United ekki í vandræðum með Everton

Dagur Lárusson skrifar
Valencia fagnar marki sínu í dag.
Valencia fagnar marki sínu í dag. Vísir/Getty
Manchester United og Everton mættust á Old Trafford í lokaleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni og var leiknum að ljúka nú rétt í þessu.

Gylfi Þór Sigurðsson var í byrjunarliði Everton og spilaði alla leikinn.

Leikurin byrjaði ekki vel fyrir Gylfa og félaga því strax á 4. mínútu leiksins skoraði Antonio Valencia stórkostalegt mark rétt fyrir utan vítaeig og kom því rauðu djöflunum yfir.

Staðan var 1-0 í hálfleik en Everton tóku aðeins við sér í seinni hálfleiknum og um miðbik hans komst Wayne Rooney í dauðafæri eftir að hann barðist í gegnum vörn United en De Gea varði frá honum.

Everton reyndu hvað þeir gátu að jafna metin en áttu fá svör við öflugri vörn United.

Það var síðan Henrik Mhkitaryan sem skoraði annað mark United á 83. mínútu eftir stoðsendingu frá Lukaku en á undan því hafði Ashley Williams gert sig sekann um hræðileg mistök í vörn Everton en hann gaf boltann frá sér.

Romelu Lukaku gulltryggði síðan sigur United á 90. mínútu eftir að boltinn barst til hans eftir darraðardans í teignum. Þetta var reyndar ekki síðasta mark leiksins því að í uppbótartíma fékk United vítarspyrnu eftir að Micheal Keane handlagði boltann í teignum. Á punktinn steig Martial og kom sínum mönnum í 4-0 og það reyndust lokatölur leiksins.

Eftir leikinn situr United í 2. sæti deildarinnar með 13 stig á meðan Gylfi og félagar eru í 17. sæti með 4 stig og hafa ekki unnið leik frá því í 1. umferð.





Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira