Guðni Th. Jóhannesson

Fréttamynd

Það sem Guðni ætlar að gera eftir að hann lætur af em­bætti

Guðni Th. Jóhannesson ætlar að snúa sér að sagnfræðirannsóknum og kennslu þegar hann lætur af embætti forseta Íslands. Hann eigi meðal annars eftir að ljúka sögu landhelgismálsins og segir kíminn, að engir hafi breytt gangi sögunnar jafn mikið og sagnfræðingarnir.

Innlent
Fréttamynd

Með skemmti­legri em­bættis­verkum for­seta Ís­lands

Forseti Íslands segir það með skemmtilegri embættisverkum að taka á móti fulltrúum Félags áhugafólks um Downs heilkennið og þiggja að gjöf nýtt par af mislitum sokkum. Dagur Downs heilkennisins er haldinn hátíðlegur um allan heim í dag.

Innlent
Fréttamynd

Færðu for­seta Ís­lands mis­lita sokka

Það var líf og fjör á Bessastöðum í morgun þegar forseti Íslands tók á móti fulltrúum Félags áhugafólks um Downs heilkennið sem afhentu honum mislita sokka í tilefni alþjóðlega Downs dagsins. Forsetinn var hæst ánægður með sokkana sem voru hannaðir af listamanni með Downs heilkenni.

Lífið
Fréttamynd

Eliza hlaut heiðurs­verð­laun

Ís­lensku hljóð­bóka­verð­launin, Stor­ytel Awards, voru veitt við há­tíð­lega at­höfn í gær. Um er að ræða ár­legan við­burð þar sem hljóð­bóka­unn­endur; út­gef­endur, höfundar, lesara og þýðendur fagna saman út­gáfu vönduðustu hljóð­bóka síðasta árs.

Menning
Fréttamynd

Hjart­næm stund Guðna með Herði og Kára

Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, þótti vænt um að Hörður Áskelsson skyldi hljóta heiðursverðlaun á uppskeruhátíð íslensks tónlistarfólks í Hörpu í gærkvöldi. Þá fannst honum gaman að fá að afhenda Kára Egilssyni viðurkenningu sem bjartasta vonin.

Menning
Fréttamynd

Guðni hoppaði í fyrsta Mottu­mars­sokka­parinu

Guðni Th. Jóhannesson fékk fyrsta parið af Mottumarssokkunum sem seldir eru til styrktar Krabbameinsfélaginu í Mottumars. Guðni hefur árlega tekið við fyrsta pari sokkanna frá árinu 2018 þegar þeir voru fyrst framleiddir.

Lífið
Fréttamynd

For­seta­hjónin ræddu við Palestínu­menn á Bessa­stöðum

Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og eiginkona hans Eliza Reid ræddu á föstudaginn við Palestínumenn búsetta á Íslandi á Bessastöðum yfir kaffi og kleinum. Þau ræddu um stríðið sem geysar á Gasa og áhrif þess á Palestínumenn hérlendis og annars staðar.

Innlent
Fréttamynd

Menntaverðlaun Suður­lands fóru í Vík í Mýr­dal

Mikil ánægja er á meðal íbúa í Mýrdalshreppi þessa dagana því grunnskólinn í Vík, Víkurskóli og Katla jarðvangur voru að fá Menntaverðlaun Suðurlands fyrir samstarfsverkefni í strandlínurannsóknum í Víkurfjöru.

Innlent
Fréttamynd

Guðni segir kjafta­sögur einn af löstunum í litlu sam­fé­lagi

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, ræddi kosti og galla smæðar íslensks samfélags á dögunum í sérstöku erindi þegar Stjórnunarverðlaun Stjórnvísis voru veitt á Grand Hótel. Þar vísaði hann til kjaftagangs sem algengur væri í íslensku samfélagi vegna smæðar þess.

Lífið
Fréttamynd

Unaðs­stund Elizu og Guðna

Forsetahjónin Eliza Reid og Guðni Th. Jóhannesson skelltu sér á tónleika Víkings Heiðars Ólafssonar í Eldborgarsal Hörpu í gærkvöldi. Goldberg-tilbrigðin voru flutt fyrir fullum sal. Unaðsstund að sögn Elizu.

Lífið
Fréttamynd

For­seta­hjónin fagna sprengidegi

Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og Eliza Reid forsetafrú fagna sprengideginum eins og fjölmargir Íslendingar. Hjónin kíktu í heimsókn til Sjálfsbjargar á höfuðborgarsvæðinu í dag og fengu sér saltkjöt og baunir.

Lífið
Fréttamynd

Eliza að drukkna í við­tölum í Dubai

Eliza Reid forsetafrú og rithöfundur lætur vel af heimsókn sinni til Dúbaí í Sameinuðu arabísku furstadæmunum þar sem hún var á meðal þátttakenda í Emirates Literary bókahátíðinni.

Lífið
Fréttamynd

Þau fengu Ís­lensku bók­mennta­verð­launin

Steinunn Sigurðardóttir hlaut í dag Íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir bók sína Ból. Eva Björg Ægisdóttir hlaut Blóðdropann fyrir bók sína Heim fyrir myrkur. Gunnar Helgason og Rán Flygenryng hlutu verðlaun í flokki barna- og ungmennabóka fyrir bók sína Alexander Daníel Hermann Dawidsson: Bannað að drepa.

Lífið
Fréttamynd

Svart­nættið er ekki hér allt um kring

Draga á úr sjálfsvígum hér á landi með víðtækum aðgerðum í verkefni sem kallast Lífsbrú. Efla á samvinnu í málaflokknum og koma öllum þeim úrræðum sem eru í boði betur á framfæri að sögn landlæknis. Forseti Íslands hvetur alla til að láta sig málefnið varða.

Innlent
Fréttamynd

Verð­launaðir fyrir um­hverfis­vænt sementslaust stein­lím

Gonzalo Patricio Eldredge Arenas og Heiðar Snær Ásgeirsson hlutu nýsköpunarverðlaun forseta Íslands við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í dag. Verðlaunin eru veitt þeim námsmönnum sem hafa unnið framúrskarandi starf við úrlausn verkefna sem styrkt voru af Nýsköpunarsjóði námsmanna árið 2023.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

For­setinn boðar sam­stöðu og enga upp­gjöf

Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands vitnaði í forvera sinn Kristján Eldjárn og Snorra goða í ávarpi um kvöldmatarleytið þar sem hann blés baráttuhug í landsmenn. Skilaboðin voru skýr; við gefumst ekki upp.

Innlent
Fréttamynd

Bjarni heiðraður á Bessa­stöðum

Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands sæmdi Bjarna Benediktsson utanríkisráðherra og formann Sjálfstæðisfloksins stórriddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu í desember.

Innlent
Fréttamynd

For­setinn sendir skeyti en mæting afþökkuð

Ekki er gert ráð fyrir aðkomu fulltrúa erlendra ríkja til Danmerkur á sunnudag þegar Margrét Þórhildur Danadrottning lætur krúnuna í hendur Friðriks sonar síns. Forseti Íslands mun þó senda heillaskeyti til Danaveldis.

Innlent
Fréttamynd

„Ég hef enga eftir­sjá“

„Hér sit ég sjö mánuði enn, eftir það geri ég fastlega ráð fyrir því að sinna fræða og rannsóknarstörfum, hverfa á ný í þann heim sem ég kom úr. En annars veit ég ekkert hvað framtíðin beri í skauti sér þar fyrir utan. Við látum það ráðast,“ segir Guðni Th. Jóhannesson, forseti lýðveldisins, sem tilkynnti í gær að hann ætlaði að láta tvö kjörtímabil nægja og ætlar ekki að gefa kost á sér aftur.

Innlent
Fréttamynd

Veit loksins hvers virði hann er

Einn þekktasti göngugarpur landsins, Reynir Pétur Ingvarsson, var í dag sæmdur fálkaorðu á Bessastöðum fyrir afrek hans og framgöngu í þágu fatlaðra. Hann segist oft hafa spurt sig í gegnum tíðina hvers virði hann væri, en nú væri hann kominn með svarið.

Innlent
Fréttamynd

Hjónin hafi á­kveðið að verja lífinu á annan hátt

Ólafur Þ. Harðarson, stjórnmálafræðingur og prófessor emiritus, segir að ákvörðun Guðna Th. Jóhannessonar forseta að sækjast ekki eftir endurkjöri hafi komið sér ákaflega mikið á óvart. „Ég, eins og fleiri, átti von á því að hann myndi taka eitt kjörtímabil í viðbót þannig að þetta yrðu samtals tólf ár.“

Innlent