Öryggisfræðingur telur Trump sprengja til að afvegaleiða almenning Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 7. apríl 2017 15:55 Page Louise Wilson er öryggisfræðingur, alþjóðalögfræðingur og dósent við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands Vísir/Getty Page Louise Wilson, öryggisfræðingur, alþjóðalögfræðingur og dósent við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, telur að árás Bandaríkjamanna muni ekki hafa langvarandi áhrif á ástandið í Sýrlandi. Hún segir líklegt að ríkisstjórn Bandaríkjanna vilji draga athygli almennings frá erfiðleikum sínum en mikilvægt sé að fólk fylgi ekki leiðtogum í blindni. „Það eru tveir hlutir sem þarf sérstaklega að hafa í huga í þessu samhengi. Í fyrsta lagi þarf að athuga hver er nýja breytan í þessu samhengi. Og því miður fyrir sýrlensku þjóðina þá er þetta styrjöld sem hefur staðið yfir í rúmlega sex ár og á þeim tíma hafa ýmsar þjóðir haft afskipti af henni. Þetta er ekki einu sinni fyrsta efnavopnaárásin sem hefur átt sér stað síðan borgarastyrjöldin hófst. Svo að spurningin er hvað er nýtt og það eina sem er í rauninni nýtt er Trump og ríkisstjórnin hans. Með það í huga er mikilvægt að spyrja hvers vegna? Hvers vegna gerist þetta núna? Hvers vegna ákveður Trump að gera þetta? Og ég held að besta skýringin á því sé að líta á hvað er að eiga sér stað í Bandaríkjunum,“ segir Page Louise Wilson í samtali við Vísi.Sjá einnig: Þetta vitum við um árás Bandaríkjanna á Sýrland „Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Bandaríkjaforseti sem er undir miklum þrýstingi heima fyrir beitir loftárásum. Bill Clinton gerði nákvæmlega það sama árið 1998 með Operation desert Fox í Írak þegar verið var að rannsaka samskipti hans við Monicu Lewinsky. Hann var gagnrýndur fyrir tímasetningu aðgerðarinnar einmitt vegna þessa.“ Hún segir Trump og teymi hans vera fært í að draga athygli almennings frá óheppilegum hlutum. „Ég myndi halda að það sem er að gerast núna sé ætlað að afvegaleiða frá erfiðleikum þeirra heima fyrir. Þau eru að reyna að draga athygli fólks frá rannsókninni á samskiptum við Rússland, frá heilbrigðismálafrumvarpinu, frá hlerunarásökunum og þess sem er að gerast með Hæstaréttinn.“ Hún segir þó mikilvægt að hafa í huga hvort um sé að ræða vendipunkt í stefnu Bandaríkjanna. „Í öðru lagi má líta á að þeir sem rannsaka einræði og uppgang valdboðsstefnu og hafa áhyggjur af mannréttindum borgara undir stjórn Trump, þeir tala um „Reichstag bruna mómentið.“ Það er að segja, að það er yfirleitt einn tiltekinn viðburður sem notaður er til að réttlæta frekari einræðisstefnu og grafa undan mannréttindum og grafa undan lýðræði. Þá er átt við brunann í þýska þinghúsinu (þ. Reichstag) árið 1933 þegar Hitler hafði verið kosinn til valda og hann notaði þennan verknað til að réttlæta stefnubreytingu sem leiddi til einræðis,“ segir Wilson.Sjá einnig: Utanríkisráðherra: Árás Bandaríkjamanna skiljanlegt viðbragð við efnavopnaárásinni „Svo ég tel að spurningin sé hvort þessi árás Bandaríkjamanna sé Reichstag bruna móment sem við þurfum að hafa áhyggjur af, eða hvort þetta sé tilraun til að koma slíku í kring. Fólk sem rannsakar þetta segir að fólk í lýðræðisríkjum megi ekki gefa eftir ótta og tilfinningum í kjölfar slíkra árása og fylgja leiðtogum í blindni. Við þurfum að halda áfram að standa vörð um mannréttindi. Og það er annað sem við þurfum að hafa í huga.“ Hún telur að árásin í nótt muni ekki verða til þess að Assad, forseti Sýrlands, stígi til hliðar eða að styrjöldinni ljúki. „Ég held að þetta sé bara enn einn blossinn í langvarandi átökum. Við erum engu nærri friði, við erum engu nærri lausn á þessu hræðilega ástandi, því miður. Ég held að skilaboðin til Assad í kjölfar þessa verði „ekki nota efnavopn.“ Skilaboðin verða ekki „stígðu til hliðar Assad.“ Ég held að Rússar hafi heldur ekki áhuga á að fylgja þessu eftir. Ég er ekki spákona en ég held að skilaboðin verði einfaldlega að nota ekki efnavopn og að þar dragi fólk línu. Litið verði framhjá öllu valdi sem er undir því stigi. Og þess vegna held ég að þetta muni halda áfram í langan tíma, því miður.“ Donald Trump Sýrland Mest lesið Svandís stígur til hliðar Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fleiri fréttir Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Sjá meira
Page Louise Wilson, öryggisfræðingur, alþjóðalögfræðingur og dósent við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, telur að árás Bandaríkjamanna muni ekki hafa langvarandi áhrif á ástandið í Sýrlandi. Hún segir líklegt að ríkisstjórn Bandaríkjanna vilji draga athygli almennings frá erfiðleikum sínum en mikilvægt sé að fólk fylgi ekki leiðtogum í blindni. „Það eru tveir hlutir sem þarf sérstaklega að hafa í huga í þessu samhengi. Í fyrsta lagi þarf að athuga hver er nýja breytan í þessu samhengi. Og því miður fyrir sýrlensku þjóðina þá er þetta styrjöld sem hefur staðið yfir í rúmlega sex ár og á þeim tíma hafa ýmsar þjóðir haft afskipti af henni. Þetta er ekki einu sinni fyrsta efnavopnaárásin sem hefur átt sér stað síðan borgarastyrjöldin hófst. Svo að spurningin er hvað er nýtt og það eina sem er í rauninni nýtt er Trump og ríkisstjórnin hans. Með það í huga er mikilvægt að spyrja hvers vegna? Hvers vegna gerist þetta núna? Hvers vegna ákveður Trump að gera þetta? Og ég held að besta skýringin á því sé að líta á hvað er að eiga sér stað í Bandaríkjunum,“ segir Page Louise Wilson í samtali við Vísi.Sjá einnig: Þetta vitum við um árás Bandaríkjanna á Sýrland „Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Bandaríkjaforseti sem er undir miklum þrýstingi heima fyrir beitir loftárásum. Bill Clinton gerði nákvæmlega það sama árið 1998 með Operation desert Fox í Írak þegar verið var að rannsaka samskipti hans við Monicu Lewinsky. Hann var gagnrýndur fyrir tímasetningu aðgerðarinnar einmitt vegna þessa.“ Hún segir Trump og teymi hans vera fært í að draga athygli almennings frá óheppilegum hlutum. „Ég myndi halda að það sem er að gerast núna sé ætlað að afvegaleiða frá erfiðleikum þeirra heima fyrir. Þau eru að reyna að draga athygli fólks frá rannsókninni á samskiptum við Rússland, frá heilbrigðismálafrumvarpinu, frá hlerunarásökunum og þess sem er að gerast með Hæstaréttinn.“ Hún segir þó mikilvægt að hafa í huga hvort um sé að ræða vendipunkt í stefnu Bandaríkjanna. „Í öðru lagi má líta á að þeir sem rannsaka einræði og uppgang valdboðsstefnu og hafa áhyggjur af mannréttindum borgara undir stjórn Trump, þeir tala um „Reichstag bruna mómentið.“ Það er að segja, að það er yfirleitt einn tiltekinn viðburður sem notaður er til að réttlæta frekari einræðisstefnu og grafa undan mannréttindum og grafa undan lýðræði. Þá er átt við brunann í þýska þinghúsinu (þ. Reichstag) árið 1933 þegar Hitler hafði verið kosinn til valda og hann notaði þennan verknað til að réttlæta stefnubreytingu sem leiddi til einræðis,“ segir Wilson.Sjá einnig: Utanríkisráðherra: Árás Bandaríkjamanna skiljanlegt viðbragð við efnavopnaárásinni „Svo ég tel að spurningin sé hvort þessi árás Bandaríkjamanna sé Reichstag bruna móment sem við þurfum að hafa áhyggjur af, eða hvort þetta sé tilraun til að koma slíku í kring. Fólk sem rannsakar þetta segir að fólk í lýðræðisríkjum megi ekki gefa eftir ótta og tilfinningum í kjölfar slíkra árása og fylgja leiðtogum í blindni. Við þurfum að halda áfram að standa vörð um mannréttindi. Og það er annað sem við þurfum að hafa í huga.“ Hún telur að árásin í nótt muni ekki verða til þess að Assad, forseti Sýrlands, stígi til hliðar eða að styrjöldinni ljúki. „Ég held að þetta sé bara enn einn blossinn í langvarandi átökum. Við erum engu nærri friði, við erum engu nærri lausn á þessu hræðilega ástandi, því miður. Ég held að skilaboðin til Assad í kjölfar þessa verði „ekki nota efnavopn.“ Skilaboðin verða ekki „stígðu til hliðar Assad.“ Ég held að Rússar hafi heldur ekki áhuga á að fylgja þessu eftir. Ég er ekki spákona en ég held að skilaboðin verði einfaldlega að nota ekki efnavopn og að þar dragi fólk línu. Litið verði framhjá öllu valdi sem er undir því stigi. Og þess vegna held ég að þetta muni halda áfram í langan tíma, því miður.“
Donald Trump Sýrland Mest lesið Svandís stígur til hliðar Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fleiri fréttir Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Sjá meira