Mexíkóar óttast að flóttamannabúðir muni myndast við landamæri ríkisins að Bandaríkjunum, gangi áætlanir ríkisstjórnar Donald Trump um að flytja alla þá sem ferðast til Bandaríkjanna frá Mexíkó með ólöglegum hætti, aftur til Mexíkó. Flestir þeirra eru ríkisborgarar frá öðrum ríkjum í Suður-Ameríku. Guardian greinir frá.
Stefna bandarískra stjórnvalda hefur hingað til verið sú að flytja þá til baka sem koma með ólöglegum hætti til Bandaríkjanna frá Mexíkó, sem hafa mexíkósk ríkisborgaraföng. Öllum öðrum var komið til baka til heimalands síns.
Bandaríska innanríkisráðuneytið hefur nú staðfest að sett hafi verið fram strangari viðmið sem eiga að auðvelda brottvísun ólöglegra innflytjenda og er sú breyting að allir skuli sendir aftur til Mexíkó, sem þaðan komu, talin vera einn hluti af þessari stefnubreytingu.
Mexíkósk stjórnvöld eru talin vera algjörlega óundirbúin til þess að takast á við þessa stefnubreytingu en lagaleg óvissa ríkir um það hvernig þau geti brugðist við.
Talið er næsta víst að þau muni fara fram á að gerðir verði samningar við bandaríska ríkið um að þau komi að því að aðstoða Mexíkóa við að taka á móti þeim gífurlega fjölda flóttamanna sem munu streyma til Mexíkó, ef af verður af stefnubreytingunni.
Mexíkóar óttast myndun flóttamannabúða við landamærin að Bandaríkjunum
Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
