Skoraði fyrsta mark Brighton í deild þeirra bestu síðan 1983 Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. september 2017 08:15 Pascal Gross (lengst til vinstri) fagnar. vísir/getty Eftir þrjá leiki án þess að vinna og skora kom fyrsti sigur Brighton á laugardaginn. Nýliðarnir unnu þá 3-1 sigur á West Brom á heimavelli. Það stefndi allt í markalausan fyrri hálfleik áður en Pascal Gross skoraði fyrsta markið á 45. mínútu. Þetta var ekki bara fyrsta mark Brighton á tímabilinu, heldur fyrsta mark Mávanna í efstu deild í 34 ár. Gross bætti öðru marki við 48. mínútu og hann lagði svo þriðja mark Brighton upp fyrir Tomer Hemed. James Morrison minnkaði muninn fyrir West Brom en það breytti engu um úrslit leiksins. Brighton keypti hinn 26 ára gamla Gross frá Ingolstadt fyrir 2,7 milljónir punda í sumar. Ingolstadt féll úr þýsku úrvalsdeildinni í fyrra en þrátt fyrir það átti Gross gott tímabil. Hann skoraði fimm mörk, gaf fjórar stoðsendingar og bjó til flest færi allra leikmanna deildarinnar, eða 95 talsins.Stóru málin eftir helgina í enska boltanumStærstu úrslitin Manchester City tók Liverpool í bakaríið á Etihad. Rauða spjaldið sem Sadio Mané fékk hafði vissulega mikið að segja en City sýndi enga miskunn manni fleiri og hélt áfram að sækja þótt úrslitin væru löngu ráðin.Hvað kom á óvart? Brighton vann sinn fyrsta sigur í efstu deild síðan 1983 þegar liðið lagði ósigraða West Brom-menn örugglega að velli. Sterkur sigur hjá strákunum hans Chris Houghton og gefur þeim byr undir báða vængi í baráttunni sem fram undan er.Mestu vonbrigðin Liverpool byrjaði stórleikinn gegn City vel en var refsað fyrir einbeitingarleysi í vörninni um miðjan fyrri hálfleik þegar Sergio Agüero kom heimamönnum yfir. Eftir rauða spjaldið fór allt til fjandans hjá Liverpool. Vörnin var hriplek og réð ekkert við spræka sóknarmenn City. Liverpool hefur fengið á sig átta mörk í fyrstu fjórum leikjum tímabilsins. Enski boltinn Tengdar fréttir Breiðir út fagnaðarerindið í Manchester Brasilíski framherjinn Gabriel Jesus heldur áfram að blómstra í liði Manchester City og skoraði tvö mörk í stórsigrinum á Liverpool um helgina. 11. september 2017 07:30 Mest lesið Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Fótbolti Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Fleiri fréttir Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Sjá meira
Eftir þrjá leiki án þess að vinna og skora kom fyrsti sigur Brighton á laugardaginn. Nýliðarnir unnu þá 3-1 sigur á West Brom á heimavelli. Það stefndi allt í markalausan fyrri hálfleik áður en Pascal Gross skoraði fyrsta markið á 45. mínútu. Þetta var ekki bara fyrsta mark Brighton á tímabilinu, heldur fyrsta mark Mávanna í efstu deild í 34 ár. Gross bætti öðru marki við 48. mínútu og hann lagði svo þriðja mark Brighton upp fyrir Tomer Hemed. James Morrison minnkaði muninn fyrir West Brom en það breytti engu um úrslit leiksins. Brighton keypti hinn 26 ára gamla Gross frá Ingolstadt fyrir 2,7 milljónir punda í sumar. Ingolstadt féll úr þýsku úrvalsdeildinni í fyrra en þrátt fyrir það átti Gross gott tímabil. Hann skoraði fimm mörk, gaf fjórar stoðsendingar og bjó til flest færi allra leikmanna deildarinnar, eða 95 talsins.Stóru málin eftir helgina í enska boltanumStærstu úrslitin Manchester City tók Liverpool í bakaríið á Etihad. Rauða spjaldið sem Sadio Mané fékk hafði vissulega mikið að segja en City sýndi enga miskunn manni fleiri og hélt áfram að sækja þótt úrslitin væru löngu ráðin.Hvað kom á óvart? Brighton vann sinn fyrsta sigur í efstu deild síðan 1983 þegar liðið lagði ósigraða West Brom-menn örugglega að velli. Sterkur sigur hjá strákunum hans Chris Houghton og gefur þeim byr undir báða vængi í baráttunni sem fram undan er.Mestu vonbrigðin Liverpool byrjaði stórleikinn gegn City vel en var refsað fyrir einbeitingarleysi í vörninni um miðjan fyrri hálfleik þegar Sergio Agüero kom heimamönnum yfir. Eftir rauða spjaldið fór allt til fjandans hjá Liverpool. Vörnin var hriplek og réð ekkert við spræka sóknarmenn City. Liverpool hefur fengið á sig átta mörk í fyrstu fjórum leikjum tímabilsins.
Enski boltinn Tengdar fréttir Breiðir út fagnaðarerindið í Manchester Brasilíski framherjinn Gabriel Jesus heldur áfram að blómstra í liði Manchester City og skoraði tvö mörk í stórsigrinum á Liverpool um helgina. 11. september 2017 07:30 Mest lesið Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Fótbolti Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Fleiri fréttir Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Sjá meira
Breiðir út fagnaðarerindið í Manchester Brasilíski framherjinn Gabriel Jesus heldur áfram að blómstra í liði Manchester City og skoraði tvö mörk í stórsigrinum á Liverpool um helgina. 11. september 2017 07:30