NGolo Kante skoraði annað marka Chelsea og markið sem reyndist vera sigurmarkið í 2-1 sigri ensku meistaranna í Chelsea gegn Leicester í ensku úrvalsdeildinni í dag en þetta var þriðji sigur Chelsea í röð.
Spænski framherjinn Alvaro Morata kom Chelsea yfir undir lok fyrri hálfleiks en Kante bætti við öðru marki í upphafi seinni hálfleiks.
Jamie Vardy minnkaði muninn fyrir Leicester stuttu síðar en lengra komust heimamenn ekki.
Var þetta þriðji sigur Chelsea í röð eftir sigur í fyrstu umferð en Leicester hefur aðeins unnið einn af fyrstu fjórum leikjum tímabilsins eftir að hafa mætt Manchester United, Arsenal og Chelsea.

