Kim Jong-Un segir gervöll Bandaríkin í færi Samúel Karl Ólason skrifar 29. júlí 2017 23:55 Kim Jong-Un fylgdist með nýjasta tilraunaskoti Norður-Kóreu. Vísir/EPA Kim Jong-Un, einræðisherra Norður-Kóreu, segir eldflaugaskot ríkisins í gær sýna fram á að gervöll Bandaríkin séu nú í færi þeirra. Í tilkynningu á vef KCNA, opinberri fréttaveitu Norður-Kóreu, er haft eftir Kim að Bandaríkin séu ekki örugg, reyni þau að gera árás á einræðisríkið. Bæði Bandaríkin og Kína, helstu og einu bandamenn Norður-Kóreu, hafa gagnrýnt eldflaugaskotið. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði í tilkynningu í dag að „með því að ógna heiminum“, væru þessi vopn og tilraunir eingöngu til þess fallnar að einangra Norður-Kóreu frekar, skaða efnahag ríkisins og koma niður á íbúum landsins. Hann sagði, samkvæmt frétt Reuters, að Bandaríkin myndu taka „öll nauðsynleg skref til að tryggja öryggi landsins og bandamanna þeirra á svæðinu“. Utanríkisráðuneyti Kína sendi frá sér tilkynningu þar sem tilraunaskot Norður-Kóreu eru sögð brjóta gegn samþykktum öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna og gegn óskum alþjóðasamfélagsins. Þá hvatti ráðuneytið alla viðkomandi aðila til að sýna stillingu og koma í veg fyrir frekari spennu á svæðinu. Sérfræðingar segja nýjasta eldflaugaskot Norður-Kóreu gefa í skyn að eldflaugar þeirra gæti verið skotið á Bandaríkin. Donald Trump sendi yfirvöldum í Kína tóninn á Twitter nú í kvöld. Þar lýsti hann yfir vonbrigðum sínum með aðgerðarleysi yfirvalda þar gagnvart Norður-Kóreu. Forsetinn sagði að fyrri forsetar hefðu leyft Kína að hagnast um hundruð milljarða dala, en þrátt fyrir það gerðu Kínverjar ekkert í málum Norður-Kóreu. Þeir tali eingöngu. „Við munum ekki leyfa þessu að viðgangast. Kína gæti auðveldlega leyst þetta vandamál.“I am very disappointed in China. Our foolish past leaders have allowed them to make hundreds of billions of dollars a year in trade, yet...— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 29, 2017 ...they do NOTHING for us with North Korea, just talk. We will no longer allow this to continue. China could easily solve this problem!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 29, 2017 Norður-Kórea Tengdar fréttir Íranar ætla ekki að hætta eldflaugatilraunum sínum Spenna hefur aukist á milli Íran og Bandaríkjanna að undanförnu. 29. júlí 2017 23:06 Geta skotið langdrægum eldflaugum á næsta ári Talið er líklegt að annað tilraunaskot verði framkvæmt í Norður-Kóreu á næstu dögum. 25. júlí 2017 18:30 Vilja betrumbæta eldflaugavarnir þrátt fyrir mótmæli Kína Sérfræðingar segja að niðurstöður tilraunaskotsins í dag gefa í skyn að Norður-Kórea gæti skotið á stóran hluta Bandaríkjanna. 28. júlí 2017 22:09 Norður-kóresk eldflaug sögð hafa lent í landhelgi Japans Neyðarfundur hefur verið boðaður í þjóðaröryggisráði Japans eftir að Norður-Kóreumenn skutu eldflaug á loft sem hafnaði innan landhelgi Japans. 28. júlí 2017 15:57 Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Sjá meira
Kim Jong-Un, einræðisherra Norður-Kóreu, segir eldflaugaskot ríkisins í gær sýna fram á að gervöll Bandaríkin séu nú í færi þeirra. Í tilkynningu á vef KCNA, opinberri fréttaveitu Norður-Kóreu, er haft eftir Kim að Bandaríkin séu ekki örugg, reyni þau að gera árás á einræðisríkið. Bæði Bandaríkin og Kína, helstu og einu bandamenn Norður-Kóreu, hafa gagnrýnt eldflaugaskotið. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði í tilkynningu í dag að „með því að ógna heiminum“, væru þessi vopn og tilraunir eingöngu til þess fallnar að einangra Norður-Kóreu frekar, skaða efnahag ríkisins og koma niður á íbúum landsins. Hann sagði, samkvæmt frétt Reuters, að Bandaríkin myndu taka „öll nauðsynleg skref til að tryggja öryggi landsins og bandamanna þeirra á svæðinu“. Utanríkisráðuneyti Kína sendi frá sér tilkynningu þar sem tilraunaskot Norður-Kóreu eru sögð brjóta gegn samþykktum öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna og gegn óskum alþjóðasamfélagsins. Þá hvatti ráðuneytið alla viðkomandi aðila til að sýna stillingu og koma í veg fyrir frekari spennu á svæðinu. Sérfræðingar segja nýjasta eldflaugaskot Norður-Kóreu gefa í skyn að eldflaugar þeirra gæti verið skotið á Bandaríkin. Donald Trump sendi yfirvöldum í Kína tóninn á Twitter nú í kvöld. Þar lýsti hann yfir vonbrigðum sínum með aðgerðarleysi yfirvalda þar gagnvart Norður-Kóreu. Forsetinn sagði að fyrri forsetar hefðu leyft Kína að hagnast um hundruð milljarða dala, en þrátt fyrir það gerðu Kínverjar ekkert í málum Norður-Kóreu. Þeir tali eingöngu. „Við munum ekki leyfa þessu að viðgangast. Kína gæti auðveldlega leyst þetta vandamál.“I am very disappointed in China. Our foolish past leaders have allowed them to make hundreds of billions of dollars a year in trade, yet...— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 29, 2017 ...they do NOTHING for us with North Korea, just talk. We will no longer allow this to continue. China could easily solve this problem!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 29, 2017
Norður-Kórea Tengdar fréttir Íranar ætla ekki að hætta eldflaugatilraunum sínum Spenna hefur aukist á milli Íran og Bandaríkjanna að undanförnu. 29. júlí 2017 23:06 Geta skotið langdrægum eldflaugum á næsta ári Talið er líklegt að annað tilraunaskot verði framkvæmt í Norður-Kóreu á næstu dögum. 25. júlí 2017 18:30 Vilja betrumbæta eldflaugavarnir þrátt fyrir mótmæli Kína Sérfræðingar segja að niðurstöður tilraunaskotsins í dag gefa í skyn að Norður-Kórea gæti skotið á stóran hluta Bandaríkjanna. 28. júlí 2017 22:09 Norður-kóresk eldflaug sögð hafa lent í landhelgi Japans Neyðarfundur hefur verið boðaður í þjóðaröryggisráði Japans eftir að Norður-Kóreumenn skutu eldflaug á loft sem hafnaði innan landhelgi Japans. 28. júlí 2017 15:57 Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Sjá meira
Íranar ætla ekki að hætta eldflaugatilraunum sínum Spenna hefur aukist á milli Íran og Bandaríkjanna að undanförnu. 29. júlí 2017 23:06
Geta skotið langdrægum eldflaugum á næsta ári Talið er líklegt að annað tilraunaskot verði framkvæmt í Norður-Kóreu á næstu dögum. 25. júlí 2017 18:30
Vilja betrumbæta eldflaugavarnir þrátt fyrir mótmæli Kína Sérfræðingar segja að niðurstöður tilraunaskotsins í dag gefa í skyn að Norður-Kórea gæti skotið á stóran hluta Bandaríkjanna. 28. júlí 2017 22:09
Norður-kóresk eldflaug sögð hafa lent í landhelgi Japans Neyðarfundur hefur verið boðaður í þjóðaröryggisráði Japans eftir að Norður-Kóreumenn skutu eldflaug á loft sem hafnaði innan landhelgi Japans. 28. júlí 2017 15:57