Vitni lýsa hrikalegum aðstæðum í miðbæ Stokkhólms Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. apríl 2017 16:41 Minnst þrír eru látnir. Vísir/EPA „Þetta var hræðileg. Fólk lá út um allt í blóði sínu á götunni. Það var verið að reyna að bjarga lífi tveggja nákvæmlega þar sem ég var en annar þeirra var líklega dáinn.“ Svona lýsir vitni aðkomunni í Dronninggatan eftir að vörubíl var ekið á gangandi vegfarendur í miðborg Stokkhólms fyrr í dag. Þrír eru látnir og minnst átta slasaðir. Christoffer Ung var inn í verslun Åhlens City en vörubílnum var ekkið inn í versluna. Hann lýsir því hvernig mikill hvellur heyrðist og taldi hann víst að sprengja hefði sprungið. Í samtali við SVT segir kona að nafni Nasrin að vörubílnum hafi verið ekið á miklum hraða um götuna áður en hann skall á versluninni. Lýsir hún því hvernig vörubíllinn hafi verið ekki á allt sem var í vegi hans og að hún hafi séð konu sem hafði misst lappir sínar.Sjá einnig: Vörubíl ekið á fólk og inn í verslun í miðborg StokkhólmsNasrin kom til Svíþjóðar sem flóttamaður frá Sýrlandi fyrir um áratugi síðan og segist hún ekki vita hvernig henni eigi að líða núna.Lögregla leitar að þessum manni í tengslum við árásina.„Ég reyni að halda í vonina en mér sýnist engin von vera lengur fyrir mannkynið,“ sagði Nasrin í samtali við SVT. Vörubílnum sem notaður var í árásinni var rænt af grímuklæddum manni skömmu fyrir árásina þar sem bílstjórinn var að afhenda vörur, en bíllinn tilheyrði bjórframleiðandanum Spendrups. Bílstjóri vörubílsins reyndi að stöðva árásarmanninn og slasaðist lítillega þegar ekið var utan í hann.Í samtali við AFP lýsa vitni því hvernig vörubíllinn hafi allt í einu birst á miklum hraða, nánast upp úr þurru. Maður að nafni Dimitris segist ekki hafa séð hvort að einhver hafi verið við stýri bílsins en hann hafi séð tvo vegfarendur verða fyrir bílnum og þá hafi hann ákveðið að hlaupa á brott eins hratt og hægt var. Lögreglan í Stokkhólmi hefur lýst eftir manni í tengslum við árásina í borginni fyrr í dag. Lögreglan hefur birt mynd af manninum sem tekin var í neðanjarðarlestarkerfi borgarinnar. Var hann klæddur í svarta hettupeysu og grænan jakka. Mynd af manninum var birt á blaðamannafundi sænsku lögreglunnar fyrir stundu en þar óskaði lögreglan eftir því að fá upplýsingar um manninn. Forsætisráðherra Svíþjóðar segir allt benda til þess að um hryðjuverkaárás hafi verið að ræða. Hryðjuverk í Stokkhólmi Tengdar fréttir Íslendingar í Stokkhólmi beðnir um að láta vita af sér Fyrstu fregnir herma að þrír séu dánir eftir að vörubíl var ekið inn í hóp fólks í miðbæ Stokkhólms. 7. apríl 2017 13:36 Vörubíl ekið á fólk og inn í verslun í miðborg Stokkhólms Vörubíl var ekið á fólk og inn í verslun Åhlens á Drottninggatan í miðborg Stokkhólms skömmu fyrir klukkan 13. 7. apríl 2017 13:10 Sænska lögreglan lýsir eftir manni í tengslum við árásina Lögreglan hefur birt mynd af manninum sem tekin var í neðanjarðarlestarkerfi borgarinnar. Var hann klæddur í svarta hettupeysu og grænan jakka. 7. apríl 2017 16:08 Löfven: Það hefur verið ráðist á Svíþjóð Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, segir að allt bendi til þess að um hryðjuverkaárás hafi verið að ræða vörubíl var ekkið á gangandi vegfarendur í miðborg Stokkhólms fyrr í dag. 7. apríl 2017 14:53 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Fleiri fréttir Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Sjá meira
„Þetta var hræðileg. Fólk lá út um allt í blóði sínu á götunni. Það var verið að reyna að bjarga lífi tveggja nákvæmlega þar sem ég var en annar þeirra var líklega dáinn.“ Svona lýsir vitni aðkomunni í Dronninggatan eftir að vörubíl var ekið á gangandi vegfarendur í miðborg Stokkhólms fyrr í dag. Þrír eru látnir og minnst átta slasaðir. Christoffer Ung var inn í verslun Åhlens City en vörubílnum var ekkið inn í versluna. Hann lýsir því hvernig mikill hvellur heyrðist og taldi hann víst að sprengja hefði sprungið. Í samtali við SVT segir kona að nafni Nasrin að vörubílnum hafi verið ekið á miklum hraða um götuna áður en hann skall á versluninni. Lýsir hún því hvernig vörubíllinn hafi verið ekki á allt sem var í vegi hans og að hún hafi séð konu sem hafði misst lappir sínar.Sjá einnig: Vörubíl ekið á fólk og inn í verslun í miðborg StokkhólmsNasrin kom til Svíþjóðar sem flóttamaður frá Sýrlandi fyrir um áratugi síðan og segist hún ekki vita hvernig henni eigi að líða núna.Lögregla leitar að þessum manni í tengslum við árásina.„Ég reyni að halda í vonina en mér sýnist engin von vera lengur fyrir mannkynið,“ sagði Nasrin í samtali við SVT. Vörubílnum sem notaður var í árásinni var rænt af grímuklæddum manni skömmu fyrir árásina þar sem bílstjórinn var að afhenda vörur, en bíllinn tilheyrði bjórframleiðandanum Spendrups. Bílstjóri vörubílsins reyndi að stöðva árásarmanninn og slasaðist lítillega þegar ekið var utan í hann.Í samtali við AFP lýsa vitni því hvernig vörubíllinn hafi allt í einu birst á miklum hraða, nánast upp úr þurru. Maður að nafni Dimitris segist ekki hafa séð hvort að einhver hafi verið við stýri bílsins en hann hafi séð tvo vegfarendur verða fyrir bílnum og þá hafi hann ákveðið að hlaupa á brott eins hratt og hægt var. Lögreglan í Stokkhólmi hefur lýst eftir manni í tengslum við árásina í borginni fyrr í dag. Lögreglan hefur birt mynd af manninum sem tekin var í neðanjarðarlestarkerfi borgarinnar. Var hann klæddur í svarta hettupeysu og grænan jakka. Mynd af manninum var birt á blaðamannafundi sænsku lögreglunnar fyrir stundu en þar óskaði lögreglan eftir því að fá upplýsingar um manninn. Forsætisráðherra Svíþjóðar segir allt benda til þess að um hryðjuverkaárás hafi verið að ræða.
Hryðjuverk í Stokkhólmi Tengdar fréttir Íslendingar í Stokkhólmi beðnir um að láta vita af sér Fyrstu fregnir herma að þrír séu dánir eftir að vörubíl var ekið inn í hóp fólks í miðbæ Stokkhólms. 7. apríl 2017 13:36 Vörubíl ekið á fólk og inn í verslun í miðborg Stokkhólms Vörubíl var ekið á fólk og inn í verslun Åhlens á Drottninggatan í miðborg Stokkhólms skömmu fyrir klukkan 13. 7. apríl 2017 13:10 Sænska lögreglan lýsir eftir manni í tengslum við árásina Lögreglan hefur birt mynd af manninum sem tekin var í neðanjarðarlestarkerfi borgarinnar. Var hann klæddur í svarta hettupeysu og grænan jakka. 7. apríl 2017 16:08 Löfven: Það hefur verið ráðist á Svíþjóð Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, segir að allt bendi til þess að um hryðjuverkaárás hafi verið að ræða vörubíl var ekkið á gangandi vegfarendur í miðborg Stokkhólms fyrr í dag. 7. apríl 2017 14:53 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Fleiri fréttir Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Sjá meira
Íslendingar í Stokkhólmi beðnir um að láta vita af sér Fyrstu fregnir herma að þrír séu dánir eftir að vörubíl var ekið inn í hóp fólks í miðbæ Stokkhólms. 7. apríl 2017 13:36
Vörubíl ekið á fólk og inn í verslun í miðborg Stokkhólms Vörubíl var ekið á fólk og inn í verslun Åhlens á Drottninggatan í miðborg Stokkhólms skömmu fyrir klukkan 13. 7. apríl 2017 13:10
Sænska lögreglan lýsir eftir manni í tengslum við árásina Lögreglan hefur birt mynd af manninum sem tekin var í neðanjarðarlestarkerfi borgarinnar. Var hann klæddur í svarta hettupeysu og grænan jakka. 7. apríl 2017 16:08
Löfven: Það hefur verið ráðist á Svíþjóð Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, segir að allt bendi til þess að um hryðjuverkaárás hafi verið að ræða vörubíl var ekkið á gangandi vegfarendur í miðborg Stokkhólms fyrr í dag. 7. apríl 2017 14:53