Bilic fékk langþráðan sigur í afmælisgjöf

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Slaven Bilic fagnar 49 ára afmæli sínu í dag.
Slaven Bilic fagnar 49 ára afmæli sínu í dag. vísir/getty
West Ham lagði Huddersfield Town að velli, 2-0, í síðasta leik 4. umferðar ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld.

Þetta var fyrsti sigur West Ham á tímabilinu og þungu fargi því væntanlega létt af Slaven Bilic, knattspyrnustjóra Hamranna, sem á afmæli í dag. Króatinn er orðinn 49 ára gamall.

Þetta var hins vegar fyrsta tap Huddersfield sem hefur komið mjög á óvart í byrjun tímabilsins.

West Ham var sterkari aðilinn í fyrri hálfleik en tókst ekki að skora.

Heimamenn brutu loks ísinn á 72. mínútu þegar skot Pedros Obiang fór í tvo varnarmenn Huddersfield og í netið.

Aðeins fimm mínútum síðar bætti varamaðurinn André Ayew öðru marki við eftir hornspyrnu Aarons Cresswell. Lokatölur 2-0, West Ham í vil.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira