Íranar ætla ekki að hætta eldflaugatilraunum sínum Samúel Karl Ólason skrifar 29. júlí 2017 23:06 Frá eldflaugaskoti Írana á miðvikudaginn. Vísir/AFP Yfirvöld í Íran segjast ekki ætla ekki að hætta eldflaugatilraunum sínum og fordæma auknar refsiaðgerðir Bandaríkjanna. Spenna hefur aukist á milli ríkjanna að undanförnu og báðir aðilar hafa sakaði hina um að haga sér óvarlega í Persaflóa. Floti Bandaríkjanna segir herskip frá Íran hafa nálgast flugmóðurskip þeirra, USS Nimitz, á miklum hraða og ekki svarað skilaboðum. Þyrla frá Bandaríkjunum skaut viðvörunarskoti að skipum Íran. Íranar segja skip Bandaríkjanna hafa nálgast skip sín óvarlega og skotið viðvörunarskotum að óþörfu. Sambærilegt atvik kom upp á þriðjudaginn, þar sem báðir aðilar saka hina um bellibrögð. Til stendur að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, undirriti frumvarp sem ætlað er að herða refsiaðgerðir gegn Íran, Norður-Kóreu og Rússlandi. Þar að auki beittu Bandaríkin Íran refsiaðgerðum í gær sem miða að því að hægja á eldflaugatilraunum þeirra. Íranar skutu upp eldflaug á miðvikudaginn og segja tilganginn hafa verið að koma gervihnetti á sporbraut um jörðu. Talsmaður utanríkisráðuneytis Íran segir það óásættanlegt. „Herinn og eldflaugar okkar eru innanríkismál okkar og aðrir hafa ekki rétt á því að grípa inn í eða tjá sig um þau mál,“ sagði Bahram Ghasemi, samkvæmt AFP fréttaveitunni.Vestrænar ríkisstjórnir gruna Íran um að þróa langdrægar eldflaugar sem geti borið kjarnorkuvopn. Bandaríkin, Bretland, Frakkland og Þýskaland hafa fordæmt eldflaugaskotið og segja það brjóta gegn samþykktum Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Erindreki Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, Nikki Haley, lýsti yfir vantrausti Bandaríkjanna gagnvart Íran í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í gær. „Mikill stuðningur Íran við hryðjuverkahópa sýnir okkur að það er ekki hægt að treysta þeim. Það að Íran er að brjóta skuldbindingar sínar varðandi eldflaugatilraunir sýnir okkur að þeim er ekki treystandi. Eldflaugatilraunin í gær sýnir okkur það eining,“ sagði Haley. Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Fleiri fréttir Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Sjá meira
Yfirvöld í Íran segjast ekki ætla ekki að hætta eldflaugatilraunum sínum og fordæma auknar refsiaðgerðir Bandaríkjanna. Spenna hefur aukist á milli ríkjanna að undanförnu og báðir aðilar hafa sakaði hina um að haga sér óvarlega í Persaflóa. Floti Bandaríkjanna segir herskip frá Íran hafa nálgast flugmóðurskip þeirra, USS Nimitz, á miklum hraða og ekki svarað skilaboðum. Þyrla frá Bandaríkjunum skaut viðvörunarskoti að skipum Íran. Íranar segja skip Bandaríkjanna hafa nálgast skip sín óvarlega og skotið viðvörunarskotum að óþörfu. Sambærilegt atvik kom upp á þriðjudaginn, þar sem báðir aðilar saka hina um bellibrögð. Til stendur að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, undirriti frumvarp sem ætlað er að herða refsiaðgerðir gegn Íran, Norður-Kóreu og Rússlandi. Þar að auki beittu Bandaríkin Íran refsiaðgerðum í gær sem miða að því að hægja á eldflaugatilraunum þeirra. Íranar skutu upp eldflaug á miðvikudaginn og segja tilganginn hafa verið að koma gervihnetti á sporbraut um jörðu. Talsmaður utanríkisráðuneytis Íran segir það óásættanlegt. „Herinn og eldflaugar okkar eru innanríkismál okkar og aðrir hafa ekki rétt á því að grípa inn í eða tjá sig um þau mál,“ sagði Bahram Ghasemi, samkvæmt AFP fréttaveitunni.Vestrænar ríkisstjórnir gruna Íran um að þróa langdrægar eldflaugar sem geti borið kjarnorkuvopn. Bandaríkin, Bretland, Frakkland og Þýskaland hafa fordæmt eldflaugaskotið og segja það brjóta gegn samþykktum Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Erindreki Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, Nikki Haley, lýsti yfir vantrausti Bandaríkjanna gagnvart Íran í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í gær. „Mikill stuðningur Íran við hryðjuverkahópa sýnir okkur að það er ekki hægt að treysta þeim. Það að Íran er að brjóta skuldbindingar sínar varðandi eldflaugatilraunir sýnir okkur að þeim er ekki treystandi. Eldflaugatilraunin í gær sýnir okkur það eining,“ sagði Haley.
Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Fleiri fréttir Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Sjá meira