Stefnir að því að senda menn til Mars árið 2024 Samúel Karl Ólason skrifar 29. september 2017 11:00 Teikning af mögulegri bækistöð á Mars. SpaceX Forsvarsmenn fyrirtækisins SpaceX stefna að því að senda fyrsta geimfar þeirra til Mars árið 2022. Tveimur árum seinna verða menn sendir til plánetunnar rauðu. Þetta kom fram í ræðu Elon Musk í Ástralíu nú í nótt. Þar sagði hann að SpaceX ætlaði að byggja eldflaug og geimfar sem flutt gæti fjölda fólks til Mars og væri jafnvel hægt að nota til fólksflutninga hér á jörðinni. Hægt væri að fara hvert sem er á Jörðinni á innan við klukkustund. „Ef við ætlum að byggja þetta til þess að fara til tunglsins og til Mars, af hverju ekki að fara einnig til annarra staða?“ sagði Musk í Ástralíu.SpaceX hefur umturnað þeim iðnaði sem snýr að geimferðum og má segja að fyrirtækið og Musk hafi endurkveikt áhuga fólks á geimferðum. Geimfarið sem fyrirtækið ætlar að byggja kallast BFR, eða Big Fucking Rocket og Musk sagðist telja að hann og starfsmenn hans hefðu fundið leiðir til að borga fyrir smíði hennar. Ræðu Musk í nótt var ætlað að vera nokkurs konar viðbót við ræðu sem hann flutti í Mexíkó í fyrra. Þar kynnti hann gríðarlega stóra geimflaug sem nota átti til að senda milljón manns til Mars á næstu 50 til 100 árum.SpaceX gæti notað BFR til allra þeirra verka sem fyrirtækið vinnur í dag og meira en það.SpaceXNú hefur hugmyndinni verið breitt nokkuð. Bæði geimfarið og eldflaugin sem mun koma því í geiminn eru minni. Þá væri hægt að nota farið til allra þeirra verka sem fyrirtækið vinnur að í dag. Það er að senda gervihnetti á sporbraut um Jörðina og senda birgðir til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar. Til stendur að breyta starfsemi SpaceX mikið með það markmið í huga að nota allar tekjur þess til að byggja BFR. SpaceX vinnur nú að því að fljúga með ónafngreinda ferðamenn hring í kringum Tunglið. Í ræðu sinni í nótt sagði Musk að hægt væri að byggja geimstöð á Tunglinu og sagði undarlegt að það hefði ekki verið gert nú þegar. NASA og Roscosmos tilkynntu þó í vikunni að stofnanirnar hefðu gert samkomulag um að vinna saman að byggingu geimstöðvar á sporbraut um Tunglið.Sjá má alla ræðu Elon Musk hér að neðan. SpaceX Vísindi Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Fleiri fréttir Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Sjá meira
Forsvarsmenn fyrirtækisins SpaceX stefna að því að senda fyrsta geimfar þeirra til Mars árið 2022. Tveimur árum seinna verða menn sendir til plánetunnar rauðu. Þetta kom fram í ræðu Elon Musk í Ástralíu nú í nótt. Þar sagði hann að SpaceX ætlaði að byggja eldflaug og geimfar sem flutt gæti fjölda fólks til Mars og væri jafnvel hægt að nota til fólksflutninga hér á jörðinni. Hægt væri að fara hvert sem er á Jörðinni á innan við klukkustund. „Ef við ætlum að byggja þetta til þess að fara til tunglsins og til Mars, af hverju ekki að fara einnig til annarra staða?“ sagði Musk í Ástralíu.SpaceX hefur umturnað þeim iðnaði sem snýr að geimferðum og má segja að fyrirtækið og Musk hafi endurkveikt áhuga fólks á geimferðum. Geimfarið sem fyrirtækið ætlar að byggja kallast BFR, eða Big Fucking Rocket og Musk sagðist telja að hann og starfsmenn hans hefðu fundið leiðir til að borga fyrir smíði hennar. Ræðu Musk í nótt var ætlað að vera nokkurs konar viðbót við ræðu sem hann flutti í Mexíkó í fyrra. Þar kynnti hann gríðarlega stóra geimflaug sem nota átti til að senda milljón manns til Mars á næstu 50 til 100 árum.SpaceX gæti notað BFR til allra þeirra verka sem fyrirtækið vinnur í dag og meira en það.SpaceXNú hefur hugmyndinni verið breitt nokkuð. Bæði geimfarið og eldflaugin sem mun koma því í geiminn eru minni. Þá væri hægt að nota farið til allra þeirra verka sem fyrirtækið vinnur að í dag. Það er að senda gervihnetti á sporbraut um Jörðina og senda birgðir til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar. Til stendur að breyta starfsemi SpaceX mikið með það markmið í huga að nota allar tekjur þess til að byggja BFR. SpaceX vinnur nú að því að fljúga með ónafngreinda ferðamenn hring í kringum Tunglið. Í ræðu sinni í nótt sagði Musk að hægt væri að byggja geimstöð á Tunglinu og sagði undarlegt að það hefði ekki verið gert nú þegar. NASA og Roscosmos tilkynntu þó í vikunni að stofnanirnar hefðu gert samkomulag um að vinna saman að byggingu geimstöðvar á sporbraut um Tunglið.Sjá má alla ræðu Elon Musk hér að neðan.
SpaceX Vísindi Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Fleiri fréttir Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Sjá meira