Mikið um dýrðir í Amalíuborgarhöll Heimir Már Pétursson skrifar 24. janúar 2017 23:51 Opinber heimsókn Guðna Th. Jóhannessonar forseta Íslands til Danmerkur hófst í morgun þegar Þórhildur Danadrottning tók á móti forsetahjónunum í Amalíuborgarhöll. Heimir Már Pétursson fréttamaður okkar er staddur í Kaupmannahöfn þar sem í kvöld var haldin hátíðarkvöldverður til heiðurs forsetahjónunum. Í dag var ströng dagskrá hjá forsetanum og svipað verður upp á teningnum á morgun. Við hittum forsetann og Elísu þegar hann var að koma frá því að gefa þjóðinni 700 eintök af Íslendingasögunum á nútímadönsku sem fara inn á skólabókasöfn víðsvegar um Danmörku. „Þetta er búið að vera mjög skemmtilegt og fróðlegt. Hennar hátign, drottningin, er mjög góður gestgjafi og hefur í einlægni áhuga á íslenskri sögu og samtíð. Það hefur verið gaman og heiður að vera í návist hennar,“ sagði Guðni Th.Hún sagði þegar við hittum hana fyrir hálfum mánuði að nýji forsetinn væri sagnfræðingur og hún væri mjög forvitin um sögu Íslands, hvað spurði hún um til dæmis?„Við vorum að spjalla saman um menningararfinn. Hún sagði að hún hefði haft mjög gaman að því í æsku að lesa íslendingasögurnar. Maður kemur ekkert að tómum kofanum hjá henni þegar þær eru annars vegar,“ sagði Guðni Th.Eliza, hvernig hefur þetta verið fyrir þig?„Þetta hefur verið alveg einstakt að upplifa þetta. Það eru mikil forréttindi að geta komið hingað og hitt Dani, okkar góðu vini. Ég hlakka til að hitta krónprinsana og halda áfram með heimsóknina,“ sagði Eliza en opinber heimsókn forsetahjónanna heldur áfram á morgun. Tengdar fréttir Danska drottningin hlakkar til að hitta Guðna forseta Margrét Þórhildur Danadrottning hlakkar til að hitta nýjan forseta Íslands þegar hann kemur í opinbera heimsókn til Danmerkur hinn 24. janúar næst komandi. Hún minnist fyrri forseta Íslands sem hún hefur hitt með hlýju en hennar fyrstu minningar um Ísland eru frásagnir foreldra hennar af landinu og svo útskýringar þeirra á því að hún ber eitt íslenskt nafn. Heimir Már gekk á fund drottningar í Amalienborgarhöll. 13. janúar 2017 20:15 Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Hiti gæti náð fimmtán stigum Veður Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Fleiri fréttir Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Sjá meira
Opinber heimsókn Guðna Th. Jóhannessonar forseta Íslands til Danmerkur hófst í morgun þegar Þórhildur Danadrottning tók á móti forsetahjónunum í Amalíuborgarhöll. Heimir Már Pétursson fréttamaður okkar er staddur í Kaupmannahöfn þar sem í kvöld var haldin hátíðarkvöldverður til heiðurs forsetahjónunum. Í dag var ströng dagskrá hjá forsetanum og svipað verður upp á teningnum á morgun. Við hittum forsetann og Elísu þegar hann var að koma frá því að gefa þjóðinni 700 eintök af Íslendingasögunum á nútímadönsku sem fara inn á skólabókasöfn víðsvegar um Danmörku. „Þetta er búið að vera mjög skemmtilegt og fróðlegt. Hennar hátign, drottningin, er mjög góður gestgjafi og hefur í einlægni áhuga á íslenskri sögu og samtíð. Það hefur verið gaman og heiður að vera í návist hennar,“ sagði Guðni Th.Hún sagði þegar við hittum hana fyrir hálfum mánuði að nýji forsetinn væri sagnfræðingur og hún væri mjög forvitin um sögu Íslands, hvað spurði hún um til dæmis?„Við vorum að spjalla saman um menningararfinn. Hún sagði að hún hefði haft mjög gaman að því í æsku að lesa íslendingasögurnar. Maður kemur ekkert að tómum kofanum hjá henni þegar þær eru annars vegar,“ sagði Guðni Th.Eliza, hvernig hefur þetta verið fyrir þig?„Þetta hefur verið alveg einstakt að upplifa þetta. Það eru mikil forréttindi að geta komið hingað og hitt Dani, okkar góðu vini. Ég hlakka til að hitta krónprinsana og halda áfram með heimsóknina,“ sagði Eliza en opinber heimsókn forsetahjónanna heldur áfram á morgun.
Tengdar fréttir Danska drottningin hlakkar til að hitta Guðna forseta Margrét Þórhildur Danadrottning hlakkar til að hitta nýjan forseta Íslands þegar hann kemur í opinbera heimsókn til Danmerkur hinn 24. janúar næst komandi. Hún minnist fyrri forseta Íslands sem hún hefur hitt með hlýju en hennar fyrstu minningar um Ísland eru frásagnir foreldra hennar af landinu og svo útskýringar þeirra á því að hún ber eitt íslenskt nafn. Heimir Már gekk á fund drottningar í Amalienborgarhöll. 13. janúar 2017 20:15 Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Hiti gæti náð fimmtán stigum Veður Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Fleiri fréttir Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Sjá meira
Danska drottningin hlakkar til að hitta Guðna forseta Margrét Þórhildur Danadrottning hlakkar til að hitta nýjan forseta Íslands þegar hann kemur í opinbera heimsókn til Danmerkur hinn 24. janúar næst komandi. Hún minnist fyrri forseta Íslands sem hún hefur hitt með hlýju en hennar fyrstu minningar um Ísland eru frásagnir foreldra hennar af landinu og svo útskýringar þeirra á því að hún ber eitt íslenskt nafn. Heimir Már gekk á fund drottningar í Amalienborgarhöll. 13. janúar 2017 20:15