Erlent

Sá sem býður hæst má kýla Martin Shkreli

Samúel Karl Ólason skrifar
Martin Shkreli
Martin Shkreli Vísir/EPA
Martin Shkreli, sem fékk viðurnefnið „hataðasti maður Bandaríkjanna“ er að halda heldur einkennilegt uppboð. Hann ætlar að leyfa þeim sem er tilbúinn til að borga mest, að kýla sig í andlitið og taka það upp á myndband.

Tilgangur uppátækisins er að safna peningum fyrir son vinar síns sem lést nýverið.

Mike Kulich sá um kynningarmál Shkreli, en hann lést um helgina, aðeins 29 ára gamall. Kylich skildi eftir sig ungan sem er nýbúinn að gangast undir meðferð gegn hvítblæði. Shkreli hefur heitið því að jafna tilboðið sem hann fær fyrir höggið, „upp að ákveðnu magni“.

Martin Shkreli varð frægur eftir að kaupa meirihluta í lyfjafyrirtækinu Turing Pharmaceuticals. Hann hækkaði svo verðið á HIV-lyfjum um fimm þúsund prósent. Hann hefur einnig verið ákærður fyrir fjársvik.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.