Íranar ætla ekki að hætta eldflaugatilraunum sínum Samúel Karl Ólason skrifar 29. júlí 2017 23:06 Frá eldflaugaskoti Írana á miðvikudaginn. Vísir/AFP Yfirvöld í Íran segjast ekki ætla ekki að hætta eldflaugatilraunum sínum og fordæma auknar refsiaðgerðir Bandaríkjanna. Spenna hefur aukist á milli ríkjanna að undanförnu og báðir aðilar hafa sakaði hina um að haga sér óvarlega í Persaflóa. Floti Bandaríkjanna segir herskip frá Íran hafa nálgast flugmóðurskip þeirra, USS Nimitz, á miklum hraða og ekki svarað skilaboðum. Þyrla frá Bandaríkjunum skaut viðvörunarskoti að skipum Íran. Íranar segja skip Bandaríkjanna hafa nálgast skip sín óvarlega og skotið viðvörunarskotum að óþörfu. Sambærilegt atvik kom upp á þriðjudaginn, þar sem báðir aðilar saka hina um bellibrögð. Til stendur að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, undirriti frumvarp sem ætlað er að herða refsiaðgerðir gegn Íran, Norður-Kóreu og Rússlandi. Þar að auki beittu Bandaríkin Íran refsiaðgerðum í gær sem miða að því að hægja á eldflaugatilraunum þeirra. Íranar skutu upp eldflaug á miðvikudaginn og segja tilganginn hafa verið að koma gervihnetti á sporbraut um jörðu. Talsmaður utanríkisráðuneytis Íran segir það óásættanlegt. „Herinn og eldflaugar okkar eru innanríkismál okkar og aðrir hafa ekki rétt á því að grípa inn í eða tjá sig um þau mál,“ sagði Bahram Ghasemi, samkvæmt AFP fréttaveitunni.Vestrænar ríkisstjórnir gruna Íran um að þróa langdrægar eldflaugar sem geti borið kjarnorkuvopn. Bandaríkin, Bretland, Frakkland og Þýskaland hafa fordæmt eldflaugaskotið og segja það brjóta gegn samþykktum Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Erindreki Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, Nikki Haley, lýsti yfir vantrausti Bandaríkjanna gagnvart Íran í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í gær. „Mikill stuðningur Íran við hryðjuverkahópa sýnir okkur að það er ekki hægt að treysta þeim. Það að Íran er að brjóta skuldbindingar sínar varðandi eldflaugatilraunir sýnir okkur að þeim er ekki treystandi. Eldflaugatilraunin í gær sýnir okkur það eining,“ sagði Haley. Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Sjá meira
Yfirvöld í Íran segjast ekki ætla ekki að hætta eldflaugatilraunum sínum og fordæma auknar refsiaðgerðir Bandaríkjanna. Spenna hefur aukist á milli ríkjanna að undanförnu og báðir aðilar hafa sakaði hina um að haga sér óvarlega í Persaflóa. Floti Bandaríkjanna segir herskip frá Íran hafa nálgast flugmóðurskip þeirra, USS Nimitz, á miklum hraða og ekki svarað skilaboðum. Þyrla frá Bandaríkjunum skaut viðvörunarskoti að skipum Íran. Íranar segja skip Bandaríkjanna hafa nálgast skip sín óvarlega og skotið viðvörunarskotum að óþörfu. Sambærilegt atvik kom upp á þriðjudaginn, þar sem báðir aðilar saka hina um bellibrögð. Til stendur að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, undirriti frumvarp sem ætlað er að herða refsiaðgerðir gegn Íran, Norður-Kóreu og Rússlandi. Þar að auki beittu Bandaríkin Íran refsiaðgerðum í gær sem miða að því að hægja á eldflaugatilraunum þeirra. Íranar skutu upp eldflaug á miðvikudaginn og segja tilganginn hafa verið að koma gervihnetti á sporbraut um jörðu. Talsmaður utanríkisráðuneytis Íran segir það óásættanlegt. „Herinn og eldflaugar okkar eru innanríkismál okkar og aðrir hafa ekki rétt á því að grípa inn í eða tjá sig um þau mál,“ sagði Bahram Ghasemi, samkvæmt AFP fréttaveitunni.Vestrænar ríkisstjórnir gruna Íran um að þróa langdrægar eldflaugar sem geti borið kjarnorkuvopn. Bandaríkin, Bretland, Frakkland og Þýskaland hafa fordæmt eldflaugaskotið og segja það brjóta gegn samþykktum Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Erindreki Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, Nikki Haley, lýsti yfir vantrausti Bandaríkjanna gagnvart Íran í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í gær. „Mikill stuðningur Íran við hryðjuverkahópa sýnir okkur að það er ekki hægt að treysta þeim. Það að Íran er að brjóta skuldbindingar sínar varðandi eldflaugatilraunir sýnir okkur að þeim er ekki treystandi. Eldflaugatilraunin í gær sýnir okkur það eining,“ sagði Haley.
Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Sjá meira