Martin Shkreli, fyrrverandi forstjóri lyfjafyrirtækis og maðurinn sem kallaðir hefur verið hataðasti maður internetsins hefur sett eintak sitt af eintakri Wu-Tang plötu til sölu á Ebay.
Eintak Shkreli er eina eintakið sem til er af plötunni sem nefnist Once Upon a Time in Shaolin. Líkt og Vísir hefur fjallað um keypti Skhreli plötuna á uppboði. Platan er afar vegleg enda talið að Skhreli hafi greitt um tvær milljónir bandaríkjadollara fyrir plötuna
Milljarðamæringurinn óvinsæli komst fyrst í fréttirnar þegar upp komst að lyfjafyrirtæki hans hefði hækkað verð á alnæmislyfi upp úr öllu valdi. Hann var nýverið fundinn sekur um fjársvik.
Skhreli auglýsti plötuna til sölu á uppboðsvefnum Ebay og var lægsta mögulega boð einn dollari. Hæsta boð þegar þetta er skrifað er rétt rúmlega ein milljón dollara.
Áhugasamir kaupendur geta boðið í plötuna hér.
Shkreli selur Wu-Tang plötuna einstöku á Ebay

Tengdar fréttir

Martin Shkreli fundinn sekur um fjársvik
Martin Shkreli, fyrrverandi forstjóri lyfjafyrirtækis sem hækkaði verð á alnæmislyfi upp úr öllu valdi, hefur verið dæmdur fyrir fjársvik.

Sá sem býður hæst má kýla Martin Shkreli
„Hataðasti maður Bandaríkjanna“ safnar pening fyrir son vinar síns sem lést.

Hataðasti milljarðamæringur heims streymir eina eintakinu af Wu-Tang Clan plötunni
Milljarðamæringurinn óvinsæli, Martin Shkreli, keypti eina eintakið af plötunni á sínum tíma.

Hataðasti milljarðamæringur heims keypti eina eintakið af nýrri plötu Wu-Tang Clan
Og hvernig tengist Bill Murray þessu eiginlega?

Martin Shkreli hótar Ghostface Killah: Vill afsökunarbeiðni
Hataðasti milljarðarmæringur heims er algjörlega óhræddur við að vera með vesen.