Að venju fara fjölmargir leikir fram í ensku úrvalsdeildinni um jólahátíðina. Fjöldi beinna útsendinga verður frá ensku úrvalsdeildinni á Þorláksmessu, öðrum degi jóla sem og um gamlárshelgina.
Það verður því nóg að gera hjá lýsendum Stöðvar 2 Sports sem rifjuðu upp sínar bestu jólaminningar í skemmtilegri auglýsingu, sem má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.
Enska jólaveislan hefst strax í kvöld þegar Arsenal tekur á móti Liverpool klukkan 19.45.
Enski boltinn