Telja rússneska hakkara hafa stuðlað að aðgerðum gegn Katar Kjartan Kjartansson skrifar 6. júní 2017 22:50 Fyrirtæki frá Katar eins og flugfélagið Qatar Airways eru í vanda vegna viðskiptaþvingana annarra arabaríkja. Vísir/EPA Bandarísk yfirvöld grunar að rússneskir hakkarar hafi brotist inn á vefsíðu ríkisfréttastofu Katar og komið gervifréttum fyrir þar sem leiddu meðal annars til þess að hópur arabaríkja kom á viðskiptaþvingunum gegn landinu. CNN greinir frá þessu nú í kvöld. Þó að grunnt hafi verið á hinu góða á milli Katar og annarra ríkja eins og Sádí-Arabíu og öðrum arabalöndum þá er kornið sem fyllti mælinn nú sagt vera ummæli sem höfð voru eftir al-Thani emír sem voru talin vilhöll Íran og Ísrael á vef katörsku ríkisfréttastofunnar. Fréttin birtist 23. maí. Ríkisstjórn Katar hefur haldið því fram að fréttinni hafi verið komið fyrir í tölvuinnbroti. CNN segir nú að bandaríska alríkislögreglan FBI hafi aðstoðað yfirvöld í Doha við rannsóknina og komist að þeirri niðurstöður að rússneskir hakkarar hafi brotist inn á vefsíðuna.Reyna að komast upp á milli Bandaríkjanna og bandalagsþjóða Ekki sé vitað hvort hakkarar á vegum skipulagðra glæpasamtaka eða rússneskra stjórnvalda hafi verið þar á ferðinni. Embættismenn sem CNN ræddi við segja að markmið Rússa virðist vera að reyna að koma upp á milli bandarískra stjórnvalda og bandamanna þeirra. Bandaríkin rekur um tíu þúsund manna herstöð í Katar og hefur landið verið mikilvægur bandamaður í heimshlutanum. Það virðist hafa lánast því Donald Trump tísti í morgun ánægju sína með að arabaríkin hefðu einangrað Katar. Reyndi hann meðal annars að taka heiðurinn af því að hafa komið því til leiðar með heimsókn sinni til Sádí-Arabíu í síðasta mánuði. Tengdar fréttir Fimm ríki slíta stjórnmálasambandi við Katar Sádí Arabía, Egyptaland, Barein, Sameinuðu arabísku furstadæmin og Jemen hafa slitið stjórnmálasambandi við Katar vegna tengsla ríkisins við hryðjuverkahópa. 5. júní 2017 08:28 Egyptar loka lofthelginni fyrir flugvélum frá Katar Egyptar hafa lokað lofthelgi sinni fyrir flugvélum frá Katar og búist er við því að Sádí Arabar og Barein geri slíkt hið sama í dag. 6. júní 2017 08:31 Samstarfsslitin skilja Katar eftir einangrað Óvissa ríkir á Arabíuskaganum eftir að fjöldi ríkja sleit stjórnmála- og viðskiptasambandi við Katar í gær. Yfirvöld segja vegið að sjálfstæði landsins en halda því fram að aðgerðirnar komi ekki til með að hafa nein áhrif á daglegt líf borgaranna. 6. júní 2017 07:00 Bandaríkjaher og Trump á öndverðum meiði um aðgerðir gegn Katar Donald Trump lofar aðgerðir Arabaríkja gegn Katar sem hefur engu að síður verið mikilvægt bandalagsríki Bandaríkjanna. Forsetinn segir aðgerðirnar afleiðingu heimsóknar sinnar til Sádí-Arabíu á dögunum. 6. júní 2017 19:21 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Fleiri fréttir Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Sjá meira
Bandarísk yfirvöld grunar að rússneskir hakkarar hafi brotist inn á vefsíðu ríkisfréttastofu Katar og komið gervifréttum fyrir þar sem leiddu meðal annars til þess að hópur arabaríkja kom á viðskiptaþvingunum gegn landinu. CNN greinir frá þessu nú í kvöld. Þó að grunnt hafi verið á hinu góða á milli Katar og annarra ríkja eins og Sádí-Arabíu og öðrum arabalöndum þá er kornið sem fyllti mælinn nú sagt vera ummæli sem höfð voru eftir al-Thani emír sem voru talin vilhöll Íran og Ísrael á vef katörsku ríkisfréttastofunnar. Fréttin birtist 23. maí. Ríkisstjórn Katar hefur haldið því fram að fréttinni hafi verið komið fyrir í tölvuinnbroti. CNN segir nú að bandaríska alríkislögreglan FBI hafi aðstoðað yfirvöld í Doha við rannsóknina og komist að þeirri niðurstöður að rússneskir hakkarar hafi brotist inn á vefsíðuna.Reyna að komast upp á milli Bandaríkjanna og bandalagsþjóða Ekki sé vitað hvort hakkarar á vegum skipulagðra glæpasamtaka eða rússneskra stjórnvalda hafi verið þar á ferðinni. Embættismenn sem CNN ræddi við segja að markmið Rússa virðist vera að reyna að koma upp á milli bandarískra stjórnvalda og bandamanna þeirra. Bandaríkin rekur um tíu þúsund manna herstöð í Katar og hefur landið verið mikilvægur bandamaður í heimshlutanum. Það virðist hafa lánast því Donald Trump tísti í morgun ánægju sína með að arabaríkin hefðu einangrað Katar. Reyndi hann meðal annars að taka heiðurinn af því að hafa komið því til leiðar með heimsókn sinni til Sádí-Arabíu í síðasta mánuði.
Tengdar fréttir Fimm ríki slíta stjórnmálasambandi við Katar Sádí Arabía, Egyptaland, Barein, Sameinuðu arabísku furstadæmin og Jemen hafa slitið stjórnmálasambandi við Katar vegna tengsla ríkisins við hryðjuverkahópa. 5. júní 2017 08:28 Egyptar loka lofthelginni fyrir flugvélum frá Katar Egyptar hafa lokað lofthelgi sinni fyrir flugvélum frá Katar og búist er við því að Sádí Arabar og Barein geri slíkt hið sama í dag. 6. júní 2017 08:31 Samstarfsslitin skilja Katar eftir einangrað Óvissa ríkir á Arabíuskaganum eftir að fjöldi ríkja sleit stjórnmála- og viðskiptasambandi við Katar í gær. Yfirvöld segja vegið að sjálfstæði landsins en halda því fram að aðgerðirnar komi ekki til með að hafa nein áhrif á daglegt líf borgaranna. 6. júní 2017 07:00 Bandaríkjaher og Trump á öndverðum meiði um aðgerðir gegn Katar Donald Trump lofar aðgerðir Arabaríkja gegn Katar sem hefur engu að síður verið mikilvægt bandalagsríki Bandaríkjanna. Forsetinn segir aðgerðirnar afleiðingu heimsóknar sinnar til Sádí-Arabíu á dögunum. 6. júní 2017 19:21 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Fleiri fréttir Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Sjá meira
Fimm ríki slíta stjórnmálasambandi við Katar Sádí Arabía, Egyptaland, Barein, Sameinuðu arabísku furstadæmin og Jemen hafa slitið stjórnmálasambandi við Katar vegna tengsla ríkisins við hryðjuverkahópa. 5. júní 2017 08:28
Egyptar loka lofthelginni fyrir flugvélum frá Katar Egyptar hafa lokað lofthelgi sinni fyrir flugvélum frá Katar og búist er við því að Sádí Arabar og Barein geri slíkt hið sama í dag. 6. júní 2017 08:31
Samstarfsslitin skilja Katar eftir einangrað Óvissa ríkir á Arabíuskaganum eftir að fjöldi ríkja sleit stjórnmála- og viðskiptasambandi við Katar í gær. Yfirvöld segja vegið að sjálfstæði landsins en halda því fram að aðgerðirnar komi ekki til með að hafa nein áhrif á daglegt líf borgaranna. 6. júní 2017 07:00
Bandaríkjaher og Trump á öndverðum meiði um aðgerðir gegn Katar Donald Trump lofar aðgerðir Arabaríkja gegn Katar sem hefur engu að síður verið mikilvægt bandalagsríki Bandaríkjanna. Forsetinn segir aðgerðirnar afleiðingu heimsóknar sinnar til Sádí-Arabíu á dögunum. 6. júní 2017 19:21