Danska drottningin hlakkar til að hitta Guðna forseta Margrét Þórhildur Danadrottning hlakkar til að hitta nýjan forseta Íslands þegar hann kemur í opinbera heimsókn til Danmerkur hinn 24. janúar næst komandi. Hún minnist fyrri forseta Íslands sem hún hefur hitt með hlýju en hennar fyrstu minningar um Ísland eru frásagnir foreldra hennar af landinu og svo útskýringar þeirra á því að hún ber eitt íslenskt nafn. Heimir Már gekk á fund drottningar í Amalienborgarhöll. 13. janúar 2017 20:15 Mest lesið Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira
Opinber heimsókn Guðna Th. Jóhannessonar forseta Íslands til Danmerkur hófst í morgun þegar Þórhildur Danadrottning tók á móti forsetahjónunum í Amalíuborgarhöll. Heimir Már Pétursson fréttamaður okkar er staddur í Kaupmannahöfn þar sem í kvöld var haldin hátíðarkvöldverður til heiðurs forsetahjónunum. Í dag var ströng dagskrá hjá forsetanum og svipað verður upp á teningnum á morgun. Við hittum forsetann og Elísu þegar hann var að koma frá því að gefa þjóðinni 700 eintök af Íslendingasögunum á nútímadönsku sem fara inn á skólabókasöfn víðsvegar um Danmörku. „Þetta er búið að vera mjög skemmtilegt og fróðlegt. Hennar hátign, drottningin, er mjög góður gestgjafi og hefur í einlægni áhuga á íslenskri sögu og samtíð. Það hefur verið gaman og heiður að vera í návist hennar,“ sagði Guðni Th.Hún sagði þegar við hittum hana fyrir hálfum mánuði að nýji forsetinn væri sagnfræðingur og hún væri mjög forvitin um sögu Íslands, hvað spurði hún um til dæmis?„Við vorum að spjalla saman um menningararfinn. Hún sagði að hún hefði haft mjög gaman að því í æsku að lesa íslendingasögurnar. Maður kemur ekkert að tómum kofanum hjá henni þegar þær eru annars vegar,“ sagði Guðni Th.Eliza, hvernig hefur þetta verið fyrir þig?„Þetta hefur verið alveg einstakt að upplifa þetta. Það eru mikil forréttindi að geta komið hingað og hitt Dani, okkar góðu vini. Ég hlakka til að hitta krónprinsana og halda áfram með heimsóknina,“ sagði Eliza en opinber heimsókn forsetahjónanna heldur áfram á morgun.
Tengdar fréttir Danska drottningin hlakkar til að hitta Guðna forseta Margrét Þórhildur Danadrottning hlakkar til að hitta nýjan forseta Íslands þegar hann kemur í opinbera heimsókn til Danmerkur hinn 24. janúar næst komandi. Hún minnist fyrri forseta Íslands sem hún hefur hitt með hlýju en hennar fyrstu minningar um Ísland eru frásagnir foreldra hennar af landinu og svo útskýringar þeirra á því að hún ber eitt íslenskt nafn. Heimir Már gekk á fund drottningar í Amalienborgarhöll. 13. janúar 2017 20:15 Mest lesið Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira
Danska drottningin hlakkar til að hitta Guðna forseta Margrét Þórhildur Danadrottning hlakkar til að hitta nýjan forseta Íslands þegar hann kemur í opinbera heimsókn til Danmerkur hinn 24. janúar næst komandi. Hún minnist fyrri forseta Íslands sem hún hefur hitt með hlýju en hennar fyrstu minningar um Ísland eru frásagnir foreldra hennar af landinu og svo útskýringar þeirra á því að hún ber eitt íslenskt nafn. Heimir Már gekk á fund drottningar í Amalienborgarhöll. 13. janúar 2017 20:15