Helena Ólafsdóttir, þáttarstjórnandi Pepsi-marka kvenna, verður með upphitun á Stöð 2 Sport fyrir bikarúrslitaleikinn í dag.
Útsending hefst klukkan 16.30 en henni til aðstoðar verða Vanda Sigurgeirsdóttir, fyrrverandi landsliðskona, og Halldór Jón Sigurðsson, þjálfari toppliðs Þórs/KA.
Guðmundur Benediktsson lýsir leiknum sem hefst klukkan 17.00. Að leiknum loknum mun Helena ásamt sérfræðingum fara yfir allt það helsta úr leiknum í bland við viðtöl við þjálfara og leikmenn beggja liða.
Þá verður vel fylgst með leiknum á íþróttavef Vísis og hann svo gerður upp í Sportpakkanum á Stöð 2 annað kvöld.
Upphitun með Helenu

Tengdar fréttir

Skemmtilega ólík lið mætast
Halldór Jón Sigurðsson, þjálfari toppliðs Þórs/KA í Pepsi-deild kvenna í fótbolta, á von á hörkuleik þegar Stjarnan og ÍBV eigast við í bikarúrslitum kvenna í dag. Leikurinn hefst klukkan 17.00.