Stjarnan byrjar Íslandsmótið í fyrsta sinn í þrettán ár án Hörpu og Ásgerðar Tómas Þór Þórðarson skrifar 27. apríl 2017 10:30 Harpa Þorsteinsdóttir og Ásgerður Stefanía Baldursdóttir verða ekki með í kvöld. vísir/eyþór Pepsi-deild kvenna í fótbolta hefst í dag þegar fjórir leikir af fimm fara fram í fyrstu umferðinni. Fyrsti sjónvarpsleikur sumarsins er viðureign nýliða Hauka og Íslandsmeistara Stjörnunnar en útsending hefst klukkan 19.05 á Stöð 2 Sport 3 HD. Stjarnan verður án tveggja lykilmanna í leiknum í kvöld. Fyrirliðinn Ásgerður Stefanía Baldursdóttir er ólétt og verður ekki með á tímabilinu og þá er Harpa Þorsteinsdóttir ekki klár eftir að eignast sitt annað barn í síðasta mánuði.Sjá einnig:Gæti orðið geggjað sumar Þetta er í fyrsta sinn í þrettán ár sem Stjarnan byrjar deildarleik án þess að annað hvort Ásgerður eða Harpa séu í liðinu. Það gerðist síðast árið 2004. Ásgerður Stefanía er uppalin hjá Breiðabliki en kom til Stjörnunnar árið 2005 og hefur verið þar síðan. Harpa er uppalin hjá Stjörnunni en fór í Breiðablik árið 2008 og kom aftur 2011. „Sturluð staðreynd: Stjarnan hefur ekki hafið deildarleik síðan árið 2004 þar sem hvorki ég né Adda komum við sögu. Það breytist á morgun,“ skrifaði Harpa Þorsteinsdóttir á Instagram í gær og setti mynd af sér og Ásgerði að fagna Íslandsmeistaratitlinum 2014 saman. Stjarnan var ekki að ná góðum úrslitum á undirbúningstímabilinu en liðið vann aðeins einn leik af fimm í Lengjubikarnum og komst ekki í undanúrslit mótsins. Þá tapaði liðið 3-0 fyrir Breiðabliki í Meistarakeppni KSÍ síðastliðinn föstudag.1. umferð Pepsi-deildar kvenna:Í dag: 17.45 Þór/KA - Valur, Þórsvelli 19.15 Haukar - Stjarnan, Ásvöllum - Stöð 2 Sport 3 HD 19.15 Breiðablik - FH, Kópavogsvelli 19.15 Fylkir - Grindavík, Floridana-vellinumÁ morgun: 18.00 ÍBV - KR, Hásteinsvelli 21.30 Pepsi-mörk kvenna á Stöð 2 Sport HD Sturluð staðreynd: Stjarnan hefur ekki hafið deildarleik síðan árið 2004 þar sem hvorki ég né Adda komum við sögu. Það breytist á morgun. #fotboltinet #pepsideildin #landsbankadeildin #kempur #goals #2017 #fcstjarnan #komasvo #aimforthestars @stjornustelpur A post shared by harpathorsteins (@harpathorsteins) on Apr 26, 2017 at 3:47pm PDT Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Valskonum spáð titlinum Valur og Breiðablik munu berjast um Íslandsmeistaratitilinn í efstu deild kvenna í sumar samkvæmt spá þjálfara, fyrirliða og forráðamanna félaganna. 25. apríl 2017 12:59 Katrín: Geggjað að vera komin heim Katrín Ómarsdóttir er komin aftur í íslenska boltann eftir að hafa verið í atvinnumennsku síðustu átta árin. 26. apríl 2017 15:00 Margrét Lára: Fólk hefur enga ástæðu til að mæta ekki á kvennaleiki lengur Landsliðsfyrirliðinn bendir fótboltaáhugamönnum á að hafa hugann opinn og átta sig á því að karla- og kvennafótbolti eru ekki sama íþróttin. 26. apríl 2017 13:00 Gæti orðið geggjað sumar Keppni í Pepsi-deild kvenna hefst í kvöld með fjórum leikjum. Þorkell Máni Pétursson, einn sérfræðinga Pepsi-marka kvenna á Stöð 2 Sport, reiknar með hörkubaráttu bæði á toppi og botni deildarinnar. 27. apríl 2017 06:30 Mest lesið Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Juventus-parið hætt saman Fótbolti Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Körfubolti Fleiri fréttir Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Sjá meira
Pepsi-deild kvenna í fótbolta hefst í dag þegar fjórir leikir af fimm fara fram í fyrstu umferðinni. Fyrsti sjónvarpsleikur sumarsins er viðureign nýliða Hauka og Íslandsmeistara Stjörnunnar en útsending hefst klukkan 19.05 á Stöð 2 Sport 3 HD. Stjarnan verður án tveggja lykilmanna í leiknum í kvöld. Fyrirliðinn Ásgerður Stefanía Baldursdóttir er ólétt og verður ekki með á tímabilinu og þá er Harpa Þorsteinsdóttir ekki klár eftir að eignast sitt annað barn í síðasta mánuði.Sjá einnig:Gæti orðið geggjað sumar Þetta er í fyrsta sinn í þrettán ár sem Stjarnan byrjar deildarleik án þess að annað hvort Ásgerður eða Harpa séu í liðinu. Það gerðist síðast árið 2004. Ásgerður Stefanía er uppalin hjá Breiðabliki en kom til Stjörnunnar árið 2005 og hefur verið þar síðan. Harpa er uppalin hjá Stjörnunni en fór í Breiðablik árið 2008 og kom aftur 2011. „Sturluð staðreynd: Stjarnan hefur ekki hafið deildarleik síðan árið 2004 þar sem hvorki ég né Adda komum við sögu. Það breytist á morgun,“ skrifaði Harpa Þorsteinsdóttir á Instagram í gær og setti mynd af sér og Ásgerði að fagna Íslandsmeistaratitlinum 2014 saman. Stjarnan var ekki að ná góðum úrslitum á undirbúningstímabilinu en liðið vann aðeins einn leik af fimm í Lengjubikarnum og komst ekki í undanúrslit mótsins. Þá tapaði liðið 3-0 fyrir Breiðabliki í Meistarakeppni KSÍ síðastliðinn föstudag.1. umferð Pepsi-deildar kvenna:Í dag: 17.45 Þór/KA - Valur, Þórsvelli 19.15 Haukar - Stjarnan, Ásvöllum - Stöð 2 Sport 3 HD 19.15 Breiðablik - FH, Kópavogsvelli 19.15 Fylkir - Grindavík, Floridana-vellinumÁ morgun: 18.00 ÍBV - KR, Hásteinsvelli 21.30 Pepsi-mörk kvenna á Stöð 2 Sport HD Sturluð staðreynd: Stjarnan hefur ekki hafið deildarleik síðan árið 2004 þar sem hvorki ég né Adda komum við sögu. Það breytist á morgun. #fotboltinet #pepsideildin #landsbankadeildin #kempur #goals #2017 #fcstjarnan #komasvo #aimforthestars @stjornustelpur A post shared by harpathorsteins (@harpathorsteins) on Apr 26, 2017 at 3:47pm PDT
Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Valskonum spáð titlinum Valur og Breiðablik munu berjast um Íslandsmeistaratitilinn í efstu deild kvenna í sumar samkvæmt spá þjálfara, fyrirliða og forráðamanna félaganna. 25. apríl 2017 12:59 Katrín: Geggjað að vera komin heim Katrín Ómarsdóttir er komin aftur í íslenska boltann eftir að hafa verið í atvinnumennsku síðustu átta árin. 26. apríl 2017 15:00 Margrét Lára: Fólk hefur enga ástæðu til að mæta ekki á kvennaleiki lengur Landsliðsfyrirliðinn bendir fótboltaáhugamönnum á að hafa hugann opinn og átta sig á því að karla- og kvennafótbolti eru ekki sama íþróttin. 26. apríl 2017 13:00 Gæti orðið geggjað sumar Keppni í Pepsi-deild kvenna hefst í kvöld með fjórum leikjum. Þorkell Máni Pétursson, einn sérfræðinga Pepsi-marka kvenna á Stöð 2 Sport, reiknar með hörkubaráttu bæði á toppi og botni deildarinnar. 27. apríl 2017 06:30 Mest lesið Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Juventus-parið hætt saman Fótbolti Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Körfubolti Fleiri fréttir Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Sjá meira
Valskonum spáð titlinum Valur og Breiðablik munu berjast um Íslandsmeistaratitilinn í efstu deild kvenna í sumar samkvæmt spá þjálfara, fyrirliða og forráðamanna félaganna. 25. apríl 2017 12:59
Katrín: Geggjað að vera komin heim Katrín Ómarsdóttir er komin aftur í íslenska boltann eftir að hafa verið í atvinnumennsku síðustu átta árin. 26. apríl 2017 15:00
Margrét Lára: Fólk hefur enga ástæðu til að mæta ekki á kvennaleiki lengur Landsliðsfyrirliðinn bendir fótboltaáhugamönnum á að hafa hugann opinn og átta sig á því að karla- og kvennafótbolti eru ekki sama íþróttin. 26. apríl 2017 13:00
Gæti orðið geggjað sumar Keppni í Pepsi-deild kvenna hefst í kvöld með fjórum leikjum. Þorkell Máni Pétursson, einn sérfræðinga Pepsi-marka kvenna á Stöð 2 Sport, reiknar með hörkubaráttu bæði á toppi og botni deildarinnar. 27. apríl 2017 06:30