Justin Trudeau við flóttamenn: „Verið velkomin til Kanada“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 29. janúar 2017 09:26 Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, stendur fyrir annarri stefnu en forseti Bandaríkjanna. vísir/epa Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, segir á Twitter aðgangi sínum að þeir sem flýji ofsóknir, hryðjuverk og stríð séu velkomnir til Kanada, óháð trú sinni. Með þessari færslu, sem má sjá hér að neðan, er Trudeau að taka afstöðu gegn fyrirskipun Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, sem hann undirritaði í gær og meinar ríkisborgurum Íraks, Írans, Libíu, Sómalíu, Súdans, Sýrlands og Jemens inngöngu í Bandaríkin. Samkvæmt fyrirskipuninni skiptir engu máli hvort viðkomandi sé með varanlegt dvalar- og atvinnuleyfi í Bandaríkjunum, það er svokallað græna kort.Í gær varð uppi fótur og fit á flugvöllum víðsvegar um Bandaríkin vegna fyrirskipunarinnar, en flugmálayfirvöld hafa átt í erfiðleikum með það hvernig túlka eigi nýju lögin og framfylgja þeim. Í gær var til að mynda tveimur írökskum borgurum meinuð inngöngu i landið, sem hafa græna kortið og búið í landinu í áratugi. Þá hefur fjölmiðlum vestanhafs borist margar tilkynningar um að háskólanemar sem haft hafa fasta búsetu í Bandaríkjunum, geti ekki lengur snúið aftur, eftir að hafa verið staddir utan landsteinanna á meðan ákvörðun Trump var tekin. Trudeau hefur frá því að hann tók við embætti vakið athygli fyrir skelegga framkomu sína og frjálslynd viðhorf, en Kanada hefur tekið á móti 40 þúsund flóttamönnum frá Sýrlandi síðastliðnu þrettán mánuði. Trudeau hefur ekki gagnrýnt Trump með beinum hætti, en hann er talinn einblína á samband ríkjanna til langframa, en ríkin tvö eiga í miklu efnahagslegu sambandi við hvort annað. Kanada mun hleypa 300.000 innflytjendum inn í landið árið 2017.To those fleeing persecution, terror & war, Canadians will welcome you, regardless of your faith. Diversity is our strength #WelcomeToCanada— Justin Trudeau (@JustinTrudeau) January 28, 2017 #WelcomeToCanada pic.twitter.com/47edRsHLJ5— Justin Trudeau (@JustinTrudeau) January 28, 2017 Donald Trump Flóttamenn Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sjá meira
Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, segir á Twitter aðgangi sínum að þeir sem flýji ofsóknir, hryðjuverk og stríð séu velkomnir til Kanada, óháð trú sinni. Með þessari færslu, sem má sjá hér að neðan, er Trudeau að taka afstöðu gegn fyrirskipun Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, sem hann undirritaði í gær og meinar ríkisborgurum Íraks, Írans, Libíu, Sómalíu, Súdans, Sýrlands og Jemens inngöngu í Bandaríkin. Samkvæmt fyrirskipuninni skiptir engu máli hvort viðkomandi sé með varanlegt dvalar- og atvinnuleyfi í Bandaríkjunum, það er svokallað græna kort.Í gær varð uppi fótur og fit á flugvöllum víðsvegar um Bandaríkin vegna fyrirskipunarinnar, en flugmálayfirvöld hafa átt í erfiðleikum með það hvernig túlka eigi nýju lögin og framfylgja þeim. Í gær var til að mynda tveimur írökskum borgurum meinuð inngöngu i landið, sem hafa græna kortið og búið í landinu í áratugi. Þá hefur fjölmiðlum vestanhafs borist margar tilkynningar um að háskólanemar sem haft hafa fasta búsetu í Bandaríkjunum, geti ekki lengur snúið aftur, eftir að hafa verið staddir utan landsteinanna á meðan ákvörðun Trump var tekin. Trudeau hefur frá því að hann tók við embætti vakið athygli fyrir skelegga framkomu sína og frjálslynd viðhorf, en Kanada hefur tekið á móti 40 þúsund flóttamönnum frá Sýrlandi síðastliðnu þrettán mánuði. Trudeau hefur ekki gagnrýnt Trump með beinum hætti, en hann er talinn einblína á samband ríkjanna til langframa, en ríkin tvö eiga í miklu efnahagslegu sambandi við hvort annað. Kanada mun hleypa 300.000 innflytjendum inn í landið árið 2017.To those fleeing persecution, terror & war, Canadians will welcome you, regardless of your faith. Diversity is our strength #WelcomeToCanada— Justin Trudeau (@JustinTrudeau) January 28, 2017 #WelcomeToCanada pic.twitter.com/47edRsHLJ5— Justin Trudeau (@JustinTrudeau) January 28, 2017
Donald Trump Flóttamenn Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sjá meira