Þetta vitum við um árásina í Istanbúl Atli Ísleifsson skrifar 1. janúar 2017 13:03 Skemmtistaðurinn Reina stendur við Bosporussund. Vísir/afp Að minnsta kosti 39 manns fórust og 69 særðust í árás á skemmtistaðnum Reina í tyrknesku stórborginni Istanbúl í nótt. Árásarmannsins er enn leitað.NRK hefur tekið saman það sem vitað er um árásina á þessari stundu.Lögreglumaður og vegfarandi voru skotnir til bana fyrir utan skemmtistaðinn Reina í Istanbúl klukkan 1:15 að staðartíma, eða 22:15 að íslenskum tíma, áður en hann hélt inn.Milli 500 og 600 manns voru saman komnir á skemmtistaðnum til að halda upp á áramótin.Binali Yildirim, forsætisráðherra Tyrklands, segir að árásarmaðurinn hafi skilið skotvopn sitt eftir áður en hann lagði á flótta frá staðnum. Hann staðfesti einnig að hann hafi ekki klæðst jólasveinabúning líkt og margir fjölmiðlar höfðu greint frá.Árásarmaðurinn á að hafa notast við AK-47.Í myndbandsupptöku, sem ekki hefur fengist staðfest hvort að sé ósvikið, má sjá þegar árásarmaðurinn yfirgefur næturklúbbinn og skýtur á fólk. Hann er þá ekki klæddur jólasveinabúning.Búið er að greina frá því að vel á annan tug erlendra ríkisborgara hafi fallið. Staðfest er að á meðal fórnarlamba er fólk frá Ísrael, Sádi-Arabíu, Marokkó, Líbanon, Líbíu, auk Tyrkja. Reuters greinir frá þessu. Sjónvarpsstöðin 7sur7 greinir einnig frá því að Belgi hafi fallið í árásinni.Auk hinna föllnu eiga Frakkar og Búlgari að vera í hópi þeirra sem særðust. Frá þessu greia Le Figaro og Dnes.Skemmtistaðurinn er í hverfinu Ortaköy við sjávarsíðuna. Fjölmargir stukku út í Bosporus á flótta frá árásarmanninum.Tyrkneskir fjölmiðlar þurfa í fréttaflutningi sínum að fylgja ströngum fyrirmælum frá yfirvöldum. Þetta er oft gert í tilraun til að koma í veg fyrir frekari ringulreið í kjölfar hryðjuverkaárása.Viðbúnaður var mikill í Tyrklandi í gærkvöldi þar sem um 17 þúsund lögreglumenn voru á ferli í Istanbúl. Margir þeirra voru klæddir borgaralega.Árásarmannsins er enn leitað.Recep Tayyip Erdoğan Tyrklandsforseti sagði í yfirlýsingu að Tyrkland myndi berjast gegn árásum hryðjuverkahópa og þeirra sem standa þeim að baki en einnig gegn efnahagslegum, pólitískum og félagslegum árásum.Forsetinn sagði að markmið hryðjuverkamannanna væri að skapa glundroða og draga kjarkinn úr Tyrkjum með viðbjóðslegum árásum sem beint væri gegn óbreyttum borgurum. Tyrkir myndu hins vegar standa sameinaðir gegn slíku og ekkert fengi samstöðu þeirra sundrað.Samkvæmt samantekt New York Times hafa 411 látist í Tyrklandi í fimmtán aðskildum hryðjuverkaárásum frá júní 2015. Uppfært 15:50: Búið er að bera kennsl á 35 af hinum 39 fórnarlömbum árásarinnar. 25 karlmenn og fjórtán konur fórust í árásinni – ellefu tyrkneskir ríkisborgarar og 24 erlendir. Leitin að árásarmanninum stendur enn yfir. Tengdar fréttir Um fjörutíu látnir eftir árás á skemmtistað í Istanbúl Leit að árásarmanninum stendur enn yfir. 1. janúar 2017 09:29 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Fleiri fréttir Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Sjá meira
Að minnsta kosti 39 manns fórust og 69 særðust í árás á skemmtistaðnum Reina í tyrknesku stórborginni Istanbúl í nótt. Árásarmannsins er enn leitað.NRK hefur tekið saman það sem vitað er um árásina á þessari stundu.Lögreglumaður og vegfarandi voru skotnir til bana fyrir utan skemmtistaðinn Reina í Istanbúl klukkan 1:15 að staðartíma, eða 22:15 að íslenskum tíma, áður en hann hélt inn.Milli 500 og 600 manns voru saman komnir á skemmtistaðnum til að halda upp á áramótin.Binali Yildirim, forsætisráðherra Tyrklands, segir að árásarmaðurinn hafi skilið skotvopn sitt eftir áður en hann lagði á flótta frá staðnum. Hann staðfesti einnig að hann hafi ekki klæðst jólasveinabúning líkt og margir fjölmiðlar höfðu greint frá.Árásarmaðurinn á að hafa notast við AK-47.Í myndbandsupptöku, sem ekki hefur fengist staðfest hvort að sé ósvikið, má sjá þegar árásarmaðurinn yfirgefur næturklúbbinn og skýtur á fólk. Hann er þá ekki klæddur jólasveinabúning.Búið er að greina frá því að vel á annan tug erlendra ríkisborgara hafi fallið. Staðfest er að á meðal fórnarlamba er fólk frá Ísrael, Sádi-Arabíu, Marokkó, Líbanon, Líbíu, auk Tyrkja. Reuters greinir frá þessu. Sjónvarpsstöðin 7sur7 greinir einnig frá því að Belgi hafi fallið í árásinni.Auk hinna föllnu eiga Frakkar og Búlgari að vera í hópi þeirra sem særðust. Frá þessu greia Le Figaro og Dnes.Skemmtistaðurinn er í hverfinu Ortaköy við sjávarsíðuna. Fjölmargir stukku út í Bosporus á flótta frá árásarmanninum.Tyrkneskir fjölmiðlar þurfa í fréttaflutningi sínum að fylgja ströngum fyrirmælum frá yfirvöldum. Þetta er oft gert í tilraun til að koma í veg fyrir frekari ringulreið í kjölfar hryðjuverkaárása.Viðbúnaður var mikill í Tyrklandi í gærkvöldi þar sem um 17 þúsund lögreglumenn voru á ferli í Istanbúl. Margir þeirra voru klæddir borgaralega.Árásarmannsins er enn leitað.Recep Tayyip Erdoğan Tyrklandsforseti sagði í yfirlýsingu að Tyrkland myndi berjast gegn árásum hryðjuverkahópa og þeirra sem standa þeim að baki en einnig gegn efnahagslegum, pólitískum og félagslegum árásum.Forsetinn sagði að markmið hryðjuverkamannanna væri að skapa glundroða og draga kjarkinn úr Tyrkjum með viðbjóðslegum árásum sem beint væri gegn óbreyttum borgurum. Tyrkir myndu hins vegar standa sameinaðir gegn slíku og ekkert fengi samstöðu þeirra sundrað.Samkvæmt samantekt New York Times hafa 411 látist í Tyrklandi í fimmtán aðskildum hryðjuverkaárásum frá júní 2015. Uppfært 15:50: Búið er að bera kennsl á 35 af hinum 39 fórnarlömbum árásarinnar. 25 karlmenn og fjórtán konur fórust í árásinni – ellefu tyrkneskir ríkisborgarar og 24 erlendir. Leitin að árásarmanninum stendur enn yfir.
Tengdar fréttir Um fjörutíu látnir eftir árás á skemmtistað í Istanbúl Leit að árásarmanninum stendur enn yfir. 1. janúar 2017 09:29 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Fleiri fréttir Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Sjá meira
Um fjörutíu látnir eftir árás á skemmtistað í Istanbúl Leit að árásarmanninum stendur enn yfir. 1. janúar 2017 09:29