Mexíkósku stjörnurnar hjá Þór/KA flúðu fordómana í heimalandinu og fundu griðarstað á Akureyri Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. júlí 2017 10:15 Stephany Mayor og Bianca Sierra eru samherjar hjá Þór/KA og mexíkóska landsliðinu. vísir/eyþór/getty Mexíkósku landsliðskonurnar og parið Stephany Mayor og Bianca Sierra komu alla leið til Íslands til að flýja fordóma í heimalandinu. Landsliðsþjálfari Mexíkó hvatti þær m.a. til að halda sambandinu leyndu. Langt viðtal við þær Mayor og Sierra birtist í New York Times í dag. Mayor og Sierra eru í lykilhlutverki hjá Þór/KA sem er með sex stiga forskot á toppi Pepsi-deildar kvenna þegar sjö umferðum er ólokið. Mayor hefur farið hamförum í sóknarleik norðanstúlkna; skorað níu mörk og gefið sex stoðsendingar í 11 leikjum. Og Sierra er hluti af bestu vörn landsins. Þær voru báðar valdar í úrvalslið fyrri umferðarinnar í Pepsi-deild kvenna. Mayor og Sierra kunna vel við sig á Akureyri þar sem þeim var tekið með opnum örmum og þær þurfa ekki að fela samband sitt. Sú hefur ekki alltaf verið raunin eins og fram kemur í viðtalinu í New York Times.Þór/KA er taplaust á toppi Pepsi-deildar kvenna.vísir/eyþórHómófóbía í menningunni Mayor og Sierra kynntust árið 2010 þegar þær léku saman með U-20 ára landsliði Mexíkó á HM í Þýskalandi. Þær urðu fljótt nánar en ástin blómstraði ekki fyrr en þremur árum síðar. Í viðtalinu segir Mayor að samkynhneigð sé tabú í Mexíkó. „Það eru hlutir sem er ekki talað um. Þetta er í menningunni; þú getur ekki verið opin með samband þitt,“ segir Mayor. Þær stöllur greindu fjölskyldum og liðsfélögum sínum frá sambandinu sem vakti fljótlega athygli Leonardos Cuéllar, fyrrverandi landsliðsþjálfara Mexíkó. Á fundi á æfingamóti fyrir HM 2015 kallaði Cuéllar leikmenn mexíkóska liðsins á fund þar sem bannaði notkun áfengis og predikaði varfærni á samfélagsmiðlum. Svo beindi hann orðum sínum að Mayor og Sierra.Leonardo Cuéllar var ekki hrifinn af sambandi Mayors og Sierra.vísir/gettyVil ekki sjá ykkur haldast í hendur „Hann sagði, „Mér er sama þótt þið séuð par eða ekki en ég vil ekki sjá ykkur haldast í hendur eða eitthvað slíkt,“ segir Mayor þegar hún rifjar fundinn upp. Þrátt fyrir þessa hótun Cuéllars ákváðu Mayor og Sierra að fara á HM í Kanada því þær fundu fyrir stuðningi frá liðsfélögum sínum. Eftir HM fannst þeim enn frekar þrengt að sér. Þær gáfu ekki kost á sér í landsliðið í febrúar í fyrra vegna framkomu Cuéllars. Í júní opinberuðu þær svo samband sitt á samfélagsmiðlum og fengu í kjölfarið yfir sig ömurlegar athugasemdir og hótanir.Mi mundopic.twitter.com/Qn4kDuT47T— Bianca Sierra (@Bfromthe_BAYY) June 1, 2016 „Mér býður við ykkur, í mínu hverfi hefði verið kveikt í ykkur,“ var ein þeirra athugasemda sem Mayor og Sierra fengu. Að þeirra sögn voru allar neikvæðu athugasemdirnar á spænsku en ekki ensku. Mayor og Sierra fundu hins vegar griðarstað á Akureyri. Sú fyrrnefnda gekk í raðir Þórs/KA í fyrra og Sierra kom svo fyrir þetta tímabil. „Allt frá upphafi vorum við metnar að verðleikum sem leikmenn, án fordóma,“ segir Sierra um lífið á Akureyri.Viðtalið í New York Times má lesa með því að smella hér. Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Þór/KA 1-2 | Norðanstúlkur fara í EM-fríið með gott forskot Þór/KA er með sex stiga forskot á toppi Pepsi-deildar kvenna eftir gríðarlega mikilvægan sigur á Blikum í Kópavogi. 2. júlí 2017 19:15 Sjáðu sigurmark Söndru í Kópavoginum og öll hin úr 11. umferðinni | Myndband Fjórir leikir fóru fram í 11. umferð Pepsi-deildar kvenna um helgina. Alls voru 16 mörk skoruð í þessum fjórum leikjum, eða fjögur mörk að meðaltali í leik. 4. júlí 2017 07:15 Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Enski boltinn Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Sjá meira
Mexíkósku landsliðskonurnar og parið Stephany Mayor og Bianca Sierra komu alla leið til Íslands til að flýja fordóma í heimalandinu. Landsliðsþjálfari Mexíkó hvatti þær m.a. til að halda sambandinu leyndu. Langt viðtal við þær Mayor og Sierra birtist í New York Times í dag. Mayor og Sierra eru í lykilhlutverki hjá Þór/KA sem er með sex stiga forskot á toppi Pepsi-deildar kvenna þegar sjö umferðum er ólokið. Mayor hefur farið hamförum í sóknarleik norðanstúlkna; skorað níu mörk og gefið sex stoðsendingar í 11 leikjum. Og Sierra er hluti af bestu vörn landsins. Þær voru báðar valdar í úrvalslið fyrri umferðarinnar í Pepsi-deild kvenna. Mayor og Sierra kunna vel við sig á Akureyri þar sem þeim var tekið með opnum örmum og þær þurfa ekki að fela samband sitt. Sú hefur ekki alltaf verið raunin eins og fram kemur í viðtalinu í New York Times.Þór/KA er taplaust á toppi Pepsi-deildar kvenna.vísir/eyþórHómófóbía í menningunni Mayor og Sierra kynntust árið 2010 þegar þær léku saman með U-20 ára landsliði Mexíkó á HM í Þýskalandi. Þær urðu fljótt nánar en ástin blómstraði ekki fyrr en þremur árum síðar. Í viðtalinu segir Mayor að samkynhneigð sé tabú í Mexíkó. „Það eru hlutir sem er ekki talað um. Þetta er í menningunni; þú getur ekki verið opin með samband þitt,“ segir Mayor. Þær stöllur greindu fjölskyldum og liðsfélögum sínum frá sambandinu sem vakti fljótlega athygli Leonardos Cuéllar, fyrrverandi landsliðsþjálfara Mexíkó. Á fundi á æfingamóti fyrir HM 2015 kallaði Cuéllar leikmenn mexíkóska liðsins á fund þar sem bannaði notkun áfengis og predikaði varfærni á samfélagsmiðlum. Svo beindi hann orðum sínum að Mayor og Sierra.Leonardo Cuéllar var ekki hrifinn af sambandi Mayors og Sierra.vísir/gettyVil ekki sjá ykkur haldast í hendur „Hann sagði, „Mér er sama þótt þið séuð par eða ekki en ég vil ekki sjá ykkur haldast í hendur eða eitthvað slíkt,“ segir Mayor þegar hún rifjar fundinn upp. Þrátt fyrir þessa hótun Cuéllars ákváðu Mayor og Sierra að fara á HM í Kanada því þær fundu fyrir stuðningi frá liðsfélögum sínum. Eftir HM fannst þeim enn frekar þrengt að sér. Þær gáfu ekki kost á sér í landsliðið í febrúar í fyrra vegna framkomu Cuéllars. Í júní opinberuðu þær svo samband sitt á samfélagsmiðlum og fengu í kjölfarið yfir sig ömurlegar athugasemdir og hótanir.Mi mundopic.twitter.com/Qn4kDuT47T— Bianca Sierra (@Bfromthe_BAYY) June 1, 2016 „Mér býður við ykkur, í mínu hverfi hefði verið kveikt í ykkur,“ var ein þeirra athugasemda sem Mayor og Sierra fengu. Að þeirra sögn voru allar neikvæðu athugasemdirnar á spænsku en ekki ensku. Mayor og Sierra fundu hins vegar griðarstað á Akureyri. Sú fyrrnefnda gekk í raðir Þórs/KA í fyrra og Sierra kom svo fyrir þetta tímabil. „Allt frá upphafi vorum við metnar að verðleikum sem leikmenn, án fordóma,“ segir Sierra um lífið á Akureyri.Viðtalið í New York Times má lesa með því að smella hér.
Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Þór/KA 1-2 | Norðanstúlkur fara í EM-fríið með gott forskot Þór/KA er með sex stiga forskot á toppi Pepsi-deildar kvenna eftir gríðarlega mikilvægan sigur á Blikum í Kópavogi. 2. júlí 2017 19:15 Sjáðu sigurmark Söndru í Kópavoginum og öll hin úr 11. umferðinni | Myndband Fjórir leikir fóru fram í 11. umferð Pepsi-deildar kvenna um helgina. Alls voru 16 mörk skoruð í þessum fjórum leikjum, eða fjögur mörk að meðaltali í leik. 4. júlí 2017 07:15 Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Enski boltinn Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Þór/KA 1-2 | Norðanstúlkur fara í EM-fríið með gott forskot Þór/KA er með sex stiga forskot á toppi Pepsi-deildar kvenna eftir gríðarlega mikilvægan sigur á Blikum í Kópavogi. 2. júlí 2017 19:15
Sjáðu sigurmark Söndru í Kópavoginum og öll hin úr 11. umferðinni | Myndband Fjórir leikir fóru fram í 11. umferð Pepsi-deildar kvenna um helgina. Alls voru 16 mörk skoruð í þessum fjórum leikjum, eða fjögur mörk að meðaltali í leik. 4. júlí 2017 07:15