Spennuþrungið baksvið viðræðna Tillerson og Lavrov Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 12. apríl 2017 12:43 Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands. Vísir/AFP Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands hittust í dag í Moskvu. Spennan hefur magnast í samskiptum ríkjanna í aðdraganda heimsóknar Tillerson til Rússlands Ríkin tvö eru ekki sammála um hvaða stefnu skuli taka í Sýrlandi og hefur spenna færst í samskipti ríkjanna eftir að stjórnarherinn í Sýrlandi, undir stjórn forsetans Bashar al-Assad, beitti efnavopnum í baráttu sinni gegn uppreisnarmönnum. Fyrir fund utanríkisráðherranna sökuðu embættismenn í Hvíta húsinu rússnesk stjórnvöld um að hylma yfir efnavopnaárás Assad. „Það er á hreinu að Rússar eru að reyna að hylma yfir hvað gerðist þarna,“ sagði embættismaður í Hvíta húsinu í samtali við Reuters. Rússar hafa stutt Assad og hafa gagnrýnt viðbrögð Bandaríkjanna við efnavopnaárásinni. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fyrirskipaði loftárás á flugvöll í Sýrlandi til þess að stjórnvöldum þar í landi fyrir efnavopnaárásina þar sem 87 létust, þar á meðal fjölmörg börn.Vladimir Putin, forseti Rússlands.Vísir/AFPPútin segir samskipti ríkjanna hafa versnaðVladimir Putin Rússlandsforseti sagði í sjónvarpsviðtali sem birt var í dag að samskipti ríkjanna hafi versnað frá því að Trump tók við völdum í janúar.Putin hefur sakað andstæðinga Assad í Sýrlandi um að hafa framið efnavopnaárásina og komið sök á stjórnarherinn í von um að draga Bandaríkin enn meira inn í átökin þar í landi.Tillerson vonast til þess að viðræðurnar við kollega sinn frá Rússlandi verði árangursríkar. Ljóst er þó að mikil spenna ríkir í samskiptum ríkjanna sem eru við frostmark, á sama tíma og bandaríska alríkislögreglan, FBI, rannsakar hvort að Rússar hafi haft afskipti af forsetakosningunum í Bandaríkjunum,með það að markmiði að koma Trump til valda. Donald Trump Sýrland Tengdar fréttir Pútín fordæmir árás Bandaríkjanna á Sýrland Yfirvöld í Rússlandi hafa fordæmt árás Bandaríkjanna á Sýrland. Yfirvöld í Bretlandi styðja aðgerðirnar. 7. apríl 2017 07:32 Á sjötta tug fórust í efnavopnaárásinni Talið er að saríngasi hafi verið varpað á íbúa sýrlenska bæjarins Khan Sheikhoun. Sýrlenski herinn neitar því að hafa beitt efnavopnum. Stjórnarandstaðan fer fram á tafarlausa rannsókn öryggisráðs SÞ. 5. apríl 2017 07:00 Trump íhugar hernaðaraðgerðir gegn al-Assad Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, telur það á sinni ábyrgð að hefna fyrir efnavopnaárásina á Khan Sheikhoun. Allt að hundrað fórust í árásinni. Varaforsetinn útilokar ekki hernaðaraðgerðir. Utanríkisráðherra Sýrlands segir herin 7. apríl 2017 00:15 Öryggisfræðingur telur Trump sprengja til að afvegaleiða almenning Öryggisfræðingur telur árásina í Sýrlandi lið í að draga athygli almennings frá erfiðleikum ríkisstjórnar Trump. 7. apríl 2017 15:55 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fleiri fréttir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Sjá meira
Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands hittust í dag í Moskvu. Spennan hefur magnast í samskiptum ríkjanna í aðdraganda heimsóknar Tillerson til Rússlands Ríkin tvö eru ekki sammála um hvaða stefnu skuli taka í Sýrlandi og hefur spenna færst í samskipti ríkjanna eftir að stjórnarherinn í Sýrlandi, undir stjórn forsetans Bashar al-Assad, beitti efnavopnum í baráttu sinni gegn uppreisnarmönnum. Fyrir fund utanríkisráðherranna sökuðu embættismenn í Hvíta húsinu rússnesk stjórnvöld um að hylma yfir efnavopnaárás Assad. „Það er á hreinu að Rússar eru að reyna að hylma yfir hvað gerðist þarna,“ sagði embættismaður í Hvíta húsinu í samtali við Reuters. Rússar hafa stutt Assad og hafa gagnrýnt viðbrögð Bandaríkjanna við efnavopnaárásinni. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fyrirskipaði loftárás á flugvöll í Sýrlandi til þess að stjórnvöldum þar í landi fyrir efnavopnaárásina þar sem 87 létust, þar á meðal fjölmörg börn.Vladimir Putin, forseti Rússlands.Vísir/AFPPútin segir samskipti ríkjanna hafa versnaðVladimir Putin Rússlandsforseti sagði í sjónvarpsviðtali sem birt var í dag að samskipti ríkjanna hafi versnað frá því að Trump tók við völdum í janúar.Putin hefur sakað andstæðinga Assad í Sýrlandi um að hafa framið efnavopnaárásina og komið sök á stjórnarherinn í von um að draga Bandaríkin enn meira inn í átökin þar í landi.Tillerson vonast til þess að viðræðurnar við kollega sinn frá Rússlandi verði árangursríkar. Ljóst er þó að mikil spenna ríkir í samskiptum ríkjanna sem eru við frostmark, á sama tíma og bandaríska alríkislögreglan, FBI, rannsakar hvort að Rússar hafi haft afskipti af forsetakosningunum í Bandaríkjunum,með það að markmiði að koma Trump til valda.
Donald Trump Sýrland Tengdar fréttir Pútín fordæmir árás Bandaríkjanna á Sýrland Yfirvöld í Rússlandi hafa fordæmt árás Bandaríkjanna á Sýrland. Yfirvöld í Bretlandi styðja aðgerðirnar. 7. apríl 2017 07:32 Á sjötta tug fórust í efnavopnaárásinni Talið er að saríngasi hafi verið varpað á íbúa sýrlenska bæjarins Khan Sheikhoun. Sýrlenski herinn neitar því að hafa beitt efnavopnum. Stjórnarandstaðan fer fram á tafarlausa rannsókn öryggisráðs SÞ. 5. apríl 2017 07:00 Trump íhugar hernaðaraðgerðir gegn al-Assad Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, telur það á sinni ábyrgð að hefna fyrir efnavopnaárásina á Khan Sheikhoun. Allt að hundrað fórust í árásinni. Varaforsetinn útilokar ekki hernaðaraðgerðir. Utanríkisráðherra Sýrlands segir herin 7. apríl 2017 00:15 Öryggisfræðingur telur Trump sprengja til að afvegaleiða almenning Öryggisfræðingur telur árásina í Sýrlandi lið í að draga athygli almennings frá erfiðleikum ríkisstjórnar Trump. 7. apríl 2017 15:55 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fleiri fréttir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Sjá meira
Pútín fordæmir árás Bandaríkjanna á Sýrland Yfirvöld í Rússlandi hafa fordæmt árás Bandaríkjanna á Sýrland. Yfirvöld í Bretlandi styðja aðgerðirnar. 7. apríl 2017 07:32
Á sjötta tug fórust í efnavopnaárásinni Talið er að saríngasi hafi verið varpað á íbúa sýrlenska bæjarins Khan Sheikhoun. Sýrlenski herinn neitar því að hafa beitt efnavopnum. Stjórnarandstaðan fer fram á tafarlausa rannsókn öryggisráðs SÞ. 5. apríl 2017 07:00
Trump íhugar hernaðaraðgerðir gegn al-Assad Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, telur það á sinni ábyrgð að hefna fyrir efnavopnaárásina á Khan Sheikhoun. Allt að hundrað fórust í árásinni. Varaforsetinn útilokar ekki hernaðaraðgerðir. Utanríkisráðherra Sýrlands segir herin 7. apríl 2017 00:15
Öryggisfræðingur telur Trump sprengja til að afvegaleiða almenning Öryggisfræðingur telur árásina í Sýrlandi lið í að draga athygli almennings frá erfiðleikum ríkisstjórnar Trump. 7. apríl 2017 15:55