Íslenski boltinn

Þór/KA spilar í Pepsi-deildinni í sumar

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Úr leik með Þór/KA.
Úr leik með Þór/KA. vísir/arnþór
Þór/KA mun spila í óbreyttri mynd í Pepsi-deild kvenna í sumar. Þetta staðfesti Árni Óðinsson, formaður Þórs, í samtali við Vísi í dag.

„Liðið verður skráð til leiks í dag. Við förum inn í tímabilið eins og ekkert hafi í skorist,“ sagði Árni.

Í fyrrakvöld birti aðalstjórn KA yfirlýsingu þess efnis að félagið myndi ekki endurnýja samstarfssamning við Þór um sameiginlegan rekstur á meistaraflokki og 2. flokki kvenna í handbolta og fótbolta.

Sjá einnig: KA sleit samstarfinu við Þór: Þetta var ekki létt ákvörðun

KA hefur séð um að stýra sameiginlegum handboltaliðum félaganna og Þór hefur verið með knattspyrnuliðin á sinni könnu. Það er þó kvennaráð Þórs/KA sem sinnir daglegum rekstri liðsins.

Það mátti heyra á Árna að hann væri vongóður, þrátt fyrir yfirlýsingu KA, að samstarfið myndi halda áfram fram yfir tímabilið í sumar.

Sjá einnig: Formaður Þórs: Við erum ráðvillt

„Það er vonandi að okkur takist að koma þeirri vinnu af stað og höfum við óskað eftir því að viðræður fari af stað með því sem markmið að vinna áfram að framgangi kvennaknattspyrnunnar á Akureyri.“


Tengdar fréttir

Formaður Þórs: Við erum ráðvillt

Segir að enginn sérstakur ágreiningur hafi verið á milli Þórs og KA. Hann hefði kosið að fara aðra leið en að slíta samstarfinu einhliða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×