Íranar ætla ekki að hætta eldflaugatilraunum sínum Samúel Karl Ólason skrifar 29. júlí 2017 23:06 Frá eldflaugaskoti Írana á miðvikudaginn. Vísir/AFP Yfirvöld í Íran segjast ekki ætla ekki að hætta eldflaugatilraunum sínum og fordæma auknar refsiaðgerðir Bandaríkjanna. Spenna hefur aukist á milli ríkjanna að undanförnu og báðir aðilar hafa sakaði hina um að haga sér óvarlega í Persaflóa. Floti Bandaríkjanna segir herskip frá Íran hafa nálgast flugmóðurskip þeirra, USS Nimitz, á miklum hraða og ekki svarað skilaboðum. Þyrla frá Bandaríkjunum skaut viðvörunarskoti að skipum Íran. Íranar segja skip Bandaríkjanna hafa nálgast skip sín óvarlega og skotið viðvörunarskotum að óþörfu. Sambærilegt atvik kom upp á þriðjudaginn, þar sem báðir aðilar saka hina um bellibrögð. Til stendur að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, undirriti frumvarp sem ætlað er að herða refsiaðgerðir gegn Íran, Norður-Kóreu og Rússlandi. Þar að auki beittu Bandaríkin Íran refsiaðgerðum í gær sem miða að því að hægja á eldflaugatilraunum þeirra. Íranar skutu upp eldflaug á miðvikudaginn og segja tilganginn hafa verið að koma gervihnetti á sporbraut um jörðu. Talsmaður utanríkisráðuneytis Íran segir það óásættanlegt. „Herinn og eldflaugar okkar eru innanríkismál okkar og aðrir hafa ekki rétt á því að grípa inn í eða tjá sig um þau mál,“ sagði Bahram Ghasemi, samkvæmt AFP fréttaveitunni.Vestrænar ríkisstjórnir gruna Íran um að þróa langdrægar eldflaugar sem geti borið kjarnorkuvopn. Bandaríkin, Bretland, Frakkland og Þýskaland hafa fordæmt eldflaugaskotið og segja það brjóta gegn samþykktum Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Erindreki Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, Nikki Haley, lýsti yfir vantrausti Bandaríkjanna gagnvart Íran í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í gær. „Mikill stuðningur Íran við hryðjuverkahópa sýnir okkur að það er ekki hægt að treysta þeim. Það að Íran er að brjóta skuldbindingar sínar varðandi eldflaugatilraunir sýnir okkur að þeim er ekki treystandi. Eldflaugatilraunin í gær sýnir okkur það eining,“ sagði Haley. Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Erlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira
Yfirvöld í Íran segjast ekki ætla ekki að hætta eldflaugatilraunum sínum og fordæma auknar refsiaðgerðir Bandaríkjanna. Spenna hefur aukist á milli ríkjanna að undanförnu og báðir aðilar hafa sakaði hina um að haga sér óvarlega í Persaflóa. Floti Bandaríkjanna segir herskip frá Íran hafa nálgast flugmóðurskip þeirra, USS Nimitz, á miklum hraða og ekki svarað skilaboðum. Þyrla frá Bandaríkjunum skaut viðvörunarskoti að skipum Íran. Íranar segja skip Bandaríkjanna hafa nálgast skip sín óvarlega og skotið viðvörunarskotum að óþörfu. Sambærilegt atvik kom upp á þriðjudaginn, þar sem báðir aðilar saka hina um bellibrögð. Til stendur að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, undirriti frumvarp sem ætlað er að herða refsiaðgerðir gegn Íran, Norður-Kóreu og Rússlandi. Þar að auki beittu Bandaríkin Íran refsiaðgerðum í gær sem miða að því að hægja á eldflaugatilraunum þeirra. Íranar skutu upp eldflaug á miðvikudaginn og segja tilganginn hafa verið að koma gervihnetti á sporbraut um jörðu. Talsmaður utanríkisráðuneytis Íran segir það óásættanlegt. „Herinn og eldflaugar okkar eru innanríkismál okkar og aðrir hafa ekki rétt á því að grípa inn í eða tjá sig um þau mál,“ sagði Bahram Ghasemi, samkvæmt AFP fréttaveitunni.Vestrænar ríkisstjórnir gruna Íran um að þróa langdrægar eldflaugar sem geti borið kjarnorkuvopn. Bandaríkin, Bretland, Frakkland og Þýskaland hafa fordæmt eldflaugaskotið og segja það brjóta gegn samþykktum Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Erindreki Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, Nikki Haley, lýsti yfir vantrausti Bandaríkjanna gagnvart Íran í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í gær. „Mikill stuðningur Íran við hryðjuverkahópa sýnir okkur að það er ekki hægt að treysta þeim. Það að Íran er að brjóta skuldbindingar sínar varðandi eldflaugatilraunir sýnir okkur að þeim er ekki treystandi. Eldflaugatilraunin í gær sýnir okkur það eining,“ sagði Haley.
Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Erlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira