Hörður Björgvin Magnússon var í byrjunarliði Bristol City sem tapaði 1-2 fyrir Wolves í toppslag í ensku B-deildarinnar í kvöld.
Bristol City fór illa að ráði sínu en liðið komst yfir í leiknum og var manni fleiri í 50 mínútur.
Danny Batth, leikmaður Úlfanna, var rekinn af velli strax á 14. mínútu fyrir brot á Herði Björgvini. Frankie Fielding, markvörður Bristol City, fór sömu leið eftir rúman klukkutíma. Í millitíðinni kom Bobby Field Bristol City yfir.
Barry Douglas jafnaði metin á 66. mínútu og þegar fjórar mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma skoraði Ryan Bennett sigurmark Wolves.
Úlfarnir eru með 10 stiga forskot á toppi deildarinnar. Bristol City er hins vegar dottið niður í 3. sætið.
Næsti leikur Harðar Björgvins og félaga er gegn Aston Villa á nýársdag.
Bristol City fór illa að ráði sínu gegn toppliðinu
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið

Diogo Jota lést í bílslysi
Fótbolti


Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“
Enski boltinn

Glódís mætti ekki á æfingu
Fótbolti





