Formaður Þórs: Við erum ráðvillt Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 18. janúar 2017 14:15 Árni Óðinsson, formaður Þórs á Akureyri, segir að ekkert hafi verið ákveðið um næstu skref eftir að KA ákvað að slíta samstarfi félaganna. Síðan 2001 hafa félögin tvö teflt fram sameiginlegu liði í meistaraflokki og 2. flokki kvenna hjá Þór og KA. Ljóst er að samstarfið heldur ekki áfram eftir núverandi tímabil í Olísdeild kvenna en óvíst er hvort að Þór/KA spili í Pepsi-deild kvenna í sumar. Þór sér um rekstur knattspyrnuliðs félaganna og er með keppnisrétt liðsins í Pepsi-deildina. Þór ákveður því næstu skref en fram hefur komið í yfirlýsingu frá KA að félagið er reiðubúið að styðja samstarfið áfram til haustsins. Sjá einnig: KA sleit samstarfinu við Þór: Þetta var ekki létt ákvörðun „Kvennaráð Þórs/KA fundar klukkan 18 í dag og svo fer ég á fund með þeim og stjórnarmönnum knattspyrnudeildar síðar í kvöld,“ sagði Árni í samtali við Vísi. „Svo eigum við alveg eftir að taka handboltann fyrir. Við höfum ekki markað okkur neina stefnu í þessu og erum einfaldlega ráðvillt.“Verið að kasta okkur út um bakdyrnar Samningnum um samstarfið var sagt upp í haust og segir Árni ekkert óeðlilegt við það. „Það var með því markmiði að setjast niður og gera nýjan samning. Það voru uppi einhverjar hugmyndir um breytingar.“ „En það komu aldrei neinar hugmyndir frá KA og aldrei áttu sér stað formlegar viðræður. Svo koma þessar fréttir í gær.“ Hann segir að enginn ágreiningur hafi verið á milli félaganna sem útskýrir þetta. KA sé að marka nýja stefnu sem félaginu sé frjálst að gera. „En það hefði verið betra að fá að vita þetta með fyrirvara, vinna úr málunum og senda út sameiginlega tilkynningu. Mér finnst að það sé verið að kasta okkur út um bakdyrnar. Það er mín upplifun.“Óvissa um samningsmál Hann segir með öllu óvíst hvað taki við, til dæmis í málefnum leikmanna og þjálfara. „Við höfum ráðið þjálfara til næstu þriggja ára og gert leikmannasamninga sem ná ekki bara til haustsins heldur mun lengur. Þurfum við að nú að rifta þeim? Ég veit það ekki.“ Hann segir að flestir leikmenn séu með leikmannasamning við Þór, en þó einhverjir við KA. „Ég veit ekki hvernig KA getur uppfyllt þá samninga, enda ekki með lið í meistaraflokki. Ég veit ekki hvernig þessi mál verða leyst.“ Íslenski boltinn Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Deilt um peninga á Akureyri: Við fórum eftir fyrirmælum KSÍ Úthlutun KSÍ til Þórs og KA var að hluta til byggð á árangri Þórs/KA en ósætti er um hvernig upphæðinni var ráðstafað. 18. janúar 2017 13:30 KA sleit samstarfinu við Þór: Þetta var ekki létt ákvörðun KA og Þór munu ekki tefla fram sameiginlegum liðum í knattspyrnu og handbolta eftir núverandi keppnistímabil. Óvissa er um stöðu Þórs/KA í Pepsi-deild kvenna í sumar. 18. janúar 2017 11:01 Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira
Árni Óðinsson, formaður Þórs á Akureyri, segir að ekkert hafi verið ákveðið um næstu skref eftir að KA ákvað að slíta samstarfi félaganna. Síðan 2001 hafa félögin tvö teflt fram sameiginlegu liði í meistaraflokki og 2. flokki kvenna hjá Þór og KA. Ljóst er að samstarfið heldur ekki áfram eftir núverandi tímabil í Olísdeild kvenna en óvíst er hvort að Þór/KA spili í Pepsi-deild kvenna í sumar. Þór sér um rekstur knattspyrnuliðs félaganna og er með keppnisrétt liðsins í Pepsi-deildina. Þór ákveður því næstu skref en fram hefur komið í yfirlýsingu frá KA að félagið er reiðubúið að styðja samstarfið áfram til haustsins. Sjá einnig: KA sleit samstarfinu við Þór: Þetta var ekki létt ákvörðun „Kvennaráð Þórs/KA fundar klukkan 18 í dag og svo fer ég á fund með þeim og stjórnarmönnum knattspyrnudeildar síðar í kvöld,“ sagði Árni í samtali við Vísi. „Svo eigum við alveg eftir að taka handboltann fyrir. Við höfum ekki markað okkur neina stefnu í þessu og erum einfaldlega ráðvillt.“Verið að kasta okkur út um bakdyrnar Samningnum um samstarfið var sagt upp í haust og segir Árni ekkert óeðlilegt við það. „Það var með því markmiði að setjast niður og gera nýjan samning. Það voru uppi einhverjar hugmyndir um breytingar.“ „En það komu aldrei neinar hugmyndir frá KA og aldrei áttu sér stað formlegar viðræður. Svo koma þessar fréttir í gær.“ Hann segir að enginn ágreiningur hafi verið á milli félaganna sem útskýrir þetta. KA sé að marka nýja stefnu sem félaginu sé frjálst að gera. „En það hefði verið betra að fá að vita þetta með fyrirvara, vinna úr málunum og senda út sameiginlega tilkynningu. Mér finnst að það sé verið að kasta okkur út um bakdyrnar. Það er mín upplifun.“Óvissa um samningsmál Hann segir með öllu óvíst hvað taki við, til dæmis í málefnum leikmanna og þjálfara. „Við höfum ráðið þjálfara til næstu þriggja ára og gert leikmannasamninga sem ná ekki bara til haustsins heldur mun lengur. Þurfum við að nú að rifta þeim? Ég veit það ekki.“ Hann segir að flestir leikmenn séu með leikmannasamning við Þór, en þó einhverjir við KA. „Ég veit ekki hvernig KA getur uppfyllt þá samninga, enda ekki með lið í meistaraflokki. Ég veit ekki hvernig þessi mál verða leyst.“
Íslenski boltinn Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Deilt um peninga á Akureyri: Við fórum eftir fyrirmælum KSÍ Úthlutun KSÍ til Þórs og KA var að hluta til byggð á árangri Þórs/KA en ósætti er um hvernig upphæðinni var ráðstafað. 18. janúar 2017 13:30 KA sleit samstarfinu við Þór: Þetta var ekki létt ákvörðun KA og Þór munu ekki tefla fram sameiginlegum liðum í knattspyrnu og handbolta eftir núverandi keppnistímabil. Óvissa er um stöðu Þórs/KA í Pepsi-deild kvenna í sumar. 18. janúar 2017 11:01 Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira
Deilt um peninga á Akureyri: Við fórum eftir fyrirmælum KSÍ Úthlutun KSÍ til Þórs og KA var að hluta til byggð á árangri Þórs/KA en ósætti er um hvernig upphæðinni var ráðstafað. 18. janúar 2017 13:30
KA sleit samstarfinu við Þór: Þetta var ekki létt ákvörðun KA og Þór munu ekki tefla fram sameiginlegum liðum í knattspyrnu og handbolta eftir núverandi keppnistímabil. Óvissa er um stöðu Þórs/KA í Pepsi-deild kvenna í sumar. 18. janúar 2017 11:01