Kennarar FÁ slegnir: „Fyrst og fremst ósátt við alla þessa óvissu og þessa leyndarhyggju“ Birgir Olgeirsson og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 5. maí 2017 21:00 Viðræður milli menntamálaráðuneytisins, Tækniskóla Íslands og Fjölbrautaskólans við Ármúla um sameiningu skólanna hafa staðið yfir frá því í febrúar. Tækniskólinn er í eigu atvinnulífsins en hefur ekki heimild til að greiða eigendum sínum arð og greiða nemendur svipuð gjöld til skólans og greidd eru almennt í framhaldsskólum landsins. Þingmenn stjórnarandstöðunnar brugðust ókvæða við fréttum af sameiningunni á Alþingi í gær og fordæmdu það sem þeir kölluðu einkavæðingu á framhaldsskóla án samráðs við Alþingi. Fundað var um málið í allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis í dag og fór Kristján Þór Júlíusson, menntamálaráðherra, yfir stöðuna. Hann hefur sagt að málið sé ekki komið á ákvörðunarstig. Áhyggjur eru miklar meðal kennara hér í Ármúlaskóla sem funduðu ásamt skólameisturum í hádeginu í dag. Á fundinum ræddu skólameistarar við kennara skólans um áhrif mögulegrar sameiningar skólanna. Kennarar höfðu ekki hugmynd um málið fyrr en í gær og segir Unnar Þór Backman, trúnaðarmaður kennara í Fjölbrautaskólanum við Ármúla, að þeim sé verulega brugðið. „Við erum bara fyrst og fremst ósátt við alla þessa óvissu og þessa leyndarhyggju. Það virðist vera að þetta ferli hafi verið í gangi í marga mánuði.“ Unnar segir bagalegt að ekki hafi verið hægt að ræða málin við nemendur. Hann segist ekki geta séð að nein skynsamleg rök hafi komið fram fyrir yfirtökunni og að því megi ætla að önnur sjónarmið búi að baki en fækkun nemenda á framhaldsskólastigi. „Maður veltir til dæmis fyrir sér af hverju við vorum ekki sameinuðu FB sem mér finnst miklu líkara fjölbrautaskólanum við Ármúla. Menn velta fyrir sér einmitt er verið að sameina okkur Tækniskólanum úta f því menn vilja einkavæða Ármúla?“ Steinn Jóhannsson, skólameistari við Ármúlaskóla segist skilja óánægju starfsfólks skólans. „Því þetta kom þeim í opna skjöldu. Það sem við munum tryggja í þessu ferli, verði skólarnir sameinaðir, er að tryggja réttindi starfsfólks og nemenda. Það er númer eitt, tvö og þrjú.“ Tengdar fréttir Segir það samræmast stefnu Viðreisnar að sameina skólana Þingmaður Viðreisnar segir hugmyndir um sameiningu Fjölbrautaskólans við Ármúla og Tækniskólans samræmast vel stefnu Viðreisnar. 5. maí 2017 13:30 Unnið að sameiningu Tækniskólans og Fjölbrautarskólans við Ármúla Unnið er að sameiningu Fjölbrautaskólans við Ármúla og Tækniskólans. Stefnt er að því að skólarnir verði sameinaðir á næstunni, 4. maí 2017 10:23 Starfsfólk við FÁ fordæmir gerræðisleg vinnubrögð Kristjáns Þórs Eiríkur Brynjólfsson segir kennurum hreinlega misboðið vegna þess hvernig staðið er að fyrirhugaðri sameiningu Tækniskólans og FÁ. 5. maí 2017 13:49 Segjast uggandi yfir áformum um að einkavæða Ármúlaskóla Kennarar í FÁ eru skildir eftir í óvissu, segir trúnaðarmaður þeirra. Ríkið haldi frá þeim upplýsingum um sameiningu skólans við Tækniskólann. Formaður Félags framhaldsskólakennara segir einkavæðingu FÁ í uppsiglingu. Nefndarmaður 5. maí 2017 07:00 Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Innlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Handtekinn í Dölunum Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Fleiri fréttir Situr fastur í vaxtasúpu og býst við bílskúrssmíði fyrir börnin Flestum þykir ekki nóg gert en þeim fjölgar sem telja of langt gengið Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Sjá meira
Viðræður milli menntamálaráðuneytisins, Tækniskóla Íslands og Fjölbrautaskólans við Ármúla um sameiningu skólanna hafa staðið yfir frá því í febrúar. Tækniskólinn er í eigu atvinnulífsins en hefur ekki heimild til að greiða eigendum sínum arð og greiða nemendur svipuð gjöld til skólans og greidd eru almennt í framhaldsskólum landsins. Þingmenn stjórnarandstöðunnar brugðust ókvæða við fréttum af sameiningunni á Alþingi í gær og fordæmdu það sem þeir kölluðu einkavæðingu á framhaldsskóla án samráðs við Alþingi. Fundað var um málið í allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis í dag og fór Kristján Þór Júlíusson, menntamálaráðherra, yfir stöðuna. Hann hefur sagt að málið sé ekki komið á ákvörðunarstig. Áhyggjur eru miklar meðal kennara hér í Ármúlaskóla sem funduðu ásamt skólameisturum í hádeginu í dag. Á fundinum ræddu skólameistarar við kennara skólans um áhrif mögulegrar sameiningar skólanna. Kennarar höfðu ekki hugmynd um málið fyrr en í gær og segir Unnar Þór Backman, trúnaðarmaður kennara í Fjölbrautaskólanum við Ármúla, að þeim sé verulega brugðið. „Við erum bara fyrst og fremst ósátt við alla þessa óvissu og þessa leyndarhyggju. Það virðist vera að þetta ferli hafi verið í gangi í marga mánuði.“ Unnar segir bagalegt að ekki hafi verið hægt að ræða málin við nemendur. Hann segist ekki geta séð að nein skynsamleg rök hafi komið fram fyrir yfirtökunni og að því megi ætla að önnur sjónarmið búi að baki en fækkun nemenda á framhaldsskólastigi. „Maður veltir til dæmis fyrir sér af hverju við vorum ekki sameinuðu FB sem mér finnst miklu líkara fjölbrautaskólanum við Ármúla. Menn velta fyrir sér einmitt er verið að sameina okkur Tækniskólanum úta f því menn vilja einkavæða Ármúla?“ Steinn Jóhannsson, skólameistari við Ármúlaskóla segist skilja óánægju starfsfólks skólans. „Því þetta kom þeim í opna skjöldu. Það sem við munum tryggja í þessu ferli, verði skólarnir sameinaðir, er að tryggja réttindi starfsfólks og nemenda. Það er númer eitt, tvö og þrjú.“
Tengdar fréttir Segir það samræmast stefnu Viðreisnar að sameina skólana Þingmaður Viðreisnar segir hugmyndir um sameiningu Fjölbrautaskólans við Ármúla og Tækniskólans samræmast vel stefnu Viðreisnar. 5. maí 2017 13:30 Unnið að sameiningu Tækniskólans og Fjölbrautarskólans við Ármúla Unnið er að sameiningu Fjölbrautaskólans við Ármúla og Tækniskólans. Stefnt er að því að skólarnir verði sameinaðir á næstunni, 4. maí 2017 10:23 Starfsfólk við FÁ fordæmir gerræðisleg vinnubrögð Kristjáns Þórs Eiríkur Brynjólfsson segir kennurum hreinlega misboðið vegna þess hvernig staðið er að fyrirhugaðri sameiningu Tækniskólans og FÁ. 5. maí 2017 13:49 Segjast uggandi yfir áformum um að einkavæða Ármúlaskóla Kennarar í FÁ eru skildir eftir í óvissu, segir trúnaðarmaður þeirra. Ríkið haldi frá þeim upplýsingum um sameiningu skólans við Tækniskólann. Formaður Félags framhaldsskólakennara segir einkavæðingu FÁ í uppsiglingu. Nefndarmaður 5. maí 2017 07:00 Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Innlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Handtekinn í Dölunum Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Fleiri fréttir Situr fastur í vaxtasúpu og býst við bílskúrssmíði fyrir börnin Flestum þykir ekki nóg gert en þeim fjölgar sem telja of langt gengið Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Sjá meira
Segir það samræmast stefnu Viðreisnar að sameina skólana Þingmaður Viðreisnar segir hugmyndir um sameiningu Fjölbrautaskólans við Ármúla og Tækniskólans samræmast vel stefnu Viðreisnar. 5. maí 2017 13:30
Unnið að sameiningu Tækniskólans og Fjölbrautarskólans við Ármúla Unnið er að sameiningu Fjölbrautaskólans við Ármúla og Tækniskólans. Stefnt er að því að skólarnir verði sameinaðir á næstunni, 4. maí 2017 10:23
Starfsfólk við FÁ fordæmir gerræðisleg vinnubrögð Kristjáns Þórs Eiríkur Brynjólfsson segir kennurum hreinlega misboðið vegna þess hvernig staðið er að fyrirhugaðri sameiningu Tækniskólans og FÁ. 5. maí 2017 13:49
Segjast uggandi yfir áformum um að einkavæða Ármúlaskóla Kennarar í FÁ eru skildir eftir í óvissu, segir trúnaðarmaður þeirra. Ríkið haldi frá þeim upplýsingum um sameiningu skólans við Tækniskólann. Formaður Félags framhaldsskólakennara segir einkavæðingu FÁ í uppsiglingu. Nefndarmaður 5. maí 2017 07:00