Stefnan er sett á að fara út Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. september 2017 06:00 Sigríður Lára Garðarsdóttir og Sóley Guðmundsdóttir lyfta Borgunarbikarnum. vísir/ernir ÍBV varð á laugardaginn bikarmeistari kvenna í annað sinn í sögu félagsins eftir 2-3 sigur á Stjörnunni á Laugardalsvelli. Sigríður Lára Garðarsdóttir skoraði sigurmark Eyjakvenna úr umdeildri vítaspyrnu þegar átta mínútur voru eftir af framlengingu. ÍBV er því bikarmeistari karla og kvenna 2017. Sannkallað bikarár í Eyjum. „Þetta var ógleymanlegt. Þetta er fyrsti titillinn minn,“ sagði Sigríður Lára hin kátasta í samtali við Fréttablaðið í gær. ÍBV lék einnig til úrslita í bikarkeppninni í fyrra. Þá fékk liðið á sig mark strax á upphafsmínútunni gegn Breiðabliki og endaði á því að tapa 3-1. Á laugardaginn var þessu öðruvísi farið. Aðeins voru liðnar fjórar mínútur af leiknum þegar Cloé Lacasse komst inn í sendingu Kristrúnar Kristjánsdóttur til baka, lék á Gemmu Fay og skoraði. ÍBV náði ekki að fylgja þessari draumabyrjun eftir og Stjarnan náði forystunni fyrir hálfleik. Stjörnukonur leiddu fram á 89. mínútu þegar Kristín Erna Sigurlásdóttir skoraði eftir sendingu frá Cloé. Sú síðarnefnda fiskaði svo vítið sem Sigríður Lára skoraði sigurmarkið úr.Duttu niður eftir frábæra byrjun „Við byrjuðum af þvílíkum krafti og uppskárum gott mark. Fyrsti hálftíminn var mjög góður en við duttum niður og fengum tvö mörk á okkur. Byrjunin á seinni hálfleik var ekki alveg nógu góð en svo kom aftur kraftur í okkur síðustu 20 mínúturnar,“ sagði Sigríður Lára og bætti við að hún hefði alltaf haft trú á því að Eyjakonur gætu komið til baka sem og þær gerðu. Sigríður Lára hrósar áðurnefndri Cloé Lacasse sem var maður leiksins á laugardaginn, enda kom hún að öllum þremur mörkum ÍBV; skoraði það fyrsta, lagði upp það annað og fiskaði svo vítið sem sigurmarkið kom úr. Þessi magnaði kanadíski leikmaður er driffjöðurinn í sóknarleik ÍBV og hefur skorað 16 mörk í 19 leikjum í deild og bikar í sumar. „Hún er rosalega góður leikmaður; dugleg og vinnusöm og frábær liðsfélagi. Við erum mjög ánægð að hafa hana,“ sagði Sigríður Lára um Cloé sem hefur spilað hér á landi undanfarin þrjú ár og skorað 41 mark í 60 leikjum í deild og bikar.Sigríður Lára á ferðinni í bikarúrslitaleiknum.vísir/ernirDýr jafntefli eftir EM-hléið ÍBV hafði unnið sjö leiki í röð í deild og bikar með markatölunni 17-1 þegar EM-hléið skall á. Liðið stimplaði sig hins vegar út úr toppbaráttunni í Pepsi-deildinni með því að gera jafntefli í fyrstu þremur leikjunum eftir EM-hléið. „Þegar maður lítur til baka er svekkjandi að hafa ekki náð að klára þessa leiki. Þetta var einbeitingarleysi hjá okkur,“ sagði Sigríður Lára. Þessi öfluga Eyjakona hefur átt ansi magnað ár. Hún átti aðeins einn landsleik að baki þegar árið 2017 gekk í garð en nú hefur hún spilað 10 landsleiki og farið á stórmót.Bjóst ekki við þessu „Ég verð að viðurkenna að ég sá þetta ekki fyrir þótt ég hafi sett mér það markmið að komast í landsliðshópinn og á EM. Það var stefnan en ég bjóst ekki við þessu,“ sagði Sigríður Lára sem kom inn í byrjunarlið íslenska landsliðsins í 1-1 jafntefli við Noreg á Algarve-mótinu í mars. Hún stökk nánast fullsköpuð inn í landsliðið og hefur spilað níu af 10 leikjum þess á árinu. „Ég ákvað að nýta tækifærið og sanna mig. Og ég hef greinilega gert það,“ sagði Sigríður Lára sem segist hafa lært mikið á EM, þótt úrslitin hafi verið slæm. „Þetta var hrikalega mikil reynsla, þvílík upplifun og lærdómsríkt. Að spila á þessu getustigi er eitthvað sem mann langar að gera.“ Sigríður Lára segir að hraðinn í landsleikjum gegn góðum liðum sé allt annar og meiri en í Pepsi-deildinni.Sigríður Lára í leik Íslands og Frakklands á EM.vísir/gettyAllt góðir leikmenn á EM „Maður þarf að venjast hraðanum. Hann er rosalega mikill. Það er gríðarlega mikill munur á því að spila landsleik og leik í Pepsi-deildinni. Leikmennirnir sem maður spilaði á móti á EM voru allir góðir á boltanum og allar sendingar nánast fullkomnar,“ sagði hin 23 ára gamla Sigríður Lára. En hvert er framhaldið hjá Slátraranum úr Eyjum, eins og landsliðsþjálfarinn Freyr Alexandersson kallar Sigríði Láru? „Stefnan er klárlega að fara út,“ sagði Eyjakonan sem veit af áhuga að utan. „Það skýrist eftir tímabilið og kemur í ljós.“ Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Fleiri fréttir Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Sjá meira
ÍBV varð á laugardaginn bikarmeistari kvenna í annað sinn í sögu félagsins eftir 2-3 sigur á Stjörnunni á Laugardalsvelli. Sigríður Lára Garðarsdóttir skoraði sigurmark Eyjakvenna úr umdeildri vítaspyrnu þegar átta mínútur voru eftir af framlengingu. ÍBV er því bikarmeistari karla og kvenna 2017. Sannkallað bikarár í Eyjum. „Þetta var ógleymanlegt. Þetta er fyrsti titillinn minn,“ sagði Sigríður Lára hin kátasta í samtali við Fréttablaðið í gær. ÍBV lék einnig til úrslita í bikarkeppninni í fyrra. Þá fékk liðið á sig mark strax á upphafsmínútunni gegn Breiðabliki og endaði á því að tapa 3-1. Á laugardaginn var þessu öðruvísi farið. Aðeins voru liðnar fjórar mínútur af leiknum þegar Cloé Lacasse komst inn í sendingu Kristrúnar Kristjánsdóttur til baka, lék á Gemmu Fay og skoraði. ÍBV náði ekki að fylgja þessari draumabyrjun eftir og Stjarnan náði forystunni fyrir hálfleik. Stjörnukonur leiddu fram á 89. mínútu þegar Kristín Erna Sigurlásdóttir skoraði eftir sendingu frá Cloé. Sú síðarnefnda fiskaði svo vítið sem Sigríður Lára skoraði sigurmarkið úr.Duttu niður eftir frábæra byrjun „Við byrjuðum af þvílíkum krafti og uppskárum gott mark. Fyrsti hálftíminn var mjög góður en við duttum niður og fengum tvö mörk á okkur. Byrjunin á seinni hálfleik var ekki alveg nógu góð en svo kom aftur kraftur í okkur síðustu 20 mínúturnar,“ sagði Sigríður Lára og bætti við að hún hefði alltaf haft trú á því að Eyjakonur gætu komið til baka sem og þær gerðu. Sigríður Lára hrósar áðurnefndri Cloé Lacasse sem var maður leiksins á laugardaginn, enda kom hún að öllum þremur mörkum ÍBV; skoraði það fyrsta, lagði upp það annað og fiskaði svo vítið sem sigurmarkið kom úr. Þessi magnaði kanadíski leikmaður er driffjöðurinn í sóknarleik ÍBV og hefur skorað 16 mörk í 19 leikjum í deild og bikar í sumar. „Hún er rosalega góður leikmaður; dugleg og vinnusöm og frábær liðsfélagi. Við erum mjög ánægð að hafa hana,“ sagði Sigríður Lára um Cloé sem hefur spilað hér á landi undanfarin þrjú ár og skorað 41 mark í 60 leikjum í deild og bikar.Sigríður Lára á ferðinni í bikarúrslitaleiknum.vísir/ernirDýr jafntefli eftir EM-hléið ÍBV hafði unnið sjö leiki í röð í deild og bikar með markatölunni 17-1 þegar EM-hléið skall á. Liðið stimplaði sig hins vegar út úr toppbaráttunni í Pepsi-deildinni með því að gera jafntefli í fyrstu þremur leikjunum eftir EM-hléið. „Þegar maður lítur til baka er svekkjandi að hafa ekki náð að klára þessa leiki. Þetta var einbeitingarleysi hjá okkur,“ sagði Sigríður Lára. Þessi öfluga Eyjakona hefur átt ansi magnað ár. Hún átti aðeins einn landsleik að baki þegar árið 2017 gekk í garð en nú hefur hún spilað 10 landsleiki og farið á stórmót.Bjóst ekki við þessu „Ég verð að viðurkenna að ég sá þetta ekki fyrir þótt ég hafi sett mér það markmið að komast í landsliðshópinn og á EM. Það var stefnan en ég bjóst ekki við þessu,“ sagði Sigríður Lára sem kom inn í byrjunarlið íslenska landsliðsins í 1-1 jafntefli við Noreg á Algarve-mótinu í mars. Hún stökk nánast fullsköpuð inn í landsliðið og hefur spilað níu af 10 leikjum þess á árinu. „Ég ákvað að nýta tækifærið og sanna mig. Og ég hef greinilega gert það,“ sagði Sigríður Lára sem segist hafa lært mikið á EM, þótt úrslitin hafi verið slæm. „Þetta var hrikalega mikil reynsla, þvílík upplifun og lærdómsríkt. Að spila á þessu getustigi er eitthvað sem mann langar að gera.“ Sigríður Lára segir að hraðinn í landsleikjum gegn góðum liðum sé allt annar og meiri en í Pepsi-deildinni.Sigríður Lára í leik Íslands og Frakklands á EM.vísir/gettyAllt góðir leikmenn á EM „Maður þarf að venjast hraðanum. Hann er rosalega mikill. Það er gríðarlega mikill munur á því að spila landsleik og leik í Pepsi-deildinni. Leikmennirnir sem maður spilaði á móti á EM voru allir góðir á boltanum og allar sendingar nánast fullkomnar,“ sagði hin 23 ára gamla Sigríður Lára. En hvert er framhaldið hjá Slátraranum úr Eyjum, eins og landsliðsþjálfarinn Freyr Alexandersson kallar Sigríði Láru? „Stefnan er klárlega að fara út,“ sagði Eyjakonan sem veit af áhuga að utan. „Það skýrist eftir tímabilið og kemur í ljós.“
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Fleiri fréttir Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Sjá meira