Háskólanemi talinn bera ábyrgð á skotárás í Kanada Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 30. janúar 2017 23:16 Hinn grunaði heitir Alexandre Bissonnette og er 27 ára gamall háskólanemi. Vísir/Facebook/AFP Fransk-kanadískur háskólanemi er talinn bera ábyrgð á skotárás á mosku í Quebec í gærkvöld þar sem sex létu lífið. Þá eru fimm enn í lífshættu og tólf til viðbótar særðir. Meira en fimmtíu manns voru í moskunni þegar árásin var gerð og þeir látnu voru á aldrinum 35 til 65 ára. Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, sagði árásina vera hryðjuverk. Lögregla handtók tvo menn í kjölfar árásarinnar. Annar var handtekinn á staðnum og annar var handtekinn í kjölfar þess að hann hringdi í neyðarlínuna. Hinn grunaði heitir Alexandre Bissonnette og er 27 ára gamall háskólanemi. Maður af marokkóskum ættum var einnig handtekinn en er yfirheyrður sem vitni, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu.Tilefnið ekki vitað Ekki er enn vitað hvert tilefni árásarinnar var og er málið enn rannsakað. „Þeir telja að hann hafi verið einn að verki,“ segir heimildarmaður Reuters. Justin Trudeau sagðist í yfirlýsingu vera sleginn yfir atburðinum en einnig sár og reiður. Hann sagði alla Kanadamenn fordæma árásir á bænahús trúarhópa þar sem fólk eigi sér sitt trúarlega skjól. Síðastliðið sumar var afskorið svínshöfuð skilið eftir fyrir framan dyrnar að sömu mosku. Í Quebec búa rúmlega 500 þúsund manns og er glæpatíðni þar frekar lág. Til að mynda voru tvö morð framin þar árið 2015. Þá eru skotárásir sjaldgæfar í Kanada, en þar eru lög um skotvopn umtalsvert strangari en í Bandaríkjunum. Tengdar fréttir Sex látnir eftir skotárás í mosku í Kanada Árásin var gerð þegar tugir höfðu komið saman í moskunni til kvöldbæna. 30. janúar 2017 07:14 Mest lesið Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Gylfi Ægisson er látinn Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Fleiri fréttir „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Sjá meira
Fransk-kanadískur háskólanemi er talinn bera ábyrgð á skotárás á mosku í Quebec í gærkvöld þar sem sex létu lífið. Þá eru fimm enn í lífshættu og tólf til viðbótar særðir. Meira en fimmtíu manns voru í moskunni þegar árásin var gerð og þeir látnu voru á aldrinum 35 til 65 ára. Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, sagði árásina vera hryðjuverk. Lögregla handtók tvo menn í kjölfar árásarinnar. Annar var handtekinn á staðnum og annar var handtekinn í kjölfar þess að hann hringdi í neyðarlínuna. Hinn grunaði heitir Alexandre Bissonnette og er 27 ára gamall háskólanemi. Maður af marokkóskum ættum var einnig handtekinn en er yfirheyrður sem vitni, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu.Tilefnið ekki vitað Ekki er enn vitað hvert tilefni árásarinnar var og er málið enn rannsakað. „Þeir telja að hann hafi verið einn að verki,“ segir heimildarmaður Reuters. Justin Trudeau sagðist í yfirlýsingu vera sleginn yfir atburðinum en einnig sár og reiður. Hann sagði alla Kanadamenn fordæma árásir á bænahús trúarhópa þar sem fólk eigi sér sitt trúarlega skjól. Síðastliðið sumar var afskorið svínshöfuð skilið eftir fyrir framan dyrnar að sömu mosku. Í Quebec búa rúmlega 500 þúsund manns og er glæpatíðni þar frekar lág. Til að mynda voru tvö morð framin þar árið 2015. Þá eru skotárásir sjaldgæfar í Kanada, en þar eru lög um skotvopn umtalsvert strangari en í Bandaríkjunum.
Tengdar fréttir Sex látnir eftir skotárás í mosku í Kanada Árásin var gerð þegar tugir höfðu komið saman í moskunni til kvöldbæna. 30. janúar 2017 07:14 Mest lesið Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Gylfi Ægisson er látinn Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Fleiri fréttir „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Sjá meira
Sex látnir eftir skotárás í mosku í Kanada Árásin var gerð þegar tugir höfðu komið saman í moskunni til kvöldbæna. 30. janúar 2017 07:14