Gylfi spilar sinn fyrsta Bítlaborgarslag: „Ég er Íslendingur og veit allt um mikilvægi leiksins“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 8. desember 2017 12:30 Gylfi Þór Sigurðsson í viðtali við BBC. vísir Gylfi Þór Sigurðsson, landsliðsmaður Íslands í fótbolta og leikmaður Everton í ensku úrvalsdeildinni, spilar sinn fyrsta Merseyside-slag, eða Bítlaborgarslag, á sunnudaginn þegar að Everton heimsækir Liverpool á Anfield. Hafnfirðingurinn er eðlilega spenntur fyrir því að spila þennan stórleik en Liverpool-liðið er á miklu flugi og vann Spartak Moskvu í Meistaradeildinni í vikunni, 7-0.Sjá einnig:Þrjú rauð, útileikmaður í markið og Gerrard var í Everton síðast þegar að það vann á Anfield „Þetta er fyrsti leikurinn sem þú horfir til sem leikmaður Everton. Bæði ég og restin af leikmönnunum hlakka til þessa leiks. Það væri gott að byggja á því sem við höfum verið að gera síðustu vikur með góðum úrslitum á sunnudaginn,“ segir Gylfi í viðtali við BBC. „Liverpool er með gott lið. Það spilar góðan góðan sóknarleik og er á skriði þessa dagana. Það eru góðir sóknarmenn í Liverpool sem við þurfum að halda niðri í leiknum. Annars ætti þetta að vera góður leikur.“ Gylfi Þór hefur, eins og flestir Íslendingar, fylgst vel með enska boltanum alla sína ævi og því þarf ekkert að tyggja ofan í hann hversu mikilvægur þessi leikur er fyrir stuðningsmennina. „Þetta er mikilvægt en það vita það allir. Þar sem ég er frá Íslandi veit ég alveg hversu mikilvægur þessi leikur er fyrir leikmenn og stuðningsmenn. Það eru allir meðvitaðir um mikilvægi leiksins,“ segir Gylfi sem var átta ára gamall þegar að Everton vann síðast deildarleik á Anfiel. Hvað þarf að gerast svo að það breytist og Everton vinni þriðja deildarleikinn í röð? „Við þurfum að gera það sem við höfum gert í síðustu leikjum. Við þurfum að halda hreinu þar sem styrkleiki Liverpool er sóknarleikurinn. Við þurfum svo að nýta þau færi sem við fáum. Við þurfum að halda áfram að skapa færi og skora eins og við höfum verið að gera,“ segir Gylfi Þór Sigurðsson. Enski boltinn Tengdar fréttir Sláin, stöngin, sláin inn markið hjá Gylfa tilnefnt sem mark mánaðarins Gylfi Þór Sigurðsson opnaði markareikning sinn með Everton í ensku úrvalsdeildinni með frábæru marki á móti Southampton. 6. desember 2017 15:34 Gylfi: Íslendingar vita að litla liðið getur alltaf unnið Innkoma Sam Allardyce hjá Everton hefur gefið liðinu neistann sem vantaði sagði Gylfi Þór Sigurðsson. Everton mætir á Anfield á sunnudag þegar barist verður um Bítlaborgina. 7. desember 2017 16:00 Þrjú rauð, útileikmaður í markið og Gerrard var í Everton síðast þegar að það vann á Anfield Everton hefur ekki unnið Merseyside-slag á Anfield í 18 ár en liðin mætast á sunnudaginn. 5. desember 2017 09:45 Gylfi: Það kom neisti með Allardyce sem ég hlakka til að starfa með Gylfi Þór Sigurðsson verður í stóru viðtali á BBC á laugardaginn. 8. desember 2017 08:00 Smá misskilingur | Halda að Gylfi sé að koma til Indónesíu í janúar Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er á leiðinni til Asíu í byrjun næsta árs þar sem liðið mun spila tvo vináttulandsleiki við 23 ára landslið Indónesíu. 6. desember 2017 20:30 Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Í beinni: Burnley - Liverpool | Isak þarf að bíða lengur Enski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Enski boltinn Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Enski boltinn Vandræðalegt víti frá Messi Fótbolti Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sport Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport „Draumur síðan ég var krakki“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Burnley - Liverpool | Isak þarf að bíða lengur Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Sjá meira
Gylfi Þór Sigurðsson, landsliðsmaður Íslands í fótbolta og leikmaður Everton í ensku úrvalsdeildinni, spilar sinn fyrsta Merseyside-slag, eða Bítlaborgarslag, á sunnudaginn þegar að Everton heimsækir Liverpool á Anfield. Hafnfirðingurinn er eðlilega spenntur fyrir því að spila þennan stórleik en Liverpool-liðið er á miklu flugi og vann Spartak Moskvu í Meistaradeildinni í vikunni, 7-0.Sjá einnig:Þrjú rauð, útileikmaður í markið og Gerrard var í Everton síðast þegar að það vann á Anfield „Þetta er fyrsti leikurinn sem þú horfir til sem leikmaður Everton. Bæði ég og restin af leikmönnunum hlakka til þessa leiks. Það væri gott að byggja á því sem við höfum verið að gera síðustu vikur með góðum úrslitum á sunnudaginn,“ segir Gylfi í viðtali við BBC. „Liverpool er með gott lið. Það spilar góðan góðan sóknarleik og er á skriði þessa dagana. Það eru góðir sóknarmenn í Liverpool sem við þurfum að halda niðri í leiknum. Annars ætti þetta að vera góður leikur.“ Gylfi Þór hefur, eins og flestir Íslendingar, fylgst vel með enska boltanum alla sína ævi og því þarf ekkert að tyggja ofan í hann hversu mikilvægur þessi leikur er fyrir stuðningsmennina. „Þetta er mikilvægt en það vita það allir. Þar sem ég er frá Íslandi veit ég alveg hversu mikilvægur þessi leikur er fyrir leikmenn og stuðningsmenn. Það eru allir meðvitaðir um mikilvægi leiksins,“ segir Gylfi sem var átta ára gamall þegar að Everton vann síðast deildarleik á Anfiel. Hvað þarf að gerast svo að það breytist og Everton vinni þriðja deildarleikinn í röð? „Við þurfum að gera það sem við höfum gert í síðustu leikjum. Við þurfum að halda hreinu þar sem styrkleiki Liverpool er sóknarleikurinn. Við þurfum svo að nýta þau færi sem við fáum. Við þurfum að halda áfram að skapa færi og skora eins og við höfum verið að gera,“ segir Gylfi Þór Sigurðsson.
Enski boltinn Tengdar fréttir Sláin, stöngin, sláin inn markið hjá Gylfa tilnefnt sem mark mánaðarins Gylfi Þór Sigurðsson opnaði markareikning sinn með Everton í ensku úrvalsdeildinni með frábæru marki á móti Southampton. 6. desember 2017 15:34 Gylfi: Íslendingar vita að litla liðið getur alltaf unnið Innkoma Sam Allardyce hjá Everton hefur gefið liðinu neistann sem vantaði sagði Gylfi Þór Sigurðsson. Everton mætir á Anfield á sunnudag þegar barist verður um Bítlaborgina. 7. desember 2017 16:00 Þrjú rauð, útileikmaður í markið og Gerrard var í Everton síðast þegar að það vann á Anfield Everton hefur ekki unnið Merseyside-slag á Anfield í 18 ár en liðin mætast á sunnudaginn. 5. desember 2017 09:45 Gylfi: Það kom neisti með Allardyce sem ég hlakka til að starfa með Gylfi Þór Sigurðsson verður í stóru viðtali á BBC á laugardaginn. 8. desember 2017 08:00 Smá misskilingur | Halda að Gylfi sé að koma til Indónesíu í janúar Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er á leiðinni til Asíu í byrjun næsta árs þar sem liðið mun spila tvo vináttulandsleiki við 23 ára landslið Indónesíu. 6. desember 2017 20:30 Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Í beinni: Burnley - Liverpool | Isak þarf að bíða lengur Enski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Enski boltinn Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Enski boltinn Vandræðalegt víti frá Messi Fótbolti Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sport Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport „Draumur síðan ég var krakki“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Burnley - Liverpool | Isak þarf að bíða lengur Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Sjá meira
Sláin, stöngin, sláin inn markið hjá Gylfa tilnefnt sem mark mánaðarins Gylfi Þór Sigurðsson opnaði markareikning sinn með Everton í ensku úrvalsdeildinni með frábæru marki á móti Southampton. 6. desember 2017 15:34
Gylfi: Íslendingar vita að litla liðið getur alltaf unnið Innkoma Sam Allardyce hjá Everton hefur gefið liðinu neistann sem vantaði sagði Gylfi Þór Sigurðsson. Everton mætir á Anfield á sunnudag þegar barist verður um Bítlaborgina. 7. desember 2017 16:00
Þrjú rauð, útileikmaður í markið og Gerrard var í Everton síðast þegar að það vann á Anfield Everton hefur ekki unnið Merseyside-slag á Anfield í 18 ár en liðin mætast á sunnudaginn. 5. desember 2017 09:45
Gylfi: Það kom neisti með Allardyce sem ég hlakka til að starfa með Gylfi Þór Sigurðsson verður í stóru viðtali á BBC á laugardaginn. 8. desember 2017 08:00
Smá misskilingur | Halda að Gylfi sé að koma til Indónesíu í janúar Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er á leiðinni til Asíu í byrjun næsta árs þar sem liðið mun spila tvo vináttulandsleiki við 23 ára landslið Indónesíu. 6. desember 2017 20:30